Hvað sem verður, hvað sem verður......

hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér. Þessi setning úr lagi eftir Bubba hljómar innra með mér eftir að hafa heimsótt hann Ragnar minn í dag.

Hann var bæði glaður og óttaslegin.... glaður með þau skref sem hann er að stíga hjá Götusmiðjunni, skref til meiri ábyrgðar. Ég fann það strax og ég kom að honum lá eitthvað á hjarta, svo kom það. Mamma ég þarf að segja þér svolítið: Ég er búin að fá bréf um að ég eigi að mæta í fangelsi.....ég á að mæta og hefja afplánun 5.mai í hegningahúsinu.

Eitthvað sem ég er búin að bíða eftir en samt svo vont þegar það kemur.....ég veit að þau í Götusmiðjunni munu reyna allt hvað þau geta til að styðja hann í því að fá afplánun á dómnum á þeim stað sem er uppbyggilegur fyrir hann.

Hann var svartsýnn og smeikur við að nú færi hann austur á litla hraun....þá ætti hann ekki séns á að halda áfram á sinni edrúgöngu.

Mér fannst sárt að hugsa um að hann yrði tekinn úr uppbyggilegu umhverfi og settur á bak við lás og slá þar sem uppbyggingin er lítil sem engin. Æ já það er vont en ég get engu breytt aðeins beðið um að lausn komi sem er góð.

Skrýtið hvernig eitthvað sem maður á von á slær mann út af laginu. Kemur við hjarta manns og sársaukinn við óttan um að missa hann enn eina ferðina tekur völdin um stund.

Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.....

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

oh nú verð ég bara reið! drengurinn er að vinna vel í sínum málum og er svo kallaður inn í fangelsi, aaarg! mér er bara aleg sama þó hann hafi lagt inn fyrir því, mér finnst að það megi gefa sjens þear er verið að vinna svona vel og heiðarlega í sjálfum sér, byggja upp nýtt líf, það mætti þá láta þetta hanga yfir höfðinu á fólki, þannig ef það fellur ja þá er það bara beint inn. Mér finnst þetta alltaf koma eins og hegning fyrir að vera að koma sér á réttan kjöl.

Já og ég veit, fólk á að taka afleiðingum gjörða sinna, en........

Kristín mín, þið verðið í bænum mínum þið Ragnar

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.4.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vissulega á fólk að bæta fyrir misgjörðir sínar. Þegar einhver er að vinna í að snúa blaðinu við og verða betri samfélagsþegn á að taka tilit til þess að mínu mati. Fangelsi eru ekki uppbyggilegur staður. Takk fyrir að setja okkur í bænirnar þínar

Kristín Snorradóttir, 13.4.2008 kl. 17:26

3 identicon

Stína, það er möguleiki á að hann fái að sinna samfélagsþjónustu eða fái að vera áfram í Götusmiðjunni. En það verður að sækja fast eftir því við fangelsisstofnun. Sendu þeim bréf og fáðu Mumma til þess líka. Ef hann yrði sendur á Hraunið er öll hans vinna í sjálfum sér til ónýtis. Sem betur fer kemur það fyrir að þeir eru mannlegir þar.

.....kjark til að breyta því sem ég get breytt............ 

Knús á þig mín kæra

Kidda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:34

4 identicon

Hæ elskuleg,

kíktu á mailið þitt!

knús

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:19

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

ohhh þetta er erfið staða.   Ég vona svo innilega að hann fái að sitja sinn dóm í Götusmiðjunni og halda áfram sinni batabraut þar...

knús á ykkur

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:49

6 identicon

Ótrúlegustu fíklar hafa náð að vera edrú þó þeir hafi komið við á Hrauninu...

Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki:) Megi Guðs vilji ná fram að ganga í þessu máli. 

Díana (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:47

7 identicon

... vit til að greina þar á milli...

Díana (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:50

8 Smámynd: Ragnheiður

Æj fjandans...fjandans....ég get ekki skrifað

Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 21:34

9 identicon

Guð gefi að allt fari vel.

Ég trúi því og vona að Ragnar Már fái að vera áfram á Götusmiðjunni,þeim yndislega stað.

TRÚ VON OG KÆRLEIKUR

Kærleikskveðjur

GUÐRÚN

Sem að hélt að hún væri fallin og er hætt að vera svona vond við sjálfa sig og hætt að hugsa um álit annara.

Svo er ég líka bara mannleg

Love you 4

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:41

10 identicon

Elsku Kristín.....já það er ótrúlegt hvað hlutirnir geta slegið mann útaf laginu........og hlutir sem maður á alltaf von á koma manni sífellt á óvart aftur og aftur.  Vona svo sannalega að Ragnar fái að klára þetta allt á þeim stað sem hann er núna......hann þarf á því að halda .....

Sendi hlýjar hugsanir til ykkar héðan úr paradís ......

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:43

11 Smámynd: Helga skjol

Vildi bara senda þér og fjölskyldu þinni knús og mun hafa ykkur í mínum bænum að Ragnar fái að klára sinn dóm þar sem hann er í dag

Bænaknús á þig og alla þína

Helga skjol, 14.4.2008 kl. 06:51

12 identicon

Vona svo innilega að drengurinn þinn geti haldið áfram sinni göngu.. æi er svona ekki bara tíbískt.. en hef trú á því að allt bjargist og verði bjartari og bjartari með komu sólarinnar og sumarsins:) GÆS

Já og megi Guð gefa okkur æðruleysi..

Knús

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:13

13 Smámynd: Inga María

Þetta er ekki gott mál...en ekki gefa neitt eftir við Fangelsismálastofnun..einhverjir þar verða nú að fara að vakna þar upp og gera e-ð varðandi unga fíkla...fíkla sem hafa vilja til að breyta og eru á réttu brautinni í dag!  Kveðja

Inga María, 14.4.2008 kl. 08:28

14 Smámynd: Huldabeib

Knús og kvitt Hvað sem verður verðuru að vona og trúa...

Huldabeib, 14.4.2008 kl. 09:16

15 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:13

16 identicon

Maddý (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband