Heilbrigðir alkahólistar og fíklar!

'' Heilbrigðir alkahólistar og fíklar''  Hjó eftir þessu í Kompás hjá yfirlækni geðdeildarinnar. Ég spyr eru til heilbrigðir alkahólistar og fíklar?  Skömmu fyir þessi ummæli var hann að upplýsa að fíkn flokkaðist sem geðsjúkdómur!

Mótsögn eða hvað!!!!!

Það kom fram að aðstandendur væru nú aðallega óánægðir vegna þess að ekki væri auðvelt að nauðungarvista fíklana sem reyndu á þá. Það blossaði upp í mér kergja við að horfa á þáttinn Angry og hugurinn fór til baka........

Þegar hann Ragnar minn var nær dauða en lífi í sumar vegna of stórs skammts. Í þrjá sólahringa biðum við eftir að sjá hvort hann mynndi lifa og á meðan það ástand var hafði ég samband við geðlækni og spurði hana út í sviptingu..... Ég hugsaði með mér að nú væri hann kominn á þann stað að hann hefði misst stjórmima að öllu leiti og væri því í raun hættulegur sjálfum sér.....viðbrögð geðlæknissnis voru mjög svo dramatísk og hún benti mér á að þetta væri ekki til umræðu því það tíðkaðist ekki að svipta fíkla.

Ok.....Greinileg hræðsla við mína hugmynd og mér bent á að hún væri búin að vera í bransanum í 30.ár.... það gott og blessað af minni hálfu en hafði hún fylgst með þróunninni í fíkniheiminum samhliða því að vera geðlæknir í 30 ár??? ég velti því fyrir mér þá!

Ég benti henni á að þó hann væri sjálfráða í árum að þá væri hann vegna neyslu sinnar ekkert annað en krakki í getu.... það samþykkti hún en vildi ekki ræða vistun....

Svo kom í ljós að hann myndi hafa þetta af og tók þá við tími þar sem hann var svo máttfara að hann komst varla úr rúminu svo smá saman komst hann örlítið á ról. Hann bað um geðlækna viðtal og fékk viðtal við dömuna sem ég hafði átt samskipti við og hann bað um að vera sviptur. Það varð til þess að hún flutti hann af almennum gangi yfir á geðdeild vegna þess að hún taldi hann í sjálfsvígshættu og setti á hann 24.tíma sviptingu.

24.tímum seinna gékk hann út af geðdeildinni varla fótafær og fór út að sprauta sig! Upphófst mikil neysla og afbrot, hann sökk dýpra og dýpra!

Ég veit vel að þar sem hann gékk út og var ekki lengi að því var hann ekki með getuna til að hætta en spurning er þegar fárveikur fíkill biður sjálfur um sviptingu er það ekki neyðarkall sem allavega er vert að skoða?

Mér finnst alveg magnað hvað við sofum róleg á meðan heilbrigðiskerfið virðir ekki landslög varðandi sjúklinga en það kemur líka til af því fíklarnir okkar eru skítugu börninn hennar Evu.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jiii hvað ég er sammála þér - það þarf betri lausn fyrir þessa veiku einstaklinga en það sem í boði er núna

Anna Clara (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Ævar Austfjörð

Ég tek undir að það hefði átt að beita sviptingu í þessu tilfelli án nokkurs vafa. og frásögn þín af því þegar hann gengur út fárveikur til að sprauta sig þykir mér sanna í eitt skipti fyrir ölla að fíkn og alkahólismi sé geðveiki, eða sinnisveki eins og stundum er sagt. En varðandi heilbrigða fíkla og alkahólista þá eru þeir vissulega til líka...það eru þeir sem náð hafa bata og eru virkir í lífinu, þeir eru heilbrigðir en eru samt ennþá fíklar og alkar.

lifðu heil 

Ævar Austfjörð, 26.2.2008 kl. 23:01

3 identicon

Ég ætlaði að láta svipta minn og fór til lögmanns, fékk alla fræðslu um hvernig þetta gengi fyrir sig og ég lagði inn umsókn um sviptingu. Minn var þá á götunni í harðri neyslu.  Hann þurfti að gera eitthvað af sér til að hann yrði gripinn og sviptur og settur inná geðdeild og það gerði hann og lögreglan keyrði hann uppá geðdeild sem neitaði að taka við honum, þá var hann keyrður aftur í dópbælið.  Ég gafst upp. 

Maddý (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:01

4 identicon

Algjörlega sammála þér. Þetta er FÁRÁNLEGT kerfi, þetta sem á að kallast heilbrigðiskerfi. Fíkn er ekki fínn sjúkdómur og best að koma sem allra minnst nálægt skítugu börnunum hennar Evu. Ótrúlegt hvað allt þarf að vera mikið mál ef það snýr að fíkli.

Hafið það sem allra allra best

fylgist með ykkur daglega :-) 

Kærleikskv "Mamma" 

"Mamma" (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ævar... Ég veit að til eru heilbrigðir alkahólistar og fíklar í bata ég er svo lánsöm að þekkja nokkra slíka

geðlæknirinn var að tala um heilbrigða alka og fíkla í neyslu!

Það er það sem ég er að gagnrýna.

Kristín Snorradóttir, 27.2.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Bergrún Ósk Ólafsdóttir

já þetta blessaða heilbrigðiskerfi, alveg sorglegt. Ætli að við verðum ekki bara að sætta okkur við það þó að við búum á þessum fallega litla landi okkar. Þar sem allt er svo tært og hreint og heildaríbúafjöldi okkar er álíka mikill og í einu litlu úthverfi í stórri skítugri stórborg .. að við séum bara einhvert númer á blaði.. EN hvað þá um okkar blessuðu börn sem að við færum inní þennan heim, eru þau ekki meira en við. Ég á eina unga dóttur sem að ég fæddi andvana inní þennan heim en náð var að lífga hana við í tæka tíð, hún er kraftaverkið mitt. Börnin þín eru kraftaverkin þín, ekkert minna kraftaverk þó að það sé fíkill eða fatlað. Afhverju er ekki farið að persónugera okkur og líta á okkur öll sem fallegar sálir og gefa okkur öllum jafnan rétt til þess að lifa lífinu.. Ég verð stundum bara svo reið út í þetta "kerfi" hérna, hvort sem að það er heilbrigðiskerfið eða bankastofnanirnar.. allt er þetta skíta"kerfi". Ég er 26 ára, gjaldþrota einstæð móðir og einn félagsfulltrúi spurði mig nú hvernig mér hefði dottið til hugar að eignast barn.. er þetta sanngjarnt? Er sanngjarnt að sonur þinn muni aldrei getað líftryggt sig?? Takk fyrir að gefa mér alltaf jafn mikinn innblástur..Megi þessi sólbjarti dagur færa hjarta þínu allt það sem að það þráir..

Bergrún Ósk Ólafsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er ótrúlegt þetta heilbrigðiskerfi hérna í þessu landi.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:18

8 identicon

Ég mæli með að kerfið eins og það leggur sig fari í al-anon og vinni sporin ,eða þá að við foreldrar fíkla tökum að okkur kerfið

kærleikskveðjur

GUÐRÚN

AÐSTANDANDI Í BATA

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Ævar Austfjörð

þá tek ég undir þína gagnrýni. það eru ekki til heilbrigðir fíklar og alkar í neyslu. það hef ég reynt á eigin skinni

Ævar Austfjörð, 28.2.2008 kl. 00:46

10 identicon

Heilbrigðiskerfið drap strákinn minn .Okkur aðallega honum var endalaust synjað um hjálp.Svo kemur þetta lið fram í sjónvarpi og er eins og Ragnar Reykás fígúran .Arg.Útbrunnið kerfi og ekki hafa NEINIR RÁÐAMENN ÁHUGA Á ÞESSUM HÓPI FÓLKS.Það er allveg sama í hvaða stjórnmálaflokki fólk er EKKERT AF ÞESSU ÞINGMANNA-KVENNA FÓLKI NENNIR AÐ SINNA ÞEIM

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:56

11 Smámynd: K Zeta

Það er spurning hvernig kerfið mælir sín afköst við hinum ýmsu sjúkdómum því ef þú ert 150 kíló þá átt þú rétt á magaminnkun og meðferð sem kostar milljónir.  Er einhver munur á fíkn nema þessir feitu eru kurteisari og fá þess vegna betri þjónustu.

K Zeta, 29.2.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

K zeta... góður punktur... fíkn er fíkn sama að hverju hún beinist og því eðlilegt að þeir sem berjast við fíkn njóti sömu þjónustu. Þá vaknar upp spurning á að henda of þungum út á götu eða taka fíklana inn???

Kristín Snorradóttir, 29.2.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband