Mömmulegar pælingar og fl.

Svíf á sæluskýi Smile uppfull af þakklæti og hamingju, finnst ég og mínir óendanlega vel blessuð á allan hátt.

Fór að sofa út frá hugsunum um soninn í gærkveldi, mér var hugsað aftur og aftur til ljósmyndar sem hann er með á borðinu hjá sér. Þetta er mynd af honum og vinkonu hans, myndin er tekinn inná Hlaðgerðarkoti og hann lítur skelfilega út á henni Sick Þetta truflaði mig þegar ég lagðist til hvílu, fannst ekki gott að hann hefði einhverja mynd af sjálfum sér þar sem hann lítur út eins og dópisti... hehehe.... þið skiljið... nú þegar hann er orðin svona bjartur og fallegur. Ég trúi því að það styrki hann að hafa mynd af sér þar sem hann sér hvað hann er flottur.

Svo mömmukrílið, ég fékk snilldar hugmynd Whistling ætla að setja saman handa honum myndasyrpu af honum litlum geggjað sætum, eldri geggjað sætur og svo núna edrú geggjað sætur ásamt myndum af okkur hinum....geggjað sæt fjölskylda. Færa honum þetta næst svo hann geti horft á þessa sætu fjölskyldu áður en hann fer að sofa en ekki einhvern dópista LoL 

Annars vaknaði mín rám í morgun eins og hún hefði sötrað wiský í alla nótt, nei ekkert wiský, þykir það nú bara vont en hálsbólga mætt á svæðið Shocking ég hef engan tíma í eitthvert flensustúss. Svo skundaði í skólan með ráma rödd og í búðina á eftir að kaupa engiferrót svo nú er bara að gera seiði og hrekja burtu hálsbólgupúkana Grin

Eitthvað er nú erfitt að halda að sér aðhaldi þessa dagana..... veisla í gær með miklum rjóma... rjómabolla í dag og freistandi saltkjöt og baunir á morgun Blush Vildi að það væri flottast að vera með maga,rass og læri Woundering þá meina ég almennilegan maga,rass og læri...hehehehe

Eigið frábæran sprengidag og njótið salkétsins og baunanna!

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Runólfsson

Kvitt, kvitt. ... mun bráðum droppa í kaffi.

Leifur Runólfsson, 5.2.2008 kl. 04:02

2 identicon

Langaði að kvitta fyrir heimsókninni.
Það er svo agalega lagt síðan ég kvittaði síðast.  Frábært að það gangi allt svona líka glimrandi vel hjá ykkur öllum.... bara æðislegt.
Hlakka til að sjá ykkur í foreldrahúsum.

Stórt knús
Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:36

3 identicon

Stína mín ég samgleðst ykkur öllum. Gaman að lesa svona góðar fréttir.

Erla frænka (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Æðisleg hugmynd hjá þér skvís, hann verður ánægður að fá svona flottar myndir :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 5.2.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flott hugmynd, ekkert gaman að sjá mynd af sér þegar maður er í ruglinu þegar maður er að ná heilsunni aftur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:08

6 identicon

Góð hugmynd með myndirnar, eins er líka gott af hafa flotta mynd af sjálfum sér á ísskápnum ...

Maddý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:18

7 identicon

Gott að þú lætur ekki smá hálsbólgu slá þig út

Vona að engiferrótin virki... annars er það bara ró og næði heima

Díana (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:33

8 identicon

Get sagt þér það að fólk á Spáni fær líka hálsbólgu og er ég búin að vera hérna eins og ég sé að kyngja rakvélablöðum ekki það að ég hafi gert það en ímynda mér hvernig það er.  Líst vel á að búa til myndskeið af Ragnari .....ég hef oft hugsað mér að gera það fyrir Þóru og líka hvernig hún var á ýmsum tímum.....En hérna á spáni er búið að renna niður ljúffengum baunum og íslensku saltkjöti og borða á sig GAT.  þetta var yndislegt.

Kveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Ragnheiður

Um að gera að láta hann hafa myndir af sjálfum sér vel útilítandi, rosalega góð hugmynd !

Knús á þig elskan mín.

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 21:09

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góð hugmynd með myndirnar.

Góða nótt ljúfan

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Björn Finnbogason

Gefðu honum spegilþá er auðvelt að sjá muninn á myndinni og manni sjálfum á hverjum degi.  Fínt að eiga eina svona mynd til að minna sig á, og hve allt lítur mikið betur út í dag! Gangi ykkur allt í haginn.

Björn Finnbogason, 10.2.2008 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband