Innsæi mitt er ekki svo vitlaust, þó ég eigi stundum erfitt með að hlusta á það!
Símtalið kom á áðan....mamma má ég ekki bara koma heim? Ragnar minn farinn að hugsa út fyrir staðinn......nei elskan það er ekki tímabært. Mamman stendur með sér.....en hvað var ég lengi á geðdeildinni? Ragnar að reikna...... í viku vinur...mamma að bíða eftir hvaða bragð er í gangi núna! sko ég er búin að vera edrú í 14.vikur af hverju má ég ekki koma heim, þú ert búin að segja að þú hafir trú á mér núna.....Ragnar að ýta á tilfinningatakka.....ég hef trú á þér vinur en mitt innsæi segir mér að það sé ekki tímabært að þú ljúkir meðferð og ég vill ekki taka þig heim til þess eins að þurfa að gera það sem mér þykir erfiðast og sárast í lífinu. Að vísa þér út á götu og vita ekki hvort þú lifir á morgun eða bara næsta klukkutíman....En ef ég bara fer á samkomur og fundi alveg geðveikt?....Ragnar aðeins að tékka þetta út, mamma vill heyra þetta......Nei vinur þú þarft fyrst að gefast alveg upp í meðferðinni og leifa ráðgjöfunum að leiða þig. Þannig öðlastu styrk til að vera í bænum og stunda fundi. En ráðgjafinn minn hefur ekki verið á staðnum í heila öld....Ragnar hækkaði rómin lítilega. Ég veit að hún hefur verið veik en hún er örugglega til í að eiga við þig símaviðtal, ég skal biðja hana um það ef þú vilt. Já ok.
Símtalið gekk eitthvað lengra.... sendi ráðgjafanum hans sms og fékk frá henni til baka að hún myndi hringja....þakkaði henni fyrir og fékk sent knús til baka frá henni.
Fann svo bara hvernig tárin streymdu og sorgin lagðist yfir mig, óttin við að senn kæmi að rússnesku rúllettunni sem ég þekki svo vel.....bað guð um æðruleysi....fann þakklætið koma inn. þakklæti yfir því frábæra fólki sem hefur leitt mig þessa leið. Þakklæti fyrir manninn minn og börnin tvö sem heima eru. Þakklæti fyrir þann styrk sem ég bý yfir, að geta staðið á mínu og sagt nei en á sama tíma látið hann Ragnar vita að ég elska hann.
Eigið góðar stundir.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ótrúlega sterk kona! Vonandi gengur þetta upp hjá syninum! Baráttukveðjur, Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:17
úff þetta hlýtur að vera svo erfitt, en þú ert sterk að gefa ekki eftir. Vonandi gengur þetta upp hjá Ragnari. Sendi honum fallegar hugsanir og styrk- líka til þín!
Kv. Bifrastarblondinan
Dísaskvísa, 27.3.2008 kl. 17:42
Guð og góðar vættir hjálpi þér/ykkur í gegnum þetta. Þú ert kletturinn og verður það áfram.
Gangi ykkur sem allra best !!!
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:49
Æj vonandi tollir hann þarna samt og klárar sitt prógramm. Mamma hans greinilega ekki svo slæm í innsæinu.
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 17:56
sendi hér knúúúús og styrk til þin
Krista (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:29
Elsku snúllan mín þú stóðst þig vel í þessu símtali..Ragnar má ekki gefast upp og fara núna..Því núna er þetta að byrja hjá honum..að takast á við alt..koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 21:18
Þetta var erfitt að lesa. En vonandi sér hann að sér og klárar dæmið. Ég dáist að því hve sterk þú ert Stína mín.
Risaknús til ykkar allra
Kidda (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:19
Þarna gerðir þú honum stóran greiða sem hann á vonandi eftir að koma auga á seinna. Knús til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:28
hef verið í þínum sporum.Þú ert svo ótrúlega duglegGuð blessi ykkur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:29
Vá,nú klöknaði mín
En þú gerðir hárrétt,vona að Guðbjörg hafi náð að snúa honum.
