Eilítið um mörk.

Eitt af því sem ég hef lært er að setja fíklinum mínum mörk! Það var ekki auðvelt og sennilega eitt af því sem tók mig lengstan tíma að ná árangri í. Fyrst um sinn gat ég sett honum mörk í nokkra daga svo smá lengdist það....ég náði því að setja honum mörk þegar hann var í neyslu. Lengstan tíma tók það mig að læra að setja honum mörk á meðan hann var í meðferð. En að lkum lærði ég það......og ég þarf að vanda mig alla dag við að hleypa honum ekki yfir mín mörk.

Ragnar er ekki sá auðveldasti þegar kemur að því að setja mörk. ó nei hann reynir og reynir og beitir öllum tiltækum ráðum. Svo ég veit að það er mjög erfitt að halda mörk gagnvart honum en með staðfastri vinnu og leiðsögn hefur mér tekist það Smile 

Hann hefur oft talað um það hvernig hann hafi tekið stjórnina þegar hann er í meðferð. Fengið ráðgjafana sína til að sitja og standa eins og honum hentar.... fengið svigrúm frá reglum með því að setja upp hvolpaaugu....hringt alveg endalaust og svo framvegis.

Ég er svo ánægð með reglurnar á Brúarholti. Ekkert nammi, einn símatími í viku... Ég tel að það hjálpi mínum manni að hafa reglur því í hvert sinn sem hann kemst upp með að sveigja reglur þá magnast upp í honum óheiðarleikinn og óheiðarleikinn er einmitt það sem gerir mínum manni svo erfitt fyrir með að ná árangri!

Þannig að ég hvet alla sem eru í samskiptum við fíkla að halda mörkin og þannig sýna fíklinum þann kærleika sem hann þarf á að halda.

Ragnar minn var að hringja og það var ágætt hljóð í honum. Hann hlakkar til að sjá mömmu sína á morgun Smile en honum vantaði líka númerið hjá Fanney vinkonu sinni svo hann gæti hringt í hana og óskað henni til hamingju með daginn í dag.

Hafið það gott kæru vinir.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð austur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Ragnheiður

Já góða ferð austur. Knús á þig

Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 22:53

3 identicon

Vona að morgundagurinn verði ánægjulegur.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gott að allt gangi vel  knús á ykkur

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 06:48

5 identicon

Góða ferð austur í dag, svei mér Stína ef það er ekki aðeins smá von um vor :) Þetta gula sem gægist hér inn um gluggann er eitthvað að reyna að segja mér!

Eigðu góðan dag, heyrumst síðar,

knús

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 08:30

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er gott að hafa einhver mörk, og enn betra að fylgja þeim eftir, gangi þér vel í sveitinni

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 08:50

7 identicon

Mörk!! Til hvers að setja upp mörk sem ekki er fylgt eftir? Eða reglur sem ekki er fylgt eftir?

Já það væri gaman að skirfa grein eða fyrirlestur um það

Ég hef þurft að læra mín mörk gagnvart mér sjálfri og komst þá að því að ég hafði ítrekað vaðið yfir mín eigin mörk. Það hefur verið mér mjög dýrmætt að læra að þekkja mín mörk og passa uppá þau.

Ég er algerlega sammála þér að að er mikill kærleikur í því að setja mörk og halda þau 

Díana (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 09:05

8 Smámynd: Helga skjol

Góða ferð austur,knús á þig og þína inní daginn

Helga skjol, 6.4.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband