Einn dag í einu.

Það var yndislegt að hitta hann son minn í dag. Yfir honum var svo mikil kyrrð og gleði. Hann er fluttur í lítið hús sem Brúarholt á á lóðinni og er þar með að læra að bera aðeins ábyrgð á sjálfum sér. Hann er enn í meðferðinni og hefur sömu skyldur þar en það er einstakt tækifæri fyrir hann að læra að bera ábyrgð á sjálfum sér með því að búa einn í litlu fallegu húsi á blettinum.

Það skein af honum stoltið og gleðin yfir þessum áfanga. Það var mjög huggulegt hjá honum og hann svona ægilega stoltur af nýju kaffikönnunni sem staðarhaldarinn keypti inní höllina hans Smile hann lagaði ljómandi gott kaffi handa mömmu sinni...

Við færðum honum eitt og annað til að fegra nýja heimilið með, mynd af ömmu hans og mömmu hans Wink tvær konur sem skipta hann miklu máli. Það er gott að sjá hann blómstra, ég er full af þakklæti fyrir það. Þakklát guði fyrir að leiða hann þessa leið og þakklát ráðgjafanum hans fyrir að taka strax ákvörðun um að taka hann inn þegar hann hringdi niðurbrotinn, þakklát leiðsögninni sem hann nýtur og trú minnni á það að honum sé ætlað að rísa upp og gera eitthvað gott við líf sitt.

Vá hvað það hefur oft á þessum árum verið erfitt að halda þeirri trú lifandi oft hefur hún verið svo lítil að ég hef varla fundið hana, stundum svo lítil að aðrir þurftu að minna mig á að á meðan það er líf er von.......en það er ein af dýrmætustu setningum sem ég heyri.

Í dag nýt ég þess að vel gengur og ég leyfi mér að njóta þess án þess að hugsa um hvað framtíðin ber. Hvern dag þakka ég fyrir þá stöðu sem er, í stað þess sem ég gerði hér áður fyrr. Þá vaknaði ég með kvíðahnút sannfærð um að í dag mynndi veröldin hrynja.

Það er svo magnað að lifa einn dag í einu Smile svo magnað að vakna og þakka fyrir daginn og taka ákvörðun um að gera hann góðan, fara full af eftirvæntingu inn í hann af því að ég hef lært að reikna með góðu í stað þess að vera að bíða eftir hörmungum.

Njótið dagsins.....einn dag í einu....það er magnað.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Stína mín, gaman að hitta ykkur fyrir austan í dag, gaman að sjá hvað Ragnar er flottur Ég ætla svo að mynna Baldvin á að KAUPA HANDA ÞÉR NUDD hahahaha (láttu hann lesa þetta) ég lofaði þér að setja þetta inn svo hann gleymdi ekki að gera þetta....... skora á aðra vini þína að ýta á hann líka hahaha......................... knús mín besta

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hahahah...góð !  Nú er það opinbert og hlýtur að ýta á bóndan að dekra við sína heittelskuðu

Kristín Snorradóttir, 20.4.2008 kl. 19:55

3 identicon

Baldvin,

kaupa nudd handa frúnni eða bara ennþá betra ykkur báðum!

Gott að þið áttuð góðan dag,

kær kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært að heyra fréttir af Ragnari, yndislegt alveg. 

Ég veit um æðislegan nuddara sem er ekki bara góður nuddari hann hreinsar sálina líka :-)  Sendu mér póst ef þú vilt frekari upplýsingar Kristín mín, eða Baldvín, þú færð þá bara meilið mitt hjá Kristínu :-)

knús og kram

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.4.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært hjá Ragnari.  Hann stendur sig þvílíkt vel.   

Hárrétt hugsun hjá þér, Kristín, að reikna með góðu í stað þess að bíða eftir hörmungum.  Því ....... af hverju að kvíða einhverju, sem svo kannski aldrei gerist ?

Anna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Binnan

æðislegt að heyra hvað Ragga gengur vel! :) knús og kveðja frá Kanalandinu...

Binnan, 20.4.2008 kl. 23:54

7 identicon

Frábært hvað stráksa gengur vel.Og auðvitað ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 00:31

8 identicon

Frábært að lesa þetta.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 01:55

9 identicon

Hæhæ Kristín mín frábært að það gengur svona vel með hann Ragnar þinn

Hildur (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:52

10 identicon

Dásamlegar fréttir

Efast ekki um að kaffið hafi bragðast vel hjá Ragnari þínum

Hvernig var svo nuddið ?

Bið að heilsa Baldvin.

Sé ykkur í foreldrahúsum á eftir

Love you 5

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:25

11 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ekkert nudd búið en við hjónakornin keyptum okkur kort í ræktina svo nú á að brenna spiki alveg brjálað.................en ætla nú að ath með þennan sem elísabet bennti mér á

Kristín Snorradóttir, 22.4.2008 kl. 16:48

12 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært hjá ykkur Kristin, þarf svo að koma mér í RÆKTINA!!!  Er á dagskrá EFTIR lokaverkefni :-)

Þú færð full meðmæli hjá mér sko :-) ertu búin að hringja?

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 22.4.2008 kl. 17:35

13 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Flott að það skuli ganga svona vel hjá ykkur. hlustaði á viðtalið við þig á rás 2 það var mjög gott  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:15

14 identicon

Sæl Kristín mín !

Frábært að heyra hvað Ragnari og ykkur gengur vel

Langar til að benda ykkur á kynningu á Lundi, sjá:

http://www.barnaland.is/barn/68968/vefbok/

Gangi ykkur svo áfram vel

Bestu kveðjur

"Mamma" 

"Mamma" (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:33

15 Smámynd: Anna Guðný

Ég er alls vön að sitja og hlusta með fullri athygli á útvarp. En ef sérstakri ástæðu sat ég í bílnum í gær og eftir dóttur minni. Gat því hlustað og rosalega var þetta flott viðtal. Ég á sjálf dóttur sem er 13. ára. Allt í góðu þar en samt gott að vita fyrirfram hvað maður á gera ef......

Takk fyrir þetta.

kveðja frá Akureyri

Anna Guðný , 23.4.2008 kl. 12:38

16 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frábær grein hjá þér og von í að sonurinn finni friðinn og segi við sig sjálfan verði þinn vilji og feti það einn dag í einu.Fyrir mörgum árum var ég í meðferð og notaði þetta,ég fékk aldrei heimsókn og var eins og öllum væri sama hvar ég var líf eða liðinn,það eru 22.ár síðan og bein braut.Ég gef honum góðar hugsanir.

Guðjón H Finnbogason, 23.4.2008 kl. 13:23

17 identicon

Nú skil ég kveðjuna með nuddið:))  Gott að þú og þínir eru að njóta góðra tíma.

Diana (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:40

18 identicon

Sæl Kristín og Gleðilegt sumar ég er viss um að það verður það ..... Æðislegt að lesa hvað Ragnari gengur vel og að hann er að gera góða hluti, kannski maður eigi eftir að fá kaffi hjá honum í sumar ef maður verður á ferðinni.........en ég frétti af þvi að þú og mamma hefðuð loksins hisst en svona óvænt en gaman að þið þekkið nú hvor aðra í sjón.  Hérna hjá okkur í eyjunni grænu er allt gott að frétta sólin skín nánast eins og á Spáni held að ég hafi óvart opnað töskuna með sólinni í  en það er bara betra hún verður hérna þegar þú og Guðrún komið í sumar !!!

Kærleikskveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband