Mamma ég vildi bara láta þig vita!

Ragnar hringdi aftur.... spurði mömmu sína hvað hún segði gott? mamman svaraði allt gott vinur, en þú?  R:Ég segi allt gott. M:Gott að heyra það er betri stemming í þér í dag en í gær. R:Já ráðgjafinn minn hringdi í gær og ég átti hevy gott samtal við hana, hún sagði bara allt sem ég þurfti að heyra, hún er besti ráðgjafi í heimi. M:Gott vinur mikið er ég ánægð að heyra í þér.....R:Já ég vildi bara hringja og láta þig vita að ég segði allt gott, kemurðu ekki pottþétt á sunnudaginn?.... M:jú það geri ég, Takk fyrir að hringja og leyfa mér að heyra að þú ert á betri stað.

Tárinn trilluðu niður kinnar mínar að símtali loknu... gleðitár. Drengurinn minn sem hefur dansað svo lengi við dauðan er sáttur í dag og líður vel. Svo þakklát almættinu fyrir að svara bænum mínum.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábærar fréttir elsku Kristín

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

það er sko fleiri tár sem streima við þessa lesningu það er gaman að sjá hvað þú stendur vel með syni þínum ef allar mæður í þessum vanda væru eins og þú væri heimurinn mikið betri gangi þér vel

Dísa Gunnlaugsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:42

3 identicon

Hæ elsku Stína mín, vá þvílíkur léttir að lesa þessar fréttir, ég brosi hringinn

Knús til ykkar

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:10

4 identicon

Frábært.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:21

5 identicon

Bestu fréttir sem ég hef fengið lengi.

Knús á ykkur öll

Kidda (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Helga skjol

Yndislegt að lesa þetta.

Knús á þig og þína fjölskyldu.

Helga skjol, 29.3.2008 kl. 09:23

7 identicon

jebb, mín kæra!

Hvernig var þetta aftur, tvö skref áfram og eitt aftur á bak!

knús

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:51

8 identicon

Æðislegt að heyra
Það er svo æðislegt fólk sem vinnur á Götusmiðjunni....
Veit að Svanur minn er mjög hrifinn af staffinu þar.

Kveðja
Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

GEGJAÐAR FRETTIR SNÚLLA..

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: doddý

kæra kristín

gangi þer allt í haginn - kv doddý

doddý, 29.3.2008 kl. 18:20

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara frábært !

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.3.2008 kl. 18:27

12 Smámynd: Binnan

sá drenginn í gær, spurði hann hvort hann væri nokkuð að valda móður sinni óþarfa áhyggjum. Hann varð smá vandræðalegur á svip. ;)

en hann var í góðum gír, kátur og hress! :)

Binnan, 29.3.2008 kl. 21:57

13 identicon

Góðan daginn!

Kristín, þín framganga í samskiptum við son þinn er mér til mikillar fyrirmyndar, ég drekk í mig allt sem þú skrifar og reyni að festa það í gagnabankann minn!

Takk fyrir að skrifa og takk fyrir að leyfa mér að lesa það sem þú skrifar.

Fékk tár í augun við nýjustu færsluna!

Knús

Sigrún 

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:28

14 identicon

Vá ég fékk tár og gæsahúð við að lesa, en það er frábært að hann Ragnar þinn sé komin á rétta braut á ný, eigi þið yndislegan dag í dag              kiss og knús frá mér til þín Kristín

Kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 17:25

15 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gott að heyra, vonandi var heimsóknin í dag góð :-) 

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 31.3.2008 kl. 01:18

16 Smámynd: Huldabeib

Yndislegt að heyra að hann sé að öðlast sátt, vildi bara kvitta fyrir mig og gefa þér knús!!

Huldabeib, 31.3.2008 kl. 12:38

17 Smámynd: M

M, 31.3.2008 kl. 12:40

18 identicon

Vildi bara minna þig á hvað mér þykir vænt um þig,vona að það hafi gengið vel á nýja staðnum í foreldrahúsum í dag.

love you

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:39

19 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Love you to...Það var æði á nýja staðnum

Kristín Snorradóttir, 31.3.2008 kl. 21:53

20 Smámynd: Dísaskvísa

Ég verð alltaf svo viðkvæm þegar ég les færslurnar um þig og son þinn- mér finnst samt svo glæsilegt hvernig þér gengur með samskiptin við hann. 

Hafðu það gott og farðu vel með þig.

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband