Kaldur og þreyttur.

Sunnudagur á morgun og heimsókn austur að hitta Ragnar. Veðurútlit gott og mín staðföst í þeirri trú að á morgun verði engar hindranir í veginum Grin Er búin að heyra í honum í vikunni og hljóðið mjög gott, minn er að upplifa eðlilegar og heilbrigðar skemmtanir eins og reiðtúra í frosti og skíðaferðir í enn meira frosti. Kaldur og þreyttur á ný en af eðlilegum orsökum. Það er það sem er svo frábært.

Nú nýt ég þess að fá símtal þar sem talað er um að vera kaldur og þreyttur. Það er alveg nýtt fyrir mér LoL Áður voru símtöl um að vera kaldur og þreyttur erfið og reyndu á mig, því þeim varð ég að ljúka með því að segja: nei vinur þú getur ekki komið heim í hlýjuna, ég elska þig en get ekki verið með þér fyrr en þú snýrð lífi þínu við.... Þá var minn kaldur og þreyttur á götunni og átti ekki fyrir næsta skammt hvorki peninga né krafta.

En sú breyting sem hefur átt sér stað á þessum stutta tíma er svo sannarlega kraftaverk og áminning til okkar allra um að gefa aldrei frá okkur vonina alveg sama hvað gengur á og hversu erfitt er að standa með sér í barráttunni við fíkniefnadjöfulinn.

Eigið góðar stundir og njótið lífsins.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef alltaf haldið því fram að þegar vonin fer þá er ekkert eftir. Fólk sem ekki hefur staðið í sporunum skilur það stundum ekki. Vonin er svo sterk og við þurfum að fá að halda í hana sem lengst og helst alltaf.

Kærleikskveðja til baka Stína mín

Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Vona að morgundagurinn verði ykkur mæðginunum yndislegur.

Kærleikskveðja til þín baráttukona

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 17:14

3 identicon

Mín var slæpt og þreytt í gær eftir búðarrölt í "mollinu" í Alicante en lét það ekki á sig fá og dreyf mig og systir sína með sér á markaðinn í dag og svo skildi ég þær eftir í stórri búð hérna þar eru þær systur að klára síðustu orkuna en mamman gafst upp á þessu og fór heim hef ekki þetta úthald.

Gaman að vita að þau eru að nýta krafta sína í eitthvað skemmtilegra.  Þú skilar stóru knúsi frá okkur hérna á Spáni ég er viss um að amma og afi sakna þess að hitta ekki Ragnar Má og spjalla við hann en ég er viss um að þau biðja líka að heilsa honum frá Glasgow...... Kveðjur austur og njótið dagsins við hugsum til ykkar héðan.

Kveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Reiðtúr í frosti.  Það er sko lífið !!    Njótið morgundagsins... og framtíðarinnar líka.

Anna Einarsdóttir, 2.2.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Æji frábært ég samgleðst ykkur innilega. koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Huldabeib

Ohhh, knúsaðu snáðann frá mér (sem þekki hann ekki af öðru en því sem við eigum sameiginlegt) og segðu honum frá mér að það sé alltaf von... Ég á sex ára edrúafmæli í fyrramálið Hver hefði trúað því fyrir sex árum???!!!

Huldabeib, 3.2.2008 kl. 01:20

7 identicon

Góða ferð austur í dag, vona að dagurinn verði frábær að öllu leyti.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 09:08

8 identicon

Hæ Kristín,

ágætis ferðaveður í dag, það held ég að sonur vor sé orðinn spenntur, gæti trúað að hann sé u.þ.b. að gera út af við alla á heimilinu. En það er jákvæð og eðlileg spenna sem er hið besta mál. Góða ferð öll og ég hlakka til að heyra um heimsóknina.

kærleikskveðja ofurskutlan

p.s. keyrið samt varlega yfir "helv. Heiðina"

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:09

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hehehe... það er ábyggilegt að allir sem soninn þekkja vita að það fer ekki framhjá nokkrum manni ef hann er spenntur  þessi elska getur gert mann og annan örmagna ef þannig ber undir en jákvæð spenna kætir bara andrúmsloftið og eykur gleðina

Er að fara að leggja í hann......adios amingos!

Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 11:40

10 identicon

Hæ,hlakka til að heyra um heimsóknina

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gaman að lesa bloggið þitt, og gangi ykkur allt í haginn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:18

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband