Rolling stones....

Litli bróðir minn sem er nú reyndar töluvert stærri en ég LoL var svo sætur að bjóða mér með sér á forsýningu. Myndin um Rolling stones...sem er og verður ávalt uppáhalds grúbban mín. Það var bara geggjað á myndinni....gömlu jaxlarnir alltaf samir við sig...Jagger reyndar ekki alveg jafn sprettharður á sviðinu og í gamla daga en bara töfff...like always

Nú erum við sistkynin alveg veik...langar að skreppa á tónleika með goðunum áður en þeir hrökkva upp af.....hummmm... merkilegt hvað þessir karlar lifa. Sko miðað við lifnaðin á þeim...margir góðir brandarar í myndinn um efnahvörf þeirra LoL Þannig að nú er planið að ég æsi upp í litla bróðir og hann mér og makarnir okkar klóra sér í hausnum þar sem þetta kostar náttúrulega einhvern slatta Whistling en við heppin að því leitinu til að makar okkar hafa engan áhuga á grúbbunni... heilmikill sparnaður það Cool

Annars er dagurinn búin að vera í takt við birtuna sem er úti, sólskin í hverju horni. Gleðin við völd og endurnæring í gangi..... mín nefnilega búin að vera ansi þreytt undanfarið enda á brjálaðri keyrslu. En með ábendingum frá öðrum hefur mér tekist að slaka á kröfunum í eigin garð og gefa mér pláss til að næra sálina og hlaða batteríin.

Ragnar minn hringdi.... meira hvað hann er mömmusjúkur þessa vikuna Smile þriðja símtalið á þremur dögum. Hann var hress vildi vita hvaða ákvörðun mamma hefði tekið varðandi ákveðið mál. Mamman upplýsti hann um það og þar við sat. Mamman kemur á sunnudag að heimsækjan svo hann var bara kátur.

Mín kæra mágkona hefur aðeins kvartað undan því að ég standi mig ekki í blogginu þessa dagana.....svo tileinka henni þetta blogg.... hún þarf jú að horfa á eftir honum bróður mínum yfir hafið með systur sinni á tónleika með Stones LoL

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 11.4.2008 kl. 21:30

2 identicon

Jahá!

Agnes (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 13:05

3 identicon

Gott að þú skemmtir þér vel kæra vinkona.

Ég skemmti mér líka vel með unganum mínum,fullt hús og tóm hamingja.

Góða ferð austur á morgun.

Love you 3

Kærleikskveðjur

Guðrún

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Kær kveðja til þín

Þóra Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 00:03

5 identicon

Hæ Stína mín lýst bara frábærlega á að þú skellir þér á Stones! Fáðu Baldvin bara til að halda tombólu hjá Bónus upp í kostnað Þú ert frábær, knús.

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:03

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband