Índíána hvað?

það svínvirkar alveg að vera með yfirlýsingar á blogginu Smile Mín búin að skreppa á slétturnar og sækja sér indjána í bað Wink jamm skellti mér í það 56.mínútur af hugleiðslu í heitu vatni og maður getur ekki annað en nærst af því.

Flotti maðurinn hringdi að vísu á meðan Blush en litli prinsin skilaði til mín að ég ætti að hringja austur og segja þeim á götusmiðjunni að ég væri búin í baði svo Ragnar gæti þá hringt aftur. Svo ég hringdi og tilkynnti starfsmanninum sem svaraði að ég væri búin í baði og væri því hrein.... hehehehe....... skömmu seinna hringdi flotti maðurinn og við áttum gott spjall.

Skellti mér á minn fasta fund í kvöld og þar fékk ég enn meiri næringu Wink og aðeins áminningu um að maður er ekki cool þegar maður er jaxl og neitar að gefast upp fyrir veikindu, heldur ætti maður að nota tækifærið til að slaka á og njóta góðra bóka..... Takk fyrir það Smile

Ætla núna að fara að skríða í koju og svífa á brott í undursamlega draumaveröld Sleeping

megið þið öll eiga góða nótt og dreyma eitthvað hrikalega skemmtilegt!

Kærleikskveðja. Kristín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þessa uppskrift af baði hjá þér, ætla að prófa við fyrsta tækifæri

Frábært að það skuli vera tekið tillit til þess að mömmur fari í bað og séu hreinar fyrir spjall.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:27

2 identicon

Sæl Kristín

Bara að láta vita af mér, við hjónin skruppum í góða helgarferð til Skotlands síðustu helgi, og það var hálfgerð uppskeruhátíð eins og Sirrý kallaði þessa ferð ! En annars erum við að venjast nýju lífi eins og fleiri, og það er notalegt, ætlum að halda áfram að mæta á fundi í Foreldrahúsi, það verður gaman að fylgjast með flutningnum og sjá hvernig þetta kemur út, nýja Foreldrahúsið. Þegar snjóa leysir væri gaman að hittast á kaffihúsi og spjalla smávegis, ég fylgist með þér og heimsæki síðuna þína reglulega, gangi ykkur sem allra best og kærar baráttukveðjur til Ragnars. kv. Gyða.

Gyða (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

jæja, ertu búinn að fá þér bók og liggja í rúmi og fá þér sætt te með hunangi og sofa og móka og lesa og móka og fá þér eins og eina gulrót:)

þú ert svo ósköp yndisleg mannvera... þú átt allt hið besta skilið

Birgitta Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband