Var að lesa frétt inná Vísi þess efnis að móðir fíkils hefði ekki verið upplýst um unglingadeildina inn á Vogi...... það svifu á mig minningar.
Málið er að þegar maður horfist í augu við að barnið manns hefur valið að neyta fíkniefna þá fær maður högg og mín fyrstu viðbrögð á sínum tíma voru að leita úrræða fyrir 13.ára gamla drenginn minn. Ég var lánsöm og fékk góðan barnaverndarfulltrúa sem hafði áhuga á fíkniefnavanda unglinga og hún leiddi mig í gegnum frumskóga kerfisins, ekki bara með úrræði fyirr son minn heldur líka mig. Það gleymist gjarnan að huga að því að foreldrar þurfa aðstoð til að fara í gegnum áfallið sem fylgir því að missa barnið í neyslu.
Svo hættir hún og viti menn þá varð gerbreyting á mín mátti setja allar klær út og berjast eins og berserkur við kerfið til að fá aðstoð fyrir soninn, það var ekki í myndinni að það væri meiri aðstoð fyrir mig. Sonurinn sökk dýpra og dýpra í neyslu.... móðirinn gleymdi sjálfri sér í barráttunni og var gjarnan kölluð töffarinn af fagfólki vegna þess hversu hörð hún var orðinn vegna þess að klærnar voru alltaf úti og hún alltaf tilbúin í nýjan slag.
Mér þykir undarlegt að hugsa til þess að kerfið virki eftir því hvar áhugi starfsmanna liggur, ég var heppin að fyrsti barnaverndarfulltrúinn minn hafði áhuga á fíkn og unglingum, en svo fékk ég fulltrúa sem þorði ekki annað en að gera það sem töffarinn skipaði, þá tók við fulltrúi sem hafði engan áhuga.
Hvað ætli margir foreldrar sem eiga fíkla gefist upp vegna þess að barráttan er þeim ofviða og skilningsleysið algjört?
Hvað ætli mörgum foreldrum fíkla sé boðin aðstoð fyrir sjálfan sig eða bent á leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum sem hlutverkinu fylgja?
Sorglegt hvað velferðarkerfið okkar klikkar þarna.
Gyða mín til í kaffihús og spjall.... hvenær sem er.
Kærleikskveðja.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það svifu líka á mig minningar þegar ég las þessa frétt ...
Maddý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:04
Í þau á sem ég var að slást með og fyrir minn strák ver mér EKKI EINU SINNI BOÐIÐ BRÉF TIL AÐ ÞURRKA TÁR EÐA TIL AÐ SNÝTA MÉR.Hvað þá eitthvað annað.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:48
Velferðarkerfi ......?
Auglýsi hér með eftir því ?
Eða lausn á málefnum er varða unga fíkla.
Sjálfsagt ennþá einhverjir ótrúlega menntaðir fræðingar að gera þarfagreiningu, sem án efa þarf að ná yfir lannnnngt tímabil og verður svo stungið í kerfisskúffuna margfrægu þar sem allt sem kostar pening og snýr að velferð og ábyrgð á þeim sem minna meiga sín gufar upp. Bara smá pirr frá mér:)
Já Kristín það er sorglegt til þess að hugsa að þjónustan sem í boði er takmarkast af áhuga þess starfsmanns sem þú lendir á.
kveðja Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:08
knús til þín vina
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 20:57
Getur einhver hér sagt mér hvers vegna fólki í neyslu er úthlutað félagsráðgjafi og hvert þeirra hlutverk er?
Engi vill tala við mig hjá velferðarsviði ÖSKRA....... bara þegar ég hringi megum ekki tala við þig, þú ert ekki með skriflegt umboð til að tala við okkur um dóttir þína, hver á að tala fyrir hanna?
Salka, 7.2.2008 kl. 21:44
já það er sko sorglegt að þjónustan breytist eftir því hvaða starfsmann þú færð í þitt mál eða í hvaða sveitafélagi þú býrð! Segji eins og Ofurskutlan: Velverðarkerfi...??
Binnan, 8.2.2008 kl. 02:06
Vá ég fyllist gleði og augun tárum að lesa orð þín.. Stolt þitt af fallega syninum er alveg yndislegt og þú ert hetja, hetjan hans Megi guð varðveita þig , fjölskyldu og prinsinn þinn
Bergrún Ósk ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:52
Salka... félagsráðgjafi á að vera til þess að aðstoða fólk við að finna úrræði því til hjálpar, ef dóttir þín er orðin 18.ára er félagsráðgjafin bundin þagnaskyldu við hana og má því ekki ræða hennar mál við þig.
Gangi þér vel í þínu.
Kristín Snorradóttir, 8.2.2008 kl. 13:32
Ég verð að segja að það er mitt lán með mína dóttur að hafa kynnst starfinu í foreldrahúsum og því frábæra fólki sem þar er og starfar, einnig að hafa fengið einstaka konu frá barnaverndarnefnd hér sem ég bý til liðs við mig og mína dóttur. Þar sem ég bjó áður var kerfið ALLS EKKI að virka og er sárt til þess að hugsa að fólk fái ekki þá faglegu aðstoð sem það virkilega þarf þegar barnið manns fer í neislu. Við erum alltaf að reyna okkar besta sem foreldrar, en getum ekki vitað allt. Elsku Kristín, þú hefur verið mér einstök, vildi að það væri hægt að KLÓNA þig svo allir gætu átt eina þig að. Kærleikskveðja, Beta
Elísabet M (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:31
Elska mín koss og knús kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 22:01
Það vantar miklu meiri uppl. til okkar foreldra fíkla,hvað okkur stendur til boða og okkar fíklum. Ég er að vísu vel upplýst í dag,en ég er líka búin að vera í þessum fíklaheimi,sem aðstandandi, meðvirk móðir:) í 5 ár.Heyrumst á morgun Stína.
Þín Guðrún
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:17
Aðstandendur fíkla eiga að fá upplýsingar um leið og þeir leita hjálpar fyrir sig og fíkilinn ekki að þurfa að vera að leita eftir því sjálfir og kannski ekki vita af hlutum sem eru í boði. Þetta er frumskógur og á maður ekki að þurfa að berjast með kjafti og klóm. Góður félagsráðgjafi sem við vorum svo heppnar að hafa er ómetanlegur það skipir öllu en fyrst um sinn var þetta barátta og aftur barátta við eitthvað sem var svo vonlaust að manni fannst að vita ekkert það vantar eitthvað sem aðstandendur fá á byrjunarstiginu.
Eigðið góða helgi.......við erum farnar að skiptuleggja ferðina á spán Kristín og Guðrún bara svo þið vitið það
Kveðja Sirrý og Þóra Björg
Sirrý (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:27
OMG... nú er að bryðja sellerí og gullrætur... ef mann á að vera bikinífær!
Kristín Snorradóttir, 9.2.2008 kl. 15:35
Ég er einn þeirra sem les pistla þína en hef ekki kvittað eða tjáð mig, en ég hef líka verið að lesa pistla nokkura foreldra sem eiga einhverf börn eða börn með einhverja fötlun aðra og ég undrast alltaf jafn mikið og reiðist um leið, þegar ég les um að þau ykkar sem þurfið að eiga við "kerfið" á einhvern hátt, að þið þurfið alltaf að standa í einhverskonar stríði, ég get ekki skilið þetta, en afhverju ætli meðferðarfulltrúinn hafi hætt sem hjálpaði þér svona vel, kannski af því að hann/hún hafi ekki getað staðið í þessu stríði lengur, nei ég veit það svo sem ekki. Ég fylgist bæði spenntur og kvíðinn með baráttu ykkar mæðgina og fjölskyldu, ég var hepinn minn fór ekki alveg svona langt, er á meðan er og það er alltaf smá kvíði í manni.
Baráttukveðja.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.2.2008 kl. 17:58
Takk fyrir kvittið Högni. Nei ég skil ekki því kerfið er svona erfitt, ég þekki nokkuð vel til fatlaðra og baráttunar sem þeir foreldrar þurfa að heyja.
Gott að heyra með son þinn. Það yljar mér alltaf að heyra af þeim sem hafa náð sér á strik. Jú það er á meðan en við verðum að njóta
Kristín Snorradóttir, 10.2.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.