Vanmáttur..

Ég held að guð sé að sýna mér vanmátt minn þessa dagana..

Fórum austur hjónin að heimsækja Ragnar og með í för var vinkona hans sem á 6.mánuði að baki edrú svo falleg stelpa sem hefur allt til að bera. Það var gott að hafa hana með og ég vona svo innilega að hennar edrúmennska vari um ókomna tíð.

Við sátum öll samn og drukkum kaffi, þau spjölluðu og skiptust á fréttum um hina og þessa í vinahópnum. Þessi er edrú, hinn er fallinn, þessi var barin af því hann skuldaði pening og svo framvegis....svona gekk dælan á milli þeirra þar sem þau tóku stöðuna á hinum og þessum sem höfðu einhverntíma átt með þeim samleið annað hvort í undirheimunum eða í einhverri meðferðinni. Ragnar minn spurði svo frétta af einum og vinkonan varð sorgmædd á svip.... þagnaði um stund og svaraði svo með trega...hann er dáinn, hann dó í janúar af of stórum skammti af conta! Ragnari brá við þessar fréttir og hún fór að segja honum frá hvernig hann þessi sem Ragnar spurði um hefði verið búin að ákveða að hætta einn ákveðin dag en daginn áður en sá dagur rann upp var skammturinn of stór.

Ég sat hlustaði og tók þátt í umræðunni en gat ekki annað en orðið pínu döpur innra með mér vegna þess ljótleika sem þeirra daglega líf hefur uppá að bjóða. Ég fann hvernig vanmáttur minn sagði til sín og hvernig löngun mín til að breyta þessum ljóleika kom upp.... ég varð enn einu sinni döpur yfir því að þessi ljótleiki er til og einhvern vegin finnst manni þegar maður hefur staðið í baráttunni sjálfur að samfélagið vilji horfa í hina áttina og láta sem ekkert sé Frown

Mér var hugsað til fallegu stúlkunar sem ég hitti um dagin.... hvar skyldi hún vera í dag......og hvar eru öll hin götubörnin sem ég þekki eða kannast við......því hvert og eitt þeirra hefur skilið eftir sig spor í sálu minni. Spor sem eru falleg og hafa sýnt mér mennsku þeirra en ekki bara fíkilinn sem yfirtekur þau.

Ég er óendanlega lánsöm að fá að njóta þess að Ragnar minn er á góðum stað í dag..... ég nýt hverrar mínútu í samskiptum við hann og bið að ég fái að njóta þess um ókomna tíð.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þegar maður stendur og horfir yfir öxl barnins síns þá verður maður aldrei samur. Ljótleiki þessa heims er mikill en hvert og eitt þessara barna eiga skilið allt annað líf. Samfélagið hefur ekki mikinn áhuga á þessum málum, því miður.

Ragnheiður , 9.3.2008 kl. 19:08

2 identicon

Sammála Röggu.Maður verður aldrei samur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:51

3 identicon

Þessi vanmáttur sem maður finnur fyrir er ekki góð tilfinning. En af hverju vill samfélagið ekki sjá  þetta? Gerir samfélagið sér ekki grein fyrir því að það er enginn 100% öruggur með sitt barn eða sitt fólk.

Við gleðjumst með hverjum og einum sem snýr baki við þennan heim en þau eru allt of mörg lífin sem tapast í baráttunni við þennan djöful.

Kidda (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: M

M, 9.3.2008 kl. 22:07

5 identicon

Gott að heyra að þið áttuð góðan dag!

knús á þig og þína

ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

 

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:39

7 identicon

Gleymum ekki voninni

Ég var sjálf lítið götubarn í töluverðan tíma og hef nú verið edrú í rúm 14 ár

Díana (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

kærleiksknús til þín elsku Kristín.  

Þetta er svo rétt hjá þér við finnum hvað við erum vanmáttug þegar við fylgjumst með götubörnum okkar.  Því jú þau eru OKKAR og það finnst mér að þurfi að breytast í okkar þjóðfélagi, þetta eru OKKAR börn þó svo að við séum ekki móðir, faðir, afi, amma, systir, bróðir, frændi, frænka eða annar ættingi. 

Knús á þig, sé þig á morgun :-)

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:49

9 identicon

mjó lína milli heims og helju.. úff. ég fylltist kvíða að lesa þetta blogg. En þetta er víst staðreynd. Trúi því að sonur þinn eigi eftir að geta ALLT... guð blessi ykkur

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:50

10 identicon

Ég fékk gæsahúð við að lesa færsluna, já þú ert heppin að vita að þínu dreng líður vel og gengur vel.

Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:54

11 identicon

Elskan.

Til hamingju með Ragnar.

Við höldum í vonina.

Áður en við vitum að eiga þeir 14 ára edrú afmæli eins og Díana

Hlakka til að sjá þig á  morgun.

Þín vinkona

guðrún

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:21

12 Smámynd: Inga María

Hver dagur telur og um að gera að halda í það jákvæða. 

Inga María, 10.3.2008 kl. 17:48

13 Smámynd: Leifur Runólfsson

Ákvað bara að kvitta, gott að heyra að allt sé í góðu hjá ykkur. Vonandi að það vari um ókomna tíð.

Leifur Runólfsson, 10.3.2008 kl. 21:38

14 identicon

ég vinn með föður hans Birgis og hef heyrt af þeim dreng. En hann er jafn gamall mér. Ég á frænda sem er fastur í fjötrum fíkninnar og ég bið þess á hverjum degi að ég og aðrir fái að byrja að telja edrú dagana hans..

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband