Frelsi og skilningur.

Hellen Keller var mögnuð kona að mínu mati. Hún var bæði blind og heyrnarlaus og fæddist á þeim tíma sem ekki var mikið verið að hugsa um að þannig fólk gæti notið lífsins eða ætti yfirleitt rétt á því. En hún var svo lánsöm að inní hennar líf kom kona sem lagði á sig þá vinnu að opna fyrir henni veröldina og Hellen nýtti sér þá leiðsögn og gerði stórkostlega hluti. Hér á eftir kemur tilvitnun frá Hellen Keller:

Kærleikur finnur sér ætíð leið

til sálar sem er í böndum

og leiðir hana út í heim

frelsis og skilnings.

Mér finnst ég hafa verið lánsöm eins og hún þar sem ég hef fengið að hitta fólk sem leiðir mig áfram svo ég megi vaxa. Í dag er ég svo þakklát fyrir að hafa öðlast frelsi og skilning, frelsi til að njóta lífsins og skilning á mínum tilfinningum.

Það er nóg að gera hjá mér í skólanum og aðeins farið að örla á streitueinkennum vegna þess að það eru ekki nema 4. vikur eftir til að klára öll verkefni! En það er líka spenningur að klára þennan hluta annarinnar og eiga bara vettvanginn eftir að loknum páskum. Mig hlakkar til að takast á við vettvangsnámið.

Ragnar minn er á góðum stað og okkar samband alltaf að verða nánara og betra. Áttum gott og innilegt spjall í símanum í gær,hann er og hefur svo sem alltaf verið mömmustrákur en eftir langan tíma í brengluðum samskiptum sem voru lituð af neyslu er dýrmætt að finna hvernig samskiptin hafa þroskast og orðið nánari.

Hann skilur að í þau skipti sem ég hef lokað á hann og vísað honum út á götu, þá hef ég verið að gera það í kærleika til að vera ekki þátttakandi í neyslunni hans og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þá leiðsögn sem ég þurfti til að komast á þann stað sem ég er kominn á.

heimasætan mín er að fara í Vatnaskóg um helgina og bóndin að vinna svo við verðum mikið bara tvö um helgina ég og litli snúðurinn minn. Ætlum að eiga góðar samverustundir og mamman ætlar aðeins að dekra snúðinn sinn.

Njótið lífsins.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snúðurinn fær þá aldeilis að njóta sín

Bráðum keyrum við á sama degi yfir heiðina í heimsókn á sama staðinn

Skvísan mín mun þá líklega taka þátt í að baka kökur fyrir þá sem mæta. 

Díana (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Við keyrum yfir mosfellsheiðina  mun fallegri leið og borðum kökur sem töffararnir okkar bökuðu..... ég er svo glöð fyrir okkar hönd, sæta sæta!

Kristín Snorradóttir, 21.2.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 00:09

4 identicon

Þegar að ég les orð þín þá verð ég svo jákvæð. Ég á frænda sem fellur svo oft og alltaf sama ruglið aftur og aftur og ég hef svo oft sagt.. út með barnið og fólk verður mér svo reitt og segir mig ekki geta sett mig í þau spor og ekki hafa rétt á því að vera svona köld og grimm. En núna hef ég svarið sem að ég hef aldrei getað svarað né útskýrt nógu vel. ég segi þetta af kærleika. Þau eiga líka önnur börn sem þurfa líka á foreldrum sínum að halda út í lífið... Eigðu yndislega helgi, takk fyrir orðin þín, styrkin, jákvæðnina og gleðina sem að þú gefur hjarta mínu. guð blessi þig.

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir fallega kveðju Bergrún

Megir þú eiga góða stundir.

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband