Það er vindasamt á suðurlandi....Ragnar minn hringdi og var frekar þungur í skapi og óróleikinn sagði til sín. Það er greinilegt að nú er tími innri átaka hjá mínum manni. Hann er orðin þreyttur og leiður á tilbreytingarleysinu...segir hann...nú svo er ómugulegt að fá ekki músik....og mann er nú hér um bil búin með 15. vikur....sem er náttúrulega heil eilífð og svo var eitt og annað ekki alveg að virka eins og hann vildi.....
Mamman þótti heldur leiðinleg þegar hún benti á að eftir langa og stranga dópgöngu þá einfaldlega þyrfti maður langa og stranga meðferð! Ekki varð ég neitt mikið skemmtilegri þegar ég talaði um að þetta væri nú allt í hans höndum og hans væri að þyggja stuðning og leiðsögn.
Ég hef stundum líkt því við rússneska rúlletu að vera móðir fíkils þegar fíkillin er úti á götu. Þá veit maður aldrei hvað kemur næst, hvort hann lifir eða deyr og svo framvegis... Það má svo sem segja að þegar hann er í meðferð er þetta vægari rúlletta... maður veit aldrei hvernig hann er stemdur. Eftir svona símtal er ég alltaf þreytt.... finn hvernig orkan við að halda mér við minn nafla og láta hann um sinn tekur frá mér alla orku... en ég er að standa með mér og styðja hann á þann hátt sem honum er fyrir bestu. Hann veit og er ávalt mynntur á það að hann er elskaður og betra líf í boði. Hann þarf bara rétt eins og aðrir að hafa fyrir því að skapa sér það.
Njótið lífsins.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel orðað hjá þér.Guð blessi ykkur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:38
Vona virkilega að hann sonur þinn haldi þetta út...farðu þú vel með þig!
Inga María, 2.4.2008 kl. 19:44
Æi,þetta er ekki auðvelt mín kæra. En það er einmitt þetta úthaldsleysi sem er svo erfitt að eiga við hjá þessum elskum.
Kemur dagur eftir þennan dag og þá verður nú staðan vonandi önnur:)
knús til þin og þinna!
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:53
æii vona að hann komist yfir þennan hjalla eins og hina sem hann hefur sigrað. knús og kram
kv Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:40
Þú ert svo æðisleg,alltaf með réttu svörin við öllu.. eftir langa og stranga dópneyslu þarf langa og stranga meðferð.mikið rétt,en ég er ekki viss um að ég hefði verið tilbúin með þetta svar,þegar ég verð hrædd og kvíðin,þá bara lokast ég,en þá er gott að geta hringt í trúnó og svona frábæra vinkonu eins og þig og fengið ráð.Farðu á hnén elsku vinkona og við biðjum fyrir Ragnari og hans meðferð.
love you
Guðrún
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:43
Stapp stapp í stálið þitt og knús á Ragnar og krakkana uppí Götusmiðju, Nú er ap koma vor þar uppfrá og allt verður svo miklu léttara :-)
Gangi ykkur EXTRA vel og muna að setja eins og kíló bjartsýni og gleði í uppskriftina :-)))
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 01:30
Þetta hefur vonandi bara verið einn af þessum dögum. Hann verður léttari á morgun... En haltu áfram að vera sterk. Knús
Huldabeib, 3.4.2008 kl. 10:29
Þú ert svo sterk og dugleg í þessarri þrautargöngu, en vonandi að næsti dagur verði betri hjá Ragnari.......
Knús Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:52
Saknaði þín mikið í gærkvöldi en var mjög stolt af sjálfri mér.
Ragnar fer nú vonandi að komast yfir þetta erfiðleikatimabil.
Knús á ykkur öll
Kidda (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:18
vonandi birtir til hjá Ragnari núna eins og um daginn. Ég kveiki á kerti fyrir ykkur mæðgin og bið fyrir ykkur vinan. Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.4.2008 kl. 12:43
Gangi þér vel og syni þínum : )
kveðja Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.