Já,ég held að við eigum að vera duglegri að hlusta á innsæið okkar,annars er líka Díana dugleg að benda okkur á
Vona að allt fari vel
love you
Guðrún
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:48
Elsku Stína. Hugsa til ykkar. Hvað Ragnar er heppinn að eiga mömmu sem er svona heilbrigð. Hann veit að þetta er rétt hjá þér:) Risaknús Klara.
Klara (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:12
ufff þetta er erviður heimur og ekki síst fyrir okkur sem stöndum fíklonum sem næst en að segja nei er góð gjöf fyrir fíkla ekki í þeim töluðu orðum kannski en seinna meir er það góð gjöf gangi þér vel emð þetta og haltu áfram að vera sterk þó það sé ervitt
Dísa Gunnlaugsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:17
Kall greijið vonandi tekst honum að klára þetta.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.3.2008 kl. 06:41
æ hvað ég vona að honum takist þetta. Þú ert greinilega mjög sterk kona og stendur þig eins og hetja þrátt fyrir að þetta sé greinilega virkilega erfitt allt saman.
Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og vernda
Dísa Dóra, 28.3.2008 kl. 09:19
Góðan daginn Krístín mín (kannski full sterkt til orða tekið en þú veist hvað ég meina!)
Mínar jákvæðu hugsanir eru hjá þér, sonur þinn er heppinn að eiga mömmu sem er komin svona lagt í sínum þroska.
Gangi ykkur sem allra best.
Bkv.
Sigrún
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:12
Elsku Stína mín! Ég sendi ykkur allar fallegar hugsanir sem ég á. Ragnar þinn á ótrúlega mömmu , gleymdu því aldrei hversu einstök þú ert. Ég græt með þér núna en brosi líka með þér þegar góðir tímar eru, og vittu til góðu tímarnir koma aftur! Haltu áfram að standa með sjálfri þér, þú yndislega kona. Risa faðmlag.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:00
þú ert ótrúleg kona! einhver hefði guggnað.
Þetta er auðvitað það eina rétta, sendi kærleik og ljós til ykkar Kristín mín
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.3.2008 kl. 15:13
Úffff ég varð klökk þegar ég las þetta, ég dáist af þér fyrir að geta þetta, verið svona sterk... Við börnin vitum hvar veiku takkarnir eru á ykkur foreldrunum og notum okkur það án þessa að vita það held ég. Þú ert alveg yndisleg kona Kristín og ég er endalaust þakklát fyrir að þekkja þig.
Eigðu góða helgi... kiss og knús
Hildur (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:19
hann getur ætlar og skal.. góði guð plís..
Það var það fyrsta þegar að gæsahúðin kom við það að lesa áfram eftir blogginu þínu..Ég varð pínu hrædd. Átti samtal við móður fíkils sem að ég hef minnst á við þig áður núna í vikunni. Sýndi henni bloggið þitt, comment mín og svar þitt til mín. Held að henni hafi hlýnað um hjartarætur, því að ég gleymi ekki því þegar að þú sagðir sögu þína /ykkar í vikunni sagði hún "kannast við svo margt sem þessi kona segir" eða einhvað á þaða leið. Guð gefi prinsinum þínum styrk og vilja til að vera lengur í meðferð.. Bið fyrir ykkur í mínum bænum í kvöld.. Kristín þú ert hetja og ég held þó að ég segi svolítið. en þú hefur svo mikil áhrif með orðum þínum , orku og jákvæðni.. Eigðu góða helgi
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:34
Takk fyrir yndislegar kveðjur og mikið lof.... verð nú reyndar alltaf pínu feimin þegar einhver kallar mig hetju.... ég er bara mannleg Reyni að standa mig vel og nýt góðrar leiðsagnar og er svo lánsöm að hafa svo óendanlega mikin stuðning bæði hér í gegnum netið og utan netsins.
Kærleikskveðja og endalaust miklar þakkir.
Kristín Snorradóttir, 28.3.2008 kl. 15:41
Kristin min sendi ter styrk....stattu tig .....ef tad er einvher sem veit hvad skal gera ta ert tad tu hef mikla tru a ter.
Hlakka til ad hitta tig sem allra fyrst.
Kaerleikskvedja
Sirry
Sirry (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.