Jæja þá er langþráð sumar komið og styttist í að mín komist í langþráð frí Það sem af er liðið sumri hefur bara verið aldeilis fínt.....hehee
Ragnar minn hringdi í gær, var bara í góðum gír en ansi rámur einhver hálsbólga að hrella hann. Honum líður vel í nýju höllinni og búin að koma sér ansi vel fyrir, kominn með allar græjur sem eitt lítið heimili þarf að eiga.
Mín lenti nú í svolítið fyndnu meðvirkniskasti með syninum síðasta sunnudag. Þannig var að hann var búin að biðja um að ég kæmi með tölvuna sína. Það var ekkert mál að minni hálfu nema hvað að þegar ég fer að finna græjuna til þá finn ég hvorki lyklaborð né tölvumús!!!!! Þá hófst kastið, ég snerist um eins og hauslaus hæna í rusli yfir því að færa honum ekki allan pakkan á einu bretti........hummmm....áttaði mig svo og náði að hugsa heilbrigða hugsun. Ok hann á ekki lyklaborð né tölvumús, svo það er bara tölvuturn og þar við situr. Þannig að ég fer bara með turninn og hann lærir að hlutirnir koma ekki hlaupandi upp í hendurnar á fólki.
Þarna var mín flott að stoppa meðvirknina því auðvitað er ekki sjálfsagt að ég hlaupi til og plástri allt það sem hann hefur gert eða tapað í neyslunni. Hann ber ábyrgð á sínu og partur af því er að sjá hvernig hans staða er í raun og veru. Hann tapaði öllu sínu á meðan hann var á götunni og þannig er það bara.
En jæja mín keyrir austur fyrir fjall með turnin og annað smávægilegt sem hún vildi gefa honum. Þegar austur er komið kemur hann á móti okkur með kaffibolla og vísar okkur inn í nýja slotið. Það fyrsta sem ég sá var að hann hafði skrifborð og á því var tölvuskjár, lyklaborð og mús.
Þar með fór meðvirknikast í gang..... Ég var svo ótrúlega ánægð að sjá þetta og hoppaði af gleði, honum skorti ekkert! Hahahaha.....Augnabliki síðar átta ég mig á því að ég var á ný komin á vondan stað! Lít á hann son minn og segi: Oj, nú þarf ég að passa mig ég er alltí einu orðin ógeðslega meðvirk með þér. Hann brosti og tók utan um mig og sagði það er altílagi mamma mín.
Nei það er ekki allt í lagi nú ætla ég að vanda mig enn frekar, því mín meðvirkni hjálpar honum ekki.
Málið er nefnilega það að maður verður ekki síður að vera vakandi yfir eigin hegðun þegar fíklarnir okkkar eru í meðferð. Mér sem aðstandenda hættir ægilega til að taka ábyrgðina af honum syni mínu og það er honum ekki holt.
Lifið heil, njótið sumarsins.
Kærleikskv.Kristín
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldar frásögn.Gleðilegt sumar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:53
Já gleðilegt sumar elkan mín og maður þarf að passa sig á þessari meðvirkni.. koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 17:46
Hún getur tekið á sig margar myndir þessi meðvirkni.
Gleðilegt sumar
Kidda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:18
skil þig vel , er einmitt að æfa mig í að vera ekki meðvirk með mínu fíkli sem er búin að vera í mánuð í meðferð
gleðilegt sumar
Ester (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:19
Þú ert frábær
Gleðilegt sumar til ykkar, knús
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:51
Gleðilegt sumar til þín og allra þinna megi sumarið verði ykkur öllum sem allra best
Helga skjol, 24.4.2008 kl. 20:57
GLEÐILEGT SUMAR!
knús á þig og þína,
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:19
Gleðilegt sumar, knúúús....og góðar kveðjur til Ragnars.
Krista (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:31
Gleðilegt sumar! Ég er líka aðstandandi og veit nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Þú stendur þig vel að þora að blogga um þetta!
Gangi þér vel.
Emma Vilhjálmsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:31
Elsku kristín , ég rakst á blogg sem að þú ættir að kíkja á ;) svo fallegt og einlægt ! www.blog.is/karlotta-lind
fanney ;)
og takk fyrir kommentin á mína síðu ! ;*
Fanney (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:56
Hahaha ég kannast rosalega við þetta sem þú ert að skrifa um
Gangi þér rosalega vel 
Sólrún J (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:05
Gleðilegt sumar til ykkar Kristín mín !
"Mamma" (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:34
Gleðilegt sumar Kristín! Gott samt að vita að þú ert ekki alveg orðin fullkomin ennþá, vona að þú verðir það ekkert á næstunni, gaman að lesa reynslusögu pistlana þína... En ég get ekki annað en spurt, ættir þú ekki að vera að læra?
kveðja,
Kjartan
Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:38
Gleðilegt sumar :) Þú ert alveg einstök kona.
Guðrún Hauksdóttir, 25.4.2008 kl. 09:53
ha ha ha þessi meðvirkni..
Gleðilegt sumar og já bara kossar og knús :)
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:16
ég meinti www.karlotta-lind.blog.is !
Fanney Unnur Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 10:39
Takk öll fyrir góðar kveðjur.
Kjartan....Hummm jú ég á að vera að læra einhver heil ósköp en er illa haldinn af frestunaráráttu! Spurning að skrifa smá pistil um frestunaráráttu mína
Langar samt að vita...átt þú ekki að sitja við ritgerðarskrif???
Kristín Snorradóttir, 25.4.2008 kl. 14:50
Kannast við hana þessa meðvirkni. Maður þarf stöðugt að vera að minna sjálfa sig á...
Gleðilegt sumar - og góða helgarrest til ykkar.
Linda Lea Bogadóttir, 26.4.2008 kl. 16:21
Frábært hjá þér að vera þó vör við meðvirknina,ég þekki þetta með meðvirknina og þarf að taka mig vel á í því.
Guðjón H Finnbogason, 26.4.2008 kl. 18:20
Hæ Stína mín,nú ert þú sennilega fyrir austan:)
Nú er mín búin að fara á hnén
Fór í hugleiðslu og í bænahring í gær
Fór á samkomu hjá Kærleik á föstudagskvöldið..
Og viti menn,nú er allt að gerast
Ætlaði svo aðeins að sóla
mig úti á palli áðan,en það stóð nú stutt yfir,fékk risa randaflugu á stærð við fugl í heimsókn,nennti ekki að tala við hana og stökk inn.
Guð gefi mér æðruleysi til að vera ekki hrædd við randaflugur
Vona að þú hafir átt góðan dag í sveitinni.
Love you 7
Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 13:32
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 16:09
Gleðilegt sumar elsku Kristín mín....
Meðvirknin er fljót að blossa upp en að gera sér grein fyrir því þegar hún kemur það er sigur... kiss og knús
Hildur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.