Mannleg og bara mannleg!

Bara kominn föstudagur....Vá hvað þessi vika hefur liðið hratt!

Það er búið að vera mikið að gera hjá minni....hummm... eiginlega bara búin að vera eins og formúlubíll á þeytingi alla vikuna. En það er líka búið að vera gaman, vettvangsnámið er frábært og mjög margt þar sem heillar mig. Eins og ég hef löngum sagt og margir undra sig á UNGLINGAR ERU FRÁBÆRT FÓLK....

Ég sem hélt að ég yrði á einhverju afslöppunarróli á meðan á vettvangi stæði..hehehe... nei aldeilis ekki. Ragnar minn er á sínum stað blessaður ég fer að heimsækja hann á sunnudaginn og vona svo sannarlega að hann verði þokkalega hress. Ég var bara dauðþreytt eftir okkar síðasta samtal...... þá var dálítið af mínum gamla félaga fíklinum alsráðandi og það er bara þannig að þegar stemmingin er þannig tekur á að eiga samskipti.

Ég hef svo sem lært mikið og stend mig vel í samskiptum við minn mann en ég er víst mannleg og verð þess vegna þreytt Wink Smá útskýring með þessu síðasta: ég hef nefnilega ekki alltaf gert mér grein fyrir því að ég er mannleg....hehehe...hér í eina tíð, endur fyrir löngu var ekkert ég endurtek EKKERT sem var mér ómugulegt að ráða við. Í þá daga var hnefinn svo saman krepptur öllum stundum og reiði, sársauki og ótti voru helstu vinir mínirAngry

Whistling vá hvað´ég er fegin að vera búin að kveðja þá konu... en að sama skapi er ég henni þakklát þar sem hún er mér stöðug áminning um að halda áfram í áttina að enn betri konu.

Jæja gott fólk...góða helgi, endilega njótið hennar.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

að vera mannlegur, það er svo gott að gera sér grein fyrir því og líka að það er allt í lagi að vera mannlegur og gera mistök, en þú ert yndisleg mannvera Kristín

Frábært að starfsnámið gengur vel hjá þér, enda ekki við öðru að búast, eigðu góða helgi

Hildur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:31

2 identicon

Takk fyrir hlýja samúðarkveðju Kristín mín.

Ég man þá daga þegar ég gerði þessa merku uppgötvun fyrir mig að ég væri mannleg
Oft hef ég líka þurft að kljást við hroka minn þegar ég hef gert þær kröfur til mín að ég sé bara hreint ekki mannleg

Til hamingju með þig KONA ... ég mæli með þessarri speki:
"Að vera sú sem þú ert er nauðsynlegt þrep til þess að þú getir orðið sú sem þú munt verða"  Þetta er svona næstum orðrétt eftir Emmanúel.

Díana (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:16

3 identicon

Góða helgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:37

4 identicon

Hæ skvís.Minn kíkti aðeins í gærkvöld,búið að henda þeim vinum út,vinurinn kominn inn á Vog,ekki minn Fór í verri félagsskap í staðinn Var að biðja mig um að panta leigulistann fyrir sig ? Er það góð hugmynd? Ég er hins vegar til í að skutla honum í meðferð En menn eru ekki að viðurkenna það,að þeir þurfi á því að halda.

Þannig að mín svaf hálf illa í nótt og er ekki  sátt,en alltaf að reyna að sleppa.

Love you 2

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:48

5 identicon

Þú ert alveg yndislegur orkubolti... en sem Thank god þá ertu líka mannleg. Gangi þér vel á sunnudaginn fyrir austan.  Ég er að fara að halda fermingarveisluna nk sunnudag, en mun hugsa til þín þegar ég fer austur í kirkjuna. 

Og ef Guðrún H kíkir aftur á comment.. ég sendi þér góða strauma og kærleiks-knús.

Sjáumst eftir nokkra daga.

Birgitta Birkisd. (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 18:37

6 identicon

Hæ mín kæra,

Unglingar eru skemmtilegt fólk, þar erum við sammála!

knús til þín og þinna:)

Ofurskutlan

ps. Sonur vor er góður:):):)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:09

7 Smámynd: Huldabeib

Innlitskvitt að austan... hjúkket að þú sért mannleg líka

Huldabeib, 4.4.2008 kl. 22:02

8 identicon

Sem betur fer Stína mín þá ertu mannleg, því annars gætir þú ekki verið svona yndisleg mannvera, með yndislega nærveru.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband