Þá er langþráð heimsókn að baki Það var bara gaman að fara austur yfir heiðina... sumir kalla það helv... heiðina Færðin var fín og ekki yfir neinu að kvarta með það.
Renndum í hlað stundvíslega kl.13 (mín hefur alltaf þjáðst að stundvísisgeðveiki ) og viti menn það stóð engin úti á plani og beið eftir okkur, jú kötturinn! Við þrömmuðum inní hús og ég kallaði HALLÓ á móti mér kom gangandi alveg ótrúlega flottur ungur maður og sagði eruð þið kominn ég kíkti út fyrir mínútu og sá engan bíl...... hann ætlaði nefnilega að taka á móti okkur á planinu Þennan unga flotta mann á ég og er ákaflega stolt af honum eins og hann er í dag.
Upp hófust faðmlög og kossar... töluvert magnþrungin og væmin stund en okkur fannst það öllum gott.
Bauð hann okkur að skoða staðinn og kynnti okkur fyrir hinum á svæðinu. Eftir skoðanaferð um staðinn var okkur vísað í borðstofu og dregnar fram kræsingar, bökuð hafði verið alveg frábær marengsterta og annað dregið fram með henni. Ótrúlega myndarlegar dömur héldu uppi gestrisni staðarins og bættu um betur og skelltu í vöfflur og skúffuköku.
Það er greinilega ekki reiknað með að gestir séu í aðhaldi ég náttúrulega er í aðhaldi en gat með engu móti annað enn gúffað í mig marengs með rjóma, vöfflum með rjóma enda ungmennin búin að leggja sig fram við að taka vel á móti gestum.
Ragnar ætlar nú að grafa upp einhverjar gulrætur til að bjóða mömmunni uppá næst þegar hún mætir á svæðið. hehehehe
Áttum yndislegan dag saman og var fótboltaspilið notað óspart. Kisin á staðnum fékk góðan skammt af klappi og mamma og sonur frábært spjall, pabbi og sonur frábært spjall og bræður brutu ísin sem hafði mynndast milli þeirra, heimasætan kom ekki með í dag þar sem hún var að vinna en kemur pottþétt með næst
Það var soldið skemmtilegt en einn ungur herramaður á svæðinu kom og settist með okkur smá stund og allt í einu segir hann við mig ,, heyrðu takk fyrir matarboðið,, ég horfði á hann alveg tóm, nema hvað ég vissi að ég hafði séð hann og hitt áður en rak ekki í mynni að ég hefði boðið þessum unga manni í mat.
Hann hló mikið af því hversu hissa ég var og sagði ,, mannstu ekki þegar Örlagadagurinn með þér var sýndur þá var ég á hrauninu með Ragnari og hann hringdi heim og var að segja þér að allir hefðu horft og það hefði skapast jákvæð umræða um þáttinn og þú sagðir við hann að þú biðir strákunum á hrauninu í mat til að ræða málið nánar
Ég mundi eftir þessu samtali við soninn forðum og blikkaði unga mannin og sagði við hann ,, verst að þú varst alveg bundin þá,, Það var létt á hjalla og mikið hlegið.
Það er eitt sem ég er búin að bíða með í töluverðan tíma og fékk tækifæri til að gera í heimsókninni í dag. Það var að taka 9.spor á honum syni mínum, ég vildi nefnilega taka á honum þetta spor þegar hann væri skýr og gæti tekið á móti því. Mikið var það gott
Tímin flaug svo gaman var og trúið mér það er mikil breyting. Hingað til hafa heimsóknir oftar en ekki verið kvöð og það mjög erfið kvöð. Oft hefur maður verið alveg gjörsamlega úrvinnda eftir 40, mín í heimsókn en þannig var það ekki í dag. Við stoppuðum til kl.15.30 og hefðum alveg geta verið lengur en bóndin átti að mæta á vakt klukkan fjögur svo við urðum að halda af stað.
Við kvöddum glöð og fórum alsæl og full af orku, von og þakklæti í bæinn. Ákváðum að taka Þingvallaleiðina heim sleppa helv...heiðinni og viti menn hún er greiðfær og mun fljótlegri svo ég tali nú ekki um náttúrufegurðina sem fyrir augu ber á þeirri leið.
Ragnar sendir kveðjur til Spánar
Njótið lífsins.
Kærleikskveðja. Kristín
Flokkur: Bloggar | 3.2.2008 | 22:41 (breytt kl. 22:49) | Facebook
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið er gott hvað allt gengur vel og að heimsóknin var góð, þegar minn sonur var á Árvöllum þá kom ég með bakkelsi með mér á miðvikudögum þegar foreldrafundirnir voru svo þessi elska fengi nú eitthvað ætt að borða hehehehe svona getur maður nú verið klikkaður (eða meðvirkur) hefði kannski betur leyft honum að sjá um að gefa mér með kaffinu gangi ykkur allt í haginn kveðja Anna Bugga
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:01
Gott að þetta gekk svona glimrandi vel ...
Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:06
Ég tárast við að lesa þetta hérna.....þetta hefur verið yndisleg stund.
Kær kveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:08
yndislegt!
Samgleðst ykkur innilega með þessa góðu heimsókn,og hve allt gengur vel
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.2.2008 kl. 23:22
Frábært.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:38
hæ Kristín,
Gott að allt gekk vel í dag, hlakka til að hitta soninn á morgun og heyra allt um heimsóknina. Já .....heiðin verið til friðs í og er ég ákaflega þakklát fyrir það.
kærleikskveðja
ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:56
Guð hvað það er gott að lesa þessa færslu hjá þér, hrein snilld...innilega til hamingju með árangurinn og líðanina
Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 00:05
Æðislegt að heyra, Gott að þú fannst tíma fyrir 9.sporið skvís
Knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 4.2.2008 kl. 01:18
Buin ad bida spennt eftir thessu bloggi um hvernig heimsoknin gekk! Gaman og gott ad heyra ad allt gekk vel og strakurinn se i finu formi.
kvedja fra Kanalandi...
Binnan, 4.2.2008 kl. 04:31
Hæhæ æjh hvað ég er ánægð að Ragnar sé búin að hitta mömmu sín... ;) hann var svo spenntur að hitta þig þegar ég var en uppfrá.... ég sendi honum bréf sem hann fær á mánudaginn svo keypti ég handa honum gjöf sem hann fær eflaust einhverntíman í næstu viku.... þarf að senda hana til íslands.... :D ég fylgist með þér Kristín ... ;*
Spánarkveðja
Þórabjörg-
ÞóraBjörg (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:03
Það var frábært að lesa þetta, samgleðst þér innilega með líðanina og heimsóknina
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:21
Takk fyrir að taka þátt í minni gleði öll sömul
Þóra mín keep on doing good things in life
Kristín Snorradóttir, 4.2.2008 kl. 10:47
Þetta er bara yndislegt að lesa Samgleðst ykkur öllum innilega með þennan flotta árangur
Blómið, 4.2.2008 kl. 11:57
Þingvallaleið er yfirleitt betri finnst okkur. Ég verð alveg klökk að lesa um batann hans Ragnars. Þetta er svo frábært.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:31
Vá hvað ég er ánægð fyrir þína hönd, það er alveg póttþétt besta tilfinning í heimi að endurheimta börnin sín:-) Sonur þinn og þú eruð algerar hetjur:-)
Hildur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:55
Bara æðislegt að heyra hvað allt gekk vel, enda heyrðist gleðin í röddinni þinni í gær. Elsku Kristín, takk fyrir allt í gær, þú ert PERLA. Kv.Elísabet M
Elísabet M (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:46
Frábært hvað þetta lukkaðist vel hjá ykkur.
Kvitt, kvitt, snjókveðja að austan
Lilja Björk Birgisdóttir, 4.2.2008 kl. 18:33
Er hægt að biðja um eitthvað meira ?
Ég spyr ?
Nei,ég held ekki
Er ekki lífið dásamlegt?
Sjáumst eftir 2 daga
Love you
Guðrún
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:48
Gott að lesa um þessa frábæru heimsókn
Hafðu það sem allra best
Þóra Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.