Heyrði í Ragnari á áðan rosa gott hljóð í honum. Hann talaði um að það væri ákveðið tómarúm eftir að Þóra fór en hlakkar til að heyra í henni og svo fær hann að kíkja hingað stundum og kemur þá til með að fá einhverjar fréttir frá Spáni trúi ég
Spáinn fyrir sunnudaginn er góð svo það gengur vonandi eftir að við komumst í langþráðu heimsóknina þá. Ég sagði honum einmitt á áðan að það væri ný og góð tilfinning að hlakka til að heimsækja hann. Honum fannst það gott og talaði um að það væri líka skemmtilegt að hlakka til að fá okkur en ekki bara til að hafa einhver not af okkur...úfff... ég bara svíf yfir bataboltanum mínum þessi hugsana breyting sem ég hef orðið vör við er kraftaverk... það er náttúrulega alltaf kraftaverk að fá fíklana okkar aftur til baka og það þakka ég guði fyrir á hverjum degi.
Horfði á Kompás í gær enda málefnið mér kærkomið og náið. Verð að hrósa formanni geðhjálpar fyrir hversu afdráttarlaus hann var í því að meðhöndla yrði fíkla strax og örugglega. Ég þekki það vel að fíkill fer og vill komast inn einhverstaðar vegna þess að hann er þreyttur á götunni en tel að ef fíkill leitar aðstoðar verði að veita hana því við vitum aldrei hvenær þetta moment er komið sem eitthvað gerist.
Ég hafði ekki mikla trú á að sonur minn væri að fara í meðferð nú til að gera eitthvað í sínum málum, átti von á að hann væri rétt eina ferðina að fara að hvíla sig fyrir næsta partý en núna er hann í bata og hefur sýnt mér að hann vill og getur. Hann var ekki fýsilegur þegar hann kom að Brúarholti útúr dópaður af niðurtröppunar lyfjum og bað Guðbjörgu að vera rólega og taka einn dag í einu og þegar hún brosti og sagði já elskan nú tökum við einn dag í einu í 365 dag þá fölnaði minn maður upp!!
En í dag er hann farinn að tala um langtíma meðferð. Við ræddum það aðeins á áðan hvernig staða hans var áður en hann fór inn á Brúarhól og hann gerir sér grein fyrir að í neyslu á hann ekki eftir mörg skot í handlegginn á sér áður en hann kveðjur þetta líf og hann er ekki tilbúin að kveðja lífið strax.
Núna ætti hún Þóra að vera kominn á Spánn. Hlakka til að heyra af henni. Veit að Ragnar bíður eftir að fá fréttir.
En annars er ég bara þakklát, þakklát fyrir það líf sem ég lifi og hvert ég er leidd, fólkið í kringum mig og allt sem er. Bara uppfull af þakklæti
Hafið góðar stundir, njótið andartaksins.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragnheiður , 30.1.2008 kl. 19:40
Já Kristín það var hamingjusöm ung kona sem hringdi í ömmu og sagðist vera svo glöð og ánægð með útskriftina sína, sagðist hafa verið umkringd góðu fólki og allir hefðu samglaðst henni svo innilega og kvatt flamingófuglinn sinn, en það er nafnið sem þau gáfu henni , hún fékk mikið hrós ,hvatningu og mikið kærleiksríka kveðju frá öllum í Brúarholti, og nú er hún sem sagt að hefja nýtt líf eftir margra ára baráttu við fíkniefnin, það er búið að vera algjört spennufall hjá okkur mömmunni og ömmunni mörg tár fallið, gleðitár, ég sendi Ragnari mínar hjartanskveðjur og hugsa til hans, hver veit nema við rennum við í Brúarholti einhvern daginn í sumar en við erum alltaf á ferðinni á húsbílnum okkar, en í fyrramálið erum við að skreppa helgarferð til Glasgow, uppskeruhátíð ! Við verðum í sambandi bráðlega Kristín, mig langar að hitta þig. Hjartans kveðjur og gangi ykkur vel um helgina, amma Gyða.
Gyða (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:08
Tómarúm
Það er sjálfsagt eitthvað sem við verðum að læra að takast á við þegar fíklarnir okkar hætta í neyslunni. En mikið verður það ánægjulegt tómarúm.
Samgleðst þér (ykkur öllum)af heilum hug Og öllum í Þóru fjölskyldu
Kidda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:54
Yndislegt að honum gengur vel.Kveðja og knús til ykkar bataboltanna.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:14
Jæja þá er hún mætt og tilbúin að hefja nýtt líf að fullum krafti. Yndislegt að sjá hana loksins koma labbandi eftir ganginum úr vélinni, mikið var ég stolt af henni. Hún er bara yndisleg. Látum heyra meira frá okkur siðar.
Kærleikskveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:23
Hæ hæ Kristín og takk fyrir hugulsemina og falleg orðí minn garð, ég verð að segja að ég sakna Ragnars alveg mjög mikið... hlakka til að fá bréf frá honum einu sinni i viku.. ég er alveg rosalega ánægð með að vera komin hingað til mömmu og Ellenar... Svo ætla ég bara að halda áfram að vinna i sjálfri mer hérna úti mæta á fundi og vinna....
hlakka til að heyra frá þér
kærleikskveðja Þóra Björg :)
Þóra Björg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:27
VELKOMINN HINGAÐ ÞÓRA! Gaman að vita af þér og gott plan hjá þér. Hlakka til að segja Ragnari frá kvittinu þínu.
Mundu að þú ert flott og getur allt sem þú vilt, nýttu reynslu þína þér til góða, til að vaxa og gefa frá þér von.
Risaknús,,,,
Kristín Snorradóttir, 30.1.2008 kl. 23:15
Gaman að fylgjast með velgengni þinni.
Heiða Þórðar, 30.1.2008 kl. 23:49
Þetta er geggjað ég segi nú ekki annað..Raggi dúlla hann er ovur dúlla núa.Allt annað að sjá snúlluna:) Mikið bið ég að heilsa honum og stórt knús til hans..knús og kossar Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 31.1.2008 kl. 00:43
Við sendum Ragnari baráttukveðjur. Það er ósk okkar allra að hann haldi áfram í batanum.
Kv. Ásta frænka
Ásta frænka (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:50
Alveg frábært hvað allt gengur vel og hann Ragnar þinn er greinilega að blómstra Það getur oft verið þyrnum stráð að fá inn í meðferð eða á geðdeild,ég hef nú reyndar verið heppinn með aðgang í meðferð, en ég hef farið mjög illa á mig komin, og reynt að komast inn á geðdeild, en komið á lokuðum dyrum ,og á endanum orðið að grípa til mikilla örþrifaráða til að fá aðstoð.Eigðu góðan dag Kristín mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:40
Takk Kristín mín fyrir kvittið og falleg orð. Já þetta er erfitt ferðalag eins og þú veist. Hef fylgst með ykkur lengi hér á síðunni þinni, kíki hér inn á hverjum degi. Yndislegt að fylgjast með núna þegar allt gengur vel Hef fulla trú á því að Ragnar þinn sé að koma til baka Gangi ykkur fjölsk allt í haginn, þið eruð BARA frábær
Kærleikskveðja
"Mamma"
"Mamma" (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:42
Vá ! Ég er með svo mikla gæsahúð á þvi að lesa um hvað allt gengur vel og hvað það var yndislegt að hlusta á þig Kristín á kyrrðarstundinni í Dómkirkjunni áðan.Ég var alveg að fara að skæla,þetta var svo fallegt og notaleg stund.Þú ert lang flottust Ég kýs að kalla þetta umhyggju,ekki meðvirkni Gott að heyra líka frá Þóru og Sirrý
Kærleikskveðjur frá Guðrúnu og Andra Frey
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:19
Takk Guðrún mín fyrir kærleikan og hrósið. Mér þótti ákaflega gott að vitna í dómkirkjunni á áðan um líf mitt og gjafir.
Knúsaðu Andra frá mér og segðu honum að mig sé verulega farið að lengja eftir að hitta hann.
Kærleikur og knús.
Kristín Snorradóttir, 31.1.2008 kl. 20:31
Gaman að lesa frá þér Guðrún því nú kveikti ég á perunni hver þú ert Ekki er nú heimurinn stór. Gaman að heyra hvað allt gengur vel ....kannski er árið 2008 árið okkar allra. En mikið hefði ég verið til í að vera á kyrrðarstund með ykkur en við höldum hana bara saman hérna þegar Ragnar Már verður búin með sína vinnu sem hann er í núna. Við mæðgunar erum búnar að eiga yndislegan tíma saman síðan Þóra Björg kom, mikið hlegið og fíflast í gær í einhverju spennufalli hjá okkur þrem. Amma og Afi skelltu sér til Glasgow í morgun að slappa af og halda uppskeruhátíð eins og við köllum þetta Elsku Kristín, Ragnar Már, Guðrún og Andri Freyr okkur hlakkar til að fylgjast með ykkur um ókomna tíð. Þóra Björg er að spyrja um netfangið hans Andra hann getur sent póst á strondin@hotmail.com.
Kærleikskveðja til ykkar allra
Sirrý og Þóra Björg