Fíkillinn skein í gegn.

Ég heyrði í fíklinum mínum í dag! Já hann hringdi og í dag heyrðist meira í fíklinum en Ragnari mínum Crying og það er alltaf dálítið vont.

Hann hringdi og sá ekki alveg tilganginn með meðferðinni, hafði allt á hornum sér, hann var bara á vondum stað......fíknin og óheiðarleikin toga í hann og hann berst enn á móti því að gefast alveg upp.

En það er hans barátta ekki mín. Hann stendur frammi fyrir vali annað hvort að velja að gefast upp og taka leiðsögn eða hina dimmu dópheima. Það er hans val ekki mitt.

Ég hef játað vanmátt minn og tekið leiðsögn. Ég er svo þakklát fyrir það að eiga að fólk sem ég get alltaf leitað til og fengið áminningu um vanmátt minn. Ef ég nyti þeirra ekki við væri ég enn að reyna að stjórna því sem ég ræð ekki við og væri full af brestum sem hefðu yfirhöndina og ég ætti ekkert að gefa nema reiði og sársauka.

Vá hvað ég er lánsöm, ég á jú en helling af brestum en ég á líka fullt af kostum sem fá að skína vegna þess að minna ber á brestunum. Ég er líka svo lánsöm að eiga bara daginn í dag og fólk að sem mynnir mig á að ég á bara núið og það er mitt að velja hvort ég nýt þess eða vel að dvelja í eymdinni. Mér finnst betra velja eitthvað notalegt því eymdin er svo leiðinlegur staður LoL

Ég á minn æðri mátt og honum treysti ég algerlega fyrir mér og mínum. Hann einn getur stjórnað því sem ég ekki ræð við, ég get aðeins dvalið í hans vilja fullviss um að það sé það sem mér er ætlað að yfirstíga.

Eftir símtalið fór ég á fund sem var alveg magnaður og þar heyrði ég það sem ég þurfti að heyra eins og alltaf. Fann fyrir miklum kærleika og náði að fínstilla mig eftir símtalið og finna mína innri ró og sleppa fíklinum í hendurnar á æðri mætti.

Ég veit ekki hvað morgundagurinn gefur mér en ég fer sátt að sofa með þá fullvissu að á morgun hefst nýr dagur fullur af einhverju góðu Wink 

Eigið góða nótt.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er svolítil vond færsla að lesa, ég man -ég man. Ég finn beittan sársaukann og efann læðast að en svo sé ég hversu dugleg þú ert að vinna í sjálfri þér. Það er frábært.

Stórt knús á þig

Ragnheiður , 27.2.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Halla Rut

Sagan endalausa, eða er ljótt að segja það? Að bíða svona lengi eftir kraftaverki og viðsnúning er ekki eitthvað sem hægt að takast á við einn. Gott að þú nýtur stuðnings. Farðu vel með þig.

Halla Rut , 28.2.2008 kl. 00:15

3 identicon

Þú ert dugleg og sterk kona. Haltu þínu striki :-) Gangi ykkur sem allra best, vona að þetta hafi bara verið smá bakslag í dag, verði betri á morgun :-) Annars er það alveg rétt hjá þér að fela fíkilinn þinn æðri mætti.

Guð veri með ykkur !

"Mamma"

"Mamma" (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:38

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.2.2008 kl. 06:25

5 Smámynd: Leifur Runólfsson

Leitt að heyra.

Leifur Runólfsson, 28.2.2008 kl. 08:54

6 identicon

Ragnar er að berjast við sterk öfl, við vonum og trúum að hann hafi það í gegn að sigra!  Þú ert dugleg með sjálfa þig Kristín, að sleppa er eina ráðið í þessum aðstæðum.  Stórt knús til þín ...

Maddý (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:08

7 identicon

Það var leiðinlegt að lesa þetta en vonandi hefur þetta bara verið eitthvað sem gengur yfir á einum degi eða svo.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:40

8 identicon

Megi guð gefa honum styrk...

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:47

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æi þetta ar sár lesning, vona að þetta sé liðið hjá í dag hjá honum Ragnari, en þetta er erfið barátta hjá honum alveg örugglega og ég sendi honum kærleika ljós frið og fullt af orku til að halda áfram á bataleiðinni.

Þú ert svo ótrúleg kona, þakka þér fyrir að gerast bloggvinur, ég hef mikið lært af þér. Bið Guð að varðveita þig og gefa þér styrk.

Ljós, friður, kærleikur og orkustraumar til þín

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.2.2008 kl. 13:01

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s. kveiktu nú á "galdrakerti" fyrir ragnar, það má alveg nota magenta í svona tilfelli, hann þarf alla þá orku

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.2.2008 kl. 13:02

11 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Elsku dúllan mín, stórt knús til þín.  Vona að Ragnar komist yfir þetta sem fyrst

 Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:06

12 identicon

Elsku Kristín

Ég veit alveg hvernig þér líður, en hugsaðu um þig og Ragnar hugsar um sig, hann einn ræður sinni för, alveg sama hvað þú gerir, það breytir ekki neinu, það er mín reynsla, best er að halda sinni ró ( eins erfitt og það er) þú ert búin að gleðjast með honum á góðri braut undanfarið, það er einmitt það sem við eigum að gera gleðjast þegar vel gengur, en játa vanmátt okkar þegar ekki gengur eins vel, því að okkar leiðbeiningar duga ekki !! En við eigum alltaf að láta kærleika og væntumhyggju í ljós við fólkið okkar sem á í vanda, þó að það sé ekki í okkar valdi að hjálpa þeim, en ég trúi að það sé hjálp fyrir þau. Sendi þér hlýjar kveðjur Kristín mín og vona að þetta sé liðið hjá þarna fyrir austan, og ljósið farið að skína.

Gyða (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:55

13 identicon

Ég vona svo sannalega að hann Ragnar þinn sigri þessi slæmu öfl sem toga í hann þessa stundina, hann er svo heppinn að eiga þig sem móðir. 

Hildur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:13

14 identicon

 

Það er oftar en ekki að fíklar sem hafa verið í öðru en víni og róandi verði mjög þunglyndir á 2-4 mánuði edrúmennskunnar.Það er líffræðilegt dæmi og getur hitt hvern sem er.Sumir þurfa aðstoð við að komast yfir þann hjalla.Gangi ykkur vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:52

15 identicon

Sendi ykkur kærleika  

kveðja Sesselja

Sesselja (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:17

16 identicon

TRÚ VON OG KÆRLEIKUR

EINA SEM VIÐ GETUM GERT ER AÐ BIÐJA

KÆRLEIKSKVEÐJUR

GUÐRÚN

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:43

17 identicon

Hæ,hæ skvís !

Allt í himna lagi og á réttu róli :)

knús

Guðbjörg

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 18:02

18 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

kæra Kristín þetta er erfiður tími að ganga í gegnum, upp og niður gleðibrautina en gott hvað þú ert búin að vera dugleg að vinna í sjálfri þér þá er ekki eins mikil hætta á að þú farir með honum í niðursveifluna allavega ekki eins langt niður. Nú er bara að biðja fyrir Ragnari og vona það besta eins og þú seigir þá er þetta hans barátta. Það þó alltaf gott að vita af honum á góðum stað og að þar er gott fólk sem getur hjálpað honum. Gangi ykkur öllum sem allra best   

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:03

19 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir góðar kveðjur og mikla hlýju.

Ég er búin að eiga yndislegan dag  enda valdi ég að eiga góðan dag!

Takk Guðbjörg gott að vita og endalaust gott að eiga þig að

Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 18:07

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mig langar að skrifa komment til Ragnars:

Þú ert nú þegar búinn að standa þig rosalega vel Ragnar.    Haltu því áfram.... tíminn vinnur með þér. 

ÞÚ GETUR ÞETTA

Anna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:06

21 Smámynd: Binnan

Sæl Kristín! Get ímyndað mér að þetta hafi verið "sárt" símtal! En ég hef trú á að Ofurskutlan hafi notað sinn ofurmátt og komið Ragnari aftur í gírinn! :) Veit nú svosem að þetta er ekki óalgengt hjá fíklunum að fá smá pirring og leiða í meðferðinni, hef heyrt allar útskýringar, réttlætingar og allt það frá þeim... "afhverju er allt svona ómögulegt!?" En hef fulla trú á honum Ragga! Sendi góðar hugsanir yfir hafið, til þín og stráksa!

Kveðja frá Kanalandi...

Binnan, 29.2.2008 kl. 04:33

22 identicon

Góðan daginn Kristín mín!

Ég sendi þér allar mínu jákvæðu hugsanir og strauma

Bestu kveðjur

Strúnfríður

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:09

23 Smámynd: Helga skjol

Elsku Krístin,sendi þér hlýjar hugsanir

Helga skjol, 29.2.2008 kl. 15:17

24 identicon

Kveðja til Ragnars

Stattu þig strákur, haltu áætluninni sem þú sagðir okkur frá, hún á eftir að virka, skoðaðu batastigann og staðsettu þig í honum, og svo áfram strákur, þú getur þetta, ég hugsa oft hlýtt til þín, ég kem í kaffi í sumar þegar ég verð byrjuð á sumarferðum mínum á húsbílnum, og þá vil ég hitta ÞIG. kveðjur til allra, Gyða               (  Guðbjörg ef þú lest þetta  viltu prenta þetta út og fá Ragnari frá mér.)

Gyða (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:59

25 identicon

hihi.....tu ert sterk kona ....tetta er ekki audvelt ad ganga í gegnum .....herna a Spáni eru nidursveiflur og allt tad .......Vona ad allt fari eins og tad a ad fara hjá teim bádum .....tau eiga tad skilid.

Elsku Ragnar minn STATTU TIG STRAKUR !!!!

KVedja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:24

26 identicon

Skil vel vonbrigði þín og ótta... og gleðst með þér yfir því að þú ert að sinna þér og þínum vel ásamt því að aðgreina

Ég hef oft heyrt og sagt sjálf að bataferli fíkilsins sé ekki bara bein braut, stundum er talað um tvö skref áfram og eitt afturábak osfrv.

Við getum öll átt misjafna daga og þess vegna tel ég svo mikilvægt að þeir sem eru í meðferð vegna fíknar fái langa dvöl, þannig að fyrstu sveiflurnar og erfuðu dagarnir séu undir eftirliti þar sem fagaðilar hjálpa til og styðja
Þá er líklegra að "fíkillinn" kunni betur að takast á við þessa daga og sveiflur eða fíkn þegar út úr meðferð er komið.

Knús á þig** 

Díana (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 11:40

27 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Diana... takk fyrir þessi orð. Ég hef verið svo lánsöm að njóta leiðsagnar einstaks engils  

Kærleiksknús

Kristín Snorradóttir, 1.3.2008 kl. 13:24

28 Smámynd: Blómið

Blómið, 1.3.2008 kl. 22:01

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Baráttukveðjur frá mér..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband