Ég er búin að eiga meiriháttar dag Merkilegt hvernig allt gerist svona bara upp úr þurru! Átti leið niðrí Foreldrahús í viðtal við ráðgjafa minn og þar sem ég var ótrúlega tímanlega... stundvísisgeðveiki á háu stigi...ákvað ég að stökkva inn í banka og klára það sem ég þurfti að gera þar, banki sem ég bara fer aldrei í og afgreiðslustúlkan algerlega dekraði mig fram og til baka, benti mér á eitt og annað, ég gékk alsæl út með hamingjuþakklæti í hjarta yfir manngæsku dömunar í bankanum. Áfram mætti mér manngæska þegar í Foreldrahús kom og þaðan fór ég glöð í hjarta. Kom heim tók aðeins til og kveikti svo á tölvunni til að kíkja á póstinn minn og þar er tilkynning um athugasemd hér á síðunni minni. Þessi athugasemd hlýjaði mér um hjartarætur svo fallegt og yndislegt. Takk Bergrún, þú hreyfðir við mér.
Ég hugsaði til baka
Ég man þegar Ragnar byrjaði í neyslu og fyrsta hugsun mín var að hans neysla mætti ekki skemma líf hinna barnanna minna. Ég vissi hvað það er að vera litla systir fíkla og að gleymast vegna þeirra lifnaðarhátta og það mátti ekki gerast fyrir mín börn.
Ég sagði við félagsráðgjafan að hann mætti ekki lita líf hinna barnanna minna og notaði myndlíkingu, þar sem hún skyldi ekki alveg hvað ég var að fara.
Ef þú átt ávaxtakörfu og í henni eru þrjú epli, eitt eplið er farið að skemmast. Hvað gerirðu þá? Þú tekur skemmda eplið úr körfunni til að varna því að það smitist í hin eplin
Svona hugsaði ég strax, af því ég hafði reynslu.
En það tók mig langan tíma að læra að sleppa tökunum á fíklinum mínum. Ég lagði á mig og mína blóð svita og tár við að reyna að bjarga honum. Ég vildi ekki heyra þegar mér var bent á það í fyrsta sinn að setja hann á götuna..... nei það gat ég ekki.... hver setur barn á götuna, var það sem ég hugsaði...hann var þá bara 16.ára.
Svo kom að því að ég setti hann út á götu en ég gerði það í reiði beit saman tönnunum og skellti í lás. Ég leið vítiskvalir, var á hnefanum og hreytti út úr mér vertu bara á götunni svo grét ég þegar engin sá.
En alltaf féll ég á þessari hörku og tók hann svo inn og á heimilinu ríkti reiðin af því ég þoldi ekki fíkillinn og heimskuna í honum.
Svo gerist það að ég er leidd í hendurnar á fagmanni sem hjálpaði mér að sjá.... sjá hvernig má elska barnið sem er tínt inní fíklinum og hata fíkillinn sem yfirtók barnið mitt. eftir þessum fagmanni hitti ég mikið af góðu fólki sem hefur leitt mig og hjálpað mér að losna undan reiðinni og fara að njóta lífsins sem ég en ekki föst í barráttu fíkilsins.
Ég lærði að aftengja og þar með komst ég á þann stað að geta vísað fíklinum út á götu af því ég elskaði barnið mitt sem var tínt inní honum og vildi fá það til baka. Það var oft erfitt að vita af honum út á götu og vita ekki hvort hann var á lífi yfirleitt en ég lærði það líka að ef ég tæki hann heim myndi ég framlengja hans neyslulífi með því að kalla hann ekki til ábyrgðar um sjálfan sig.
Hann stóð mjög tæpt þegar hann fór í meðferð núna og í sannleika átti ég ekki von á að fá hann til baka, heldur var ég búin að undirbúa mig undir að jarða hann. Hann var algerlega búin líkamlega og ég vissi að þó hausin mynndi lifa af neyslu í langan tíma þá var ekki mögulegt fyrir líkaman að gera það nema í mjög stuttan tíma.
Hann fann það sjálfur að nú var ekki langt eftir. Lífslönguninn kom honum í meðferð og þar er hann enn. Það hefur átt sér kraftarverk! Hann hefur blómstrað hjá þeim í götusmiðjunni og okkar samband er náið og gott.
Hvað verður veit ég ekki en ég veit að ég þarf að hugsa um mig til að vera hæf um að styðja aðra á réttan hátt.
Kærleikskveðjur.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki laust að ég færi að hugurinn fari á flakk þegar ég var að lesa bloggið þitt. Þú ert reyndar alger "nagli" í þessari baráttu .
Haltu áfram að vera þú sjálf... þú ert bara flott.
kv.Birgitta (grúbba)
Birgitta (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:14
Þú er frábær
og þinn ekkert smá heppinn að eiga þig að.
Farðu vel með þig.
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:26
Þú ert yndisleg.
Það er svo gaman og spennandi hjá MÉR NÚNA.ER AÐ FARA MEÐ HONUM ANDRA MÍNUM Á SAMKOMU,ÓGEÐSLEGA SPENNT.LOVE YOU
ÞÍN GUÐRÚN
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:50
Elsku Kristín mín, þetta er lika nákvæmlega mín reynsla af mínum manni. Og þegar hann loks í alvöru fór í meðferð af eigin hvötum, þá hefur leiðin legið uppávið, í skrikkjum en alltaf uppá við. Hann hefði átt að vera löngu fallin frá, margir vinir hans hafa dáið, núna síðast var einn vinurinn jarðaður í gær. En einhvernveginn hefur eitthvað gott haldið yfir honum verndarhendi.
Gangi þér allt í haginn, og megi allir góðir vættir vaka yfir syni þínum og vernda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:24
Yndislegt ad lesa tetta....tu ert svo heil kona Kristín mín.
Eigdu goda helgi.
Kvedja Sirry
Sirry (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:43
Ssendi þér mínar bestu kveðjur og óskir, og bið þig að færa Ragnari kveðjur frá okkur Jóa, við lítum björtum augum á framtíðina, nú fer að styttst í vorið og þá lifnar allt við bæði mannfólkið og gróðurinn. Sendi þér og fjölskyldu þinni bestu helgarkveðjur Gyða
Gyða (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:51
Mér finnst þú hetja að vera búin að standa þetta allt af þér og getað svo skrifað um þetta. Það er yndislegt hvað er farið að ganga vel hjá honum syni þínum. Ég vona bara að Guð gefi það að maður lendi ekki í því að börnin mín fari í rugl þegar þær verða konar á unglingsaldurinn. Gangi ykkur allt í haginn.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:58
Gott að lesa þegar endirinn er góður ... Góða helgi og knús
Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:47
Bið af heilum hug að Ragnari og ykkur gangi áfram svona vel kæra bloggvinkona min. Nú er bara að kveikja á kertum og galdra svolítið ekki skemmir það
Góða helgi
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.2.2008 kl. 14:18
Sæl Kristín. Takk fyrir þessi góðu skrif. Þekki þetta af eigin raun að eiga "skemmt" epli innan systkinahópsins. Hann var akkúrat 16 þegar þetta hófst og stóð í mörg ár. Foreldrar mínir eins með það að vilja ekki henda honum út og kannski allir bullandi meðvirkir. Sem betur fer snéri hann blaðinu við, fór í meðferð, en veistu að þetta er alltaf bak við eyrað. Skyldi hann falla og veit að foreldrar mínir hafa enn áhyggjur komin á 70 aldur. Mér finnst frábært að heyra hvernig þú tekur á þessum málum og leytar þér hjálpar. Eitthv. sem mínir foreldrar hefðu haft gott af á sínum tíma.
Eins og þú segir réttilega í lokasetningunni, þá þarft þú að vera í góðu jafnvægi til að takast á við þetta. Maður setur súrefnisgrímuna fyrst á sig, síðan börnin.
Gangi þér sem allra best og ég fæ að halda áfram að fylgjast með þér/ykkur.
M, 24.2.2008 kl. 10:59
Það er allveg ótrúlegt hvað maður getur elskað börnin sín á marga vegu,,en þú stendur hér en og ert að fá dúlluna til baka..þú stendur þig vel koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 24.2.2008 kl. 13:08
Gott að lesa þín viðbrögð við þessu.Við fíklarnir pælum ekki mikið í okkar nánasta fólki og hvaða áhrif þetta hefur á fjölskylduna okkar.Það er ekki það að við séum vont fólk eða eitthvað svoleiðis,við erum svo upptekin við að reyna að komast af,en þó yfirleitt erum við haldin einhverri hvöt að lífið skipti ekki máli og að við skiptum ekki máli.Frábært hvað að hann Ragnar þinn stendur sig vel,hann er heppin að hafa svona góða fjölskyldu í kringum sig.Eigðu góðan dag Kristín mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 14:05
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 20:13
Takk fyrir yndislegt blogg, hef upplifað það að þurfa að útskýra hvernig ég geti verið svo grimm að henda barninu mínu út en það er einmitt fíkillinn sem verið er að setja út en ekki barnið og einu sinni sagði sonur minn " mamma veistu það besta sem þú hefur gert fyrir mig er að leyfa mér ekki að búa heima í neyslu" það var voða gott að heyra þetta því það er svo sárt að þurfa að "henda" þeim út. gangi ykkur fjölskyldunni vel í lífinu
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 23:43
Þú og sonur þinn eruð algerar hetjur:-) Ég hef dáðst af þér síðan ég heyrði þig fyrst tala um son þinn, og ég man að ég dáðist af þér fyrir að geta sett hann út, en það skilaði ykkur báðum á góðan stað, þann stað sem þið eruð á í dag... Það gefur mér gleði á hverjum degi að lesa bloggið þitt og kennir mér að vera þakklát og meta lífið.... Takk fyrir mig
Kv.
Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:01
Takk fyrir góðar kveðjur.
Kristín Snorradóttir, 25.2.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.