Æ það ríkir hálfgerð skálmöld í kringum mig....
Allt of margir fíklar virkir sem ég þekki og alltof margir aðstandendur sem eru í átökum vegna þess. Mér þykir óskaplega vænt um þetta fólk og tekur sárt að vita af þeim í þessari stöðu. Ég þekki jú þessa stöðu af eigin raun. Það er ekkert eins sárt eins og horfa á eftir barninu sínu í heim fíknar. En til er lausn sem hjálpar manni að verða fær um að takast á við þá stöðu.
Nú mitt í þessari skálmöld allri þar sem ég fæ fregnir af þessum og hinum í neyslu eða að þessi eða hinn sé fallinn og að mæður/feður þessa eða hins séu örvæntingarfull. Þá verð ég svo innilega vör við þá blessun sem ég bý við. Ég hef dvalið með hugan við þakklætið, ég er svo þakklát fyrir svo margt. Sonur minn er í öruggu skjóli, vissulega eru misgóðir dagar hjá honum og ýmsar áhyggjur sem læðast að manni vegna þess en hann er á lífi og er edrú í dag. Fyrir það er ég þakklát.
Ég á tvö önnur börn sem eru glöð og frjáls, milli mín og þeirra eru góð bönd. Ég nýt þess að eiga með þeim gæðastundir ein tegund gæðastundar er að liggja saman upp í hjónarúmi og spjalla um heima og geima. fyrir það er ég þakklát.
Ég er þakklát fyrir að eiga að konur sem ég get leitað til með mitt hvenær sem er. Þakklát fyrir sporin 12 og prógrammið mitt. Þakklát fyrir að til er prógramm bæði fyrir fíklana og aðstandendur þeirra. Því þar liggur lausnin fyrir báða aðila.
Það sem ég er líka þakklát fyrir er sú reynsla sem ég hef hlotið í þessu lífi því án hennar væri ég ekki ég og vitið þið mig langar ekki að vera einhver önnur
Eigið góðan dag.... allt sem við eigum er þessi dagur og það er nægileg ástæða til að njóta hans.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki sett mig í spor þeirra sem eiga börn sem eru fíklar, því ég hef ekki lent í því persónulega sjálf, ég vona að sjálfsögðu að ég lendi ekki í því með dóttir mína þegar hún verður eldri, en það er ekki í mínum höndum að ákveða það, því miður.. En þú ert ótrúlega sterk og ég dáist af þér Kristín, þú ert sterk og dugleg kona. Prógrammið er það besta sem hefur hent mig ég mundi ekki fyrir mitt litla líf vilja skipta... Eigðu góðan dag kiss og knús
Hildur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:08
Þú ert líka alger sólargeisli sem lýsir upp tilveruna hjá ansi mörgum Stína mín. Ég vildi senda páska-kveðjur á ykkur hjónin. Ég hlakka til að sjá ykkur í næstu grúbbu.
Birgitta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 16:12
Fátt er verra en horfa á eftir barni sínu í heim fíknar og geðveiki.Alla veganna veit ég ekki um neitt verra.Vanmáttur foreldris er algjör.En á meðan það er líf er von og meðan 12 spora kerfið er til og við nennum að nýta okkur það er okkur ekki ómögulegt að vera hamingjusöm.
Góð færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:05
Knús á þig Kristín mín
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra páska 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.3.2008 kl. 21:34
Gleðilega páska og velkomin í bloggvinahópinn.
Magnús Paul Korntop, 21.3.2008 kl. 22:59
Gleðilega Páska Kristín mín!
Binnan, 22.3.2008 kl. 00:53
Sæl Kristín
Vildi bara óska ykkur gleðilegra páska og góðum kveðjum til Ragnars.
Kærleikskveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:21
Kæra Kristín og fjölskylda. ég óska ykkur gleðiríkrar páskahátíðar og sendi Ragnari bestu kveðjur. Ég vona að nú fari að birta til hjá þeim sem eru ekki vissir um hvert skal halda í framtíðinni, en leiðin rétta er að ganga móti ljósinu, og vera bjartsýnn og trúa á sjálfan sig, rétta úr bakinu og segja ég skal og ég get, ég einn/ein ræð minni för og framtíð. Gangi ykkur öllum vel. Bestu kveðjur frá ömmu Gyðu.

Gyða (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:27
Hæ Stína mín, verð nú að segja að þú ert okkur mörgum alger perla
Langar að biðja þig fyrir knús til lillunar minnar á morgun, vertu svo dugleg að borða páskaegg, það er svooooo gott. Knús, Beta
Beta Markúsar (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:13
Hæ Stína mín, verð nú að segja að þú ert okkur mörgum alger perla
Langar að biðja þig fyrir knús til lillunar minnar á morgun, vertu svo dugleg að borða páskaegg, það er svooooo gott. Knús, Beta
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:21
gleðilega páska skvísa, njóttu þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni þinni
knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:50
Gleðilega páska kæra Kristín ..
Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:59
Gleðilega páska, mín kæra. Vonandi verður ferðin austur í dag ánægjuleg.
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:20
Gleðilega hátíð Kristín mín og fjölsk :-) Hafið það sem allra allra best. Mig langar til að fá að læða hérna með páskakveðju til Sirrýar og fjölsk líka :-)
Bestu kveðjur
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:16
Gleðilega páska til þín og þinna mín kæra.
Helga skjol, 23.3.2008 kl. 17:10
Takk takk svo mikið fyrir frábæran dag í gær:-) Gleðilega páska..
Hildur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:44
Takk Stína mín fyrir sms'ið í dag, það hlýjaði mér mikið, knús, Beta
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.