Jæja þá er ein enn ofáts törnin búin! Veit ekki alveg hvað þetta er með mig og hátíðar... mætti halda að ég sylti á milli þeirra því trúið mér ég borða eins og ég hafi aldrei fengið mat og muni aldrei aftur fá mat endalaust mörg matarboð yfirstaðinn sem er bara skemmtilegt því þeim fylgir góður félagskapur ..... eini gallinn er að ég verð afvelta á eftir!
Fór austur í gær að heimsækja hann Ragnar minn. Renndi ein þar sem bóndinn var að vinna og hinir ungarnir uppteknir við súkkulaðiát.... Að venju var afskaplega vel tekið á móti mér, enda er ég búin að hitta þau nokkur á hverjum sunnudegi í margar vikur. Upplifði óróleika í mínum manni en náði aðeins að ræða við hann og minna hann á að leita til ráðgjafa síns með alla hluti, vona að hann geri það. Hann fékk páskaegg og auðvitað var hann bara korter með það! svo mikill er hraðinn í mínum.
Fékk að upplifa yndislega stund....eiginlega eina af yndislegustu stundum lífs míns og stund sem mun ylja mér um ókomna tíð. Ung ljóshærð falleg dama kom og tók utan um mig og hrósaði mér fyrir viðtalið í vikunni. Við tókum spjalll og áttum náið og gott spjall þar sem hún sagði mér hversu mikils virði mamma hennar er henni og að hana langaði að verða eins og mamma sín ég þekki mömmu hennar og er alveg sammála henni mamma hennar er manneskja sem ég met mikils og tek undir orð dóttur hennar: það er ekki leiðum að líkjast að líkjast henni mömmu.
Önnur krúsa kom og bað mig að kasta kveðju á mömmu sína svo var önnur sem vildi endilega að ég upplýsti mömmu sína um Foreldrahús... sem og ég gerði.
Þannig að heimsóknin var mjög svo eftirmynnileg og í kærleiksanda.
Ég skilaði kveðju til hans Ragnars míns frá þér Gyða og mynnti hann á batastigan og að þú kæmir við þegar þú værir á flakki....hann brosti blítt og þótti greinilega gott að fá þessa kveðju. Um þig sagði hann: Hún Gyða er alveg heavy flott kona
Eigið góðar stundir.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að dagurinn í gær var góður, þú hefur svo góða nærveru að það er ekkert skrýtið þó svo að fólk hópist að þér
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:59
Gott, gott!
Veit er þetta ekki ótrúlegt að haga sér svona, borða þar til maður verður afvelta! Hvað er eiginlega málið? Minnir óneytanlega á hegðun sumra, segi ekki meir..... ha ha
knús á þig Stína mín
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:05
Hihi maður á að borða á sig gat á svona hátíðum
Frábært að þú áttir góða stund með Ragnaði Við sjáumst svo hressar og kátar..
Hildur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:09
Gott að heyra að þið áttuð góða stund fyrir austan, já ég veit hve gott er að vera innanum unga fólkið þar, og það sýnir hve allor hafa þörf fyrir hlýju og faðmlög og hvað það gerir mikið að gefa af sér kærleika, ekki byrgja hann inni heldur leifa honum að streyma til þeirra sem manni þykir vænt um og líka þeirra sem maður finnur að þarfnast kærleika, jafnvel þó að maður þekki ekki viðkomandi mikið, láta sér þykja vænt um fólk, heiminn vantar einmitt meiri kærleika í dag. Og mér finnst hann Ragnar líka flottur ungur maður, og hugsa oft hlýtt til hans. Ég vona að þeim vinunum Ragnari og Þóru eigi eftir að ganga vel og taki á sínum málum af alvöru. Gleði og gæfa fylgi þeim inn í vorið. kærleikskveðjur frá Gyðu.
Gyða (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:02
Nú streyma tárin Takk fyrir fallega kveðju frá minni skvísu.
Díana (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:14
Kærleikskveðja til þín og þinna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:26
Gott að heyra að heimsóknin var góð og við skulum vona að Ragnar dúlla snúi sér til ráðgjafa.. koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 25.3.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.