Hraðferð.

Helginn búinn! Vá þessi svakalegi hraði sem hefur einkennt síðustu daga... en samt hefur innan hraðans fundist stund og stund til að lygna aftur augum og hlaða batteríin Smile

Var í flutningum á Laugardag já það var frábært að fá að taka þátt í að flytja Foreldrahús í nýtt og bjart húsnæði. Ég hef verið svo lánsöm að fá svo mikið frá þeim sem þar starfa af lífi og sál að fyrir mig er heiður að fá að taka til hendinni og flytja innanstokksmuni. Svo til hamingju allir foreldrar, fíklar og aðstandendur nær og fjær með vaxandi starfsemi þar!

Eftir flutningana á Laugardag var mál að sækja sér indíána og skella sér í bað eftir þaim hundakúnstum sem fylgja góðu indíánabaði, átti svo notó letikvöld með mínum yngsta þar sem heimasætan var í afmæli, en hún kom heim kl.22 og tók þá þátt í því að vera sófadýr með okkur hinum.

Sunnudaginn brenndum við austur og kíktum á gripin okkar þar. Hann var öllu léttari og heimsóknin var mjög góð. Spjölluðum mikið og hann og systir hans tóku sig til og fífluðust slatta hvort í öðru...bara notó það...

Eftir heimsóknina renndum við heim og allir skelltu sér í sitt fínasta púss og í fermingu fór hersinginn. Þar var alveg svakalega góður matur svo allir komu heim að fermingu lokinni pakksaddir kl 21.30

Svo var farið á fullt span í dag út af heimilinu 8 í morgun og heim var ég kominn 12. tímum seinna...

Svo nú er bara að lygna aftur augunum og hlusta á kyrrðina og láta sig hlakka til næsta dags.

Hafið það gott.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Hafðu það gott elsku skvís og takk kærlega fyrir skvísuna mína :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: M

Björt og skemmtileg helgi að heyra

M, 31.3.2008 kl. 22:22

3 identicon

Þú og þitt indjánabað....., fór sko og tók slökun á 5mín í baði áðan hah var einhver að tala um hraðferð?

knús á þig:)

ofurskutlan

ps. hvernig gengur prjónaskapurinn?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:54

4 identicon

Gott að heyra, allt í lukkunnar velstandi hjá ykkur í dag :-) Frábært að heyra að Ragnari líður vel :-) Hvað er málið með "indjánann" Hvar fæ ég svona "indjána" í baðið ? Hljómar spennó ;-)

Góða nótt Kristín mín

"Mamma" 

"Mamma" (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:44

5 identicon

Hæ Stína mín, frábært að heyra að Ragnari leið vel, vona að skottið mitt hafi verið í góðum gír líka. Takk fyrir samveruna á laugardaginn, farðu vel með þig.

Beta Markúsar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 01:09

6 identicon

Frábært að þú áttir góða helgi með fjölskyldunni þinni og að honum Ragnari líði betur

Hildur (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:14

7 identicon

Knús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband