Dýrmæt stund!

Önnur heimsókn að baki Wink Við fórum öll í þetta skipti pabbi, mamma, systir og bróðir. Keyrðum í yndislegu veðri austur fyrir fjall að finna flotta manninn okkar!

Það var vel tekið á móti okkur og hlaðborð af kræsingum. Ragnar fann ekki gulrætur handa mömmu sinni en hafði bakað agúrkuköku svo kellan fengi eitthvað holt.... húmor í mínum.... agúrkukakan leit nú ekki neitt sérstaklega spennandi út Woundering eiginlega frekar ógnvekjandi og mamman játar á sig þá hugsun að gruna son sinn um græsku. Það er að segja að ætla að hrekkja kerlinguna með einhverjum óþvera en mín hafði leik á móti og skar sér minnsta bita ever til að smakka Wink og hún var bara vond Sick hehehehe...... Það kom ekki að sök því nóg var að öðrum tertum og þessar tvær sem eru brjálað duglegar að baka á fullu í eldhúsinu með svuntur að töfra fram tertur.

Það var aðeins tekið á fótboltaspilinu og svo setið í stofunni að spjalla talið barst á hin ýmsu mið og sistkynin tókust á í hinum ýmsu málefnum eins og Britney, papparassi, myndatökur af sjálfum sér og öðru........ Fyrir mig var þetta eins og fallegur árniður að hlusta á börnin mín þrjú skiptast á skoðunum og gantast hvort í öðru. Um mig fór notalegur hrollur og ég held að starfsmaðurinn hafi séð það því hann stóð og fylgdist með og greinilega sá það sama og ég, kraftarverk.... börnin mín sameinuð á ný eftir langan tíma og engin sársauki eða skuggi Smile þessa stund kem ég til með að geyma í hjarta mínu um ókomna tíð.

Það örlaði samt á einhverjum smá óróa í mínum manni Errm spjallaði aðeins um það við hann. Hann gaf þá skýringu að það væru margir nýjir í húsinu og það reyndi á hann, en að sér liði rosalega vel fyrir austan.

Hvað svo sem veldur óróanum sem ég fann fyrir þá er það ekkert sem ég ræð við, svo ég passaði mig á að fara ekki þangað inn og minni tókst það Wink Er alltaf að læra betur og betur að vera í momentinu, ekki í gær og ekki á morgun heldur hér og nú. Það er svo mikið frelsi að ná að vera hér og nú....... einhverntíman fyrir þó nokkru síðan hefði þessi órói sem ég fann valdið mér áhyggjum og kvíða, hugsanlega valdið truflunum á svefni. Sem betur fer hef ég lært að þetta er hans ekki mitt.

Stoppuðum í góða tvo tíma og brunuðum svo heim á leið aftur sömu leið.... Þingvallarleiðina enda miklu skemmtilegri en helv.... heiðin og alveg greiðfært.

Eigið yndislegar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ, hæ,

Gaman að heyra að þið áttuð góðan dag !

Tölum saman símleiðis í vikunni, mínar bestu kveðjur á ykkur öll....

Ég er ánægð með að helv.....Heiðin er greiðfær því ég hef ekki komist austur síðan á miðvikudag.

knús Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Gott að hann er í svona góðum gír.. hann hefur svipaðan prakkarahugsunarhátt og Himmi minn, hann hefði verið alveg til í að baka eitthvað ógeð handa mér til að stríða..

Æj það er notalegt að lesa færslurnar þínar -þessar fallegu færslur um strákinn þinn í gleðinni.

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Guðbjörg... veit ekkert um heiðina en Þingvallaleiðin er alveg greiðfær  líst vel á spjall í síma í vikunni. Góða ferð austur..... megirðu fá gott ferðaveður alla næstu viku!

'olafur..... Takk og sömuleiðis.

Kristín Snorradóttir, 10.2.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Mikið er gott að heyra hvað gengur vel hjá þínum manni það er einmitt svo yndislegt bara að hlusta á börnin sín þegar allir eru í lagi þó svo verið sé að þrasa og tuskast þá er það samt svo gott   og til hamingju með hvað þú ert kominn langt í þínum bata,   öfunda þig mikið en er alltaf að strögla við að halda mér núinu sem gengur nú svona og svona.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að heyra fréttir, sjáumst á morgun :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:09

6 identicon

Gaman að heyra að þið áttuð góða heimsókn og að þér gegnur vel að passa upp á þig.......

ekki slæmt að fá góða köku lika ...hahaha

sirry@hotmail.com (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:41

7 identicon

Vá hvað það er yndislegt að lesa stolt þitt á fallega unga manninum þínum:)

Já maður á víst að taka einn dag í einu njóta og óska :)

Sendi ykkur mína goðu strauma og vilja og baráttustraum austur fyrir fjall og óska honum góðs gengis :)

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:56

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

yndislegt að ferðin austur var svona góð, vonandi er þessi óróleiki sem þú fannst ekki fyrirboði á neitt hans vegna. Sendi honum ljós stráknum þínum vinan

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.2.2008 kl. 17:19

9 identicon

Mikið er gott að það gengur svona vel.

Knús ..

Maddý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:37

10 identicon

Til hamingju með afmælið í dag elsku Kristín,njóttu dagsins og sjáumst kl 18:00 í foreldrahúsum.

Kv.Guðrún

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband