Ritsífla,vonleysi og þreyta!

Nú skil ég betur af hverju fólk les yfir sig Crying vá pressan er alveg að fara með mig og mína geðheilsu.....ég sit og les og les og hamast við að lemja lyklaborðið af fræðilegum hlutum tengdum starfi þroskaþjálfans..... drekk kaffi í tonnavís og hausinn gjörsamlega stjarfur af lestri og koffeini Sideways Heljarinnar geðillska og vonleysið grípur mig annað slagið.... aumingja fjölskyldan mín.... ritstífla gerir vart við sig reglulega....tvær blaðsíður af 25 bls og svo 3,4,5,6 og 7......aftur ritstífla og panic kast fer í gang.....tvö stór verkefni bíða eftir að ég klári þessa ritgerð Sick..... skiladagur nálgast eins og snar óð fluga..... 18.mars er stóri dagurinn... að honum loknum verður sofið svefni hinna örþreyttu LoL

Einhvern vegin svona líða dagarnir!!!

Merkilegt vegna þess að þetta er í fyrsta sinn á minni skólagöngu sem Ragnar er í öruggu skjóli og á góðum stað. Svo ekki er álag vegna hans en á móti kemur að önnin hefur heldur aldrei verið svona stutt og með svona miklu efni.....Mikið hlýt ég að verða gáfuð þegar þessu líkur Tounge

Mig hlakkar rosalega til þegar þessi hluti er búin og ég fer í vettvang. Þar fæ ég að vinna með unglingunum og það er ástæðan fyrir því að ég er að leggja þetta á mig. Trú mín á því að mæta megi unglingum með raskanir út frá þeirra styrkleikum og efla þannig sjálfsmynd þeirra til að draga úr líkum á áhættuhegðun er það sem rekur mig áfram!

Ég trúi því að allir búi yfir einhverju sem þeir eru góðir í og það þurfi bara að virkja það.

Ætla að gá hvort þetta blogg hafi lagað ritstífluna þannig að ég nái kanski að skrifa bls.8 af 25.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Æ Æ ekki hljómar þetta vel. Hmm..ritstífla hvaða meðal er nú til við því, er ekki viss um að ofurskammtar af kaffi séu það besta.

Hefurðu fariðið út að labba? Bara svona smá rúnt, það er nefnilega svo gott að hugsa á göngu, maður verður bara eitthvað svo skýr í kollinum.

Sendi þér góða strauma og hugsa til þín!

knús

ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Binnan

sendi þér baráttukveðjur frá einum námsmanni til annars!

Ég sit hér í skólanum að lesa undir mið-annar próf sem er á miðvikudaginn!

Gangi þér vel með ritgerðina Kristín mín!

Binnan, 3.3.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

baráttu kveðja og vonandi losnar stíflan hjá þér.. koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: M

Gangi þér sem allra best

M, 3.3.2008 kl. 22:20

5 identicon

Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:56

6 identicon

Þú ert svo dugleg getur þetta vel   ég hef fulla trú á þér...  Þetta er erfitt á meðan á því stendur svo getur þú litið til baka og klappað sjálfri þér á bakið  Gangi þér rosa vel.

Hildur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:40

7 identicon

Sendi þér baráttukveðjur og vona að þú hafir þetta allt saman.  Líst vel á markmiðið þitt og hugsjón, það eru ekki allir fæddir til að fara í sömu flokkun, sumir eru á bókina og aðrir á höndina, svo eru þeir sem þurfa eitthvað allt annað. 

Maddý (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 06:54

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta voru flott ráð hjá ofurskutlunni, Guðbjörgu. Sé þig vonandi á fundi á morgunn og skal ég þá gefa þér orkuríkt knús og jurtate:)

Þú ert auðvitað ógesslega dugleg og það er alveg frábært að sjá þig blómstra svona í sálarkitru.

Birgitta Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 07:08

9 identicon

Gangi þér vel.. sendi þér alla mína extra strauma :)

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:25

10 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Er ekki bara spurningin um stíflueyðir  Ertu að læra þroskaþjálfan?? Ég hef mikin áhuga á því fagi og kennaran.

Mbk og vons um að stíflan bresti Lilja Björk

Lilja Björk Birgisdóttir, 4.3.2008 kl. 10:35

11 identicon

Baráttukveðja til þín kristín, ég er sjálf að berjast með son minn í gegnum þetta Helvíti, hann byrjaði í Fíkniefnumfyrir 3. árum og í dag er hann að verða tvítugur, í Apríl. Sendi þér Kærleik og orku og guð veri með ykkur fjöldskyldunni í gegnum þessa Óvissu. Kveðja Guðný Guðmundsdóttir.

Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:34

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir góð ráð og fullt af kraftmiklum straumum.  

Lilja...já ég er í þroskaþjálfanum og það er mjög skemmtilegt enda margar ókannaðar víddir innan þess geira......ég er að fara aðeins ótróðna slóð þar og hvet fleirri til að fylgja á eftir.

Guðný.... skil þig, þetta er erfið barrátta sem ég þekki vel enda hef ég staðið í henni með mínum syni bráðum í 8.ár. En mig langar að benda þér á að það besta sem ég gerði var að fara að sinna mér og fá aðstoð til að tækla þetta. Mæli með Foreldrahúsinu þar er gott fólk sem hjálpar okkur foreldrum að ná áttum. Gangi þér vel.

Kristín Snorradóttir, 4.3.2008 kl. 15:44

13 identicon

Gangi þér vel kæra Kristín :-) Frábært að heyra að Ragnar er kominn til baka, ég fékk smá sjokk við síðustu færslu frá þér. Óska ykkur öllum yndislegs lífs í framtíðinni, þið eigið það svo innilega skilið :-) Gangi þér sem allra best í skólanum.

Kærleikskveðja

"Mamma" 

"Mamma" (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 01:07

14 identicon

Vonandi er stíflan horfin og ritgerðin langt komin.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:33

15 Smámynd: Helga skjol

Vonandi er stíflan brostin og ritgerðin komin á blað já eða á góðan stað í tölvuni.

Helga skjol, 5.3.2008 kl. 20:12

16 identicon

Leikurinn er hafinn:)

Held að ofurskutlan hafi hitt naglan á höfuðið.. skelltu þér í Elliðárdalinn og labbaðu um meðal trjána:)

Andaðu djúpt og biddu Guð um aðstoð:)

Díana (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:43

17 identicon

Hæ Stína:)

Hvernig "gengur"?

Hér er smá ofurskutlukraftur til þín!!!!!

knús

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:30

18 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ritgerðin gengur hægt en mín er að ná tökunum á vonleysinu... hehehe... enda veit´ég að þetta klárast.

Takk takk

Kristín Snorradóttir, 6.3.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband