Dóttirinn og sonurinn...

Dagurinn byrjaði á því að skutlast með dótturina út á læknavakt! Mín með undarleg útbrot í andliti og kláða í þeim. Komum á læknavaktina og á móti okkur tók ónefndur læknir.... sem við höfum nú ekki góða reynslu af.... og reyndist heimsóknin til hans í dag ákaflega tilgangslaus, þar sem hann sagði bara einhver flott orð á læknamáli en vissi ekkert hvað var í gangi með dömuna....Svo stefnt er á að komast til alvöru læknis á morgun.

brenndi austur fyrir fjall að heimsækja Ragnar minn. Við áttum góðan dag saman Smile Hann tró mömmu sína í þythokkí á nýja þythokkíborðinu....að sjálfsögðu vann hann og honum til mikillar gleði tókst kellunni að skora sjálfsmark og það tvisvar. Að loknum leik í þythokkí tók við einn billjard og þar rúllaði hann lellunni upp aftur....að því loknu var keppt í fótbolta með nýja fótboltaspilinu og ekki batnaði leikaðferð móðurinnar svo hann hafði sigurinn vísan rétt einu sinniBlush spurning að ég fari að æfa þetta allt saman....hummm

En undir lok heimsóknar tókum við í gamaldags spilastokk...spiluðum kasínu og mamman rúllaði syninum upp Cool 

Það var bjart og gott yfir honum syni mínum í dag og það þótti mér gott. Ég sagði við hann að það væri yndislegt að upplifa þessa ró aftur. Við ræddum heima og geima og kvöddumst svo brosandi og sátt.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að lesa þessa færslu, þrátt fyrir töpin þín.

Minn eldri fékk einu sinni einhver útbrot og við vorum heppin þegar við kölluðum til næturlækni að það var Helgi Valdimarsson sem kom, sonurinn var nefnilega ekki með einhverja af þessum barnapestum heldur með ofnæmi fyrir sulfalyfjum.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:00

2 identicon

Yndislegt að lesa hversu stráksa gengur vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Yndislegt að heyra, ég vissi að hann kæmist í jafnvægi aftur :-)

knús og kram

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 18:46

4 Smámynd: Helga skjol

Æðislegt að hann sé að ná jafnvægi og góður á því að rúlla mömmu sinni upp í nánast öllum leikjum knús á þig og þína

Helga skjol, 6.4.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.4.2008 kl. 00:11

6 identicon

Gott að allt gekk vel.

Ásta frænka (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:20

7 identicon

sendi kærleikskveðjur

Sesselja

Sesselja H. Jensdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:44

8 Smámynd: Huldabeib

Yndislegt að heyra hvað hann er í góðum gír (og líka hvað það er að smita móðurina)

Huldabeib, 7.4.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Kveðja, Lovísa. 

Lovísa , 9.4.2008 kl. 11:16

10 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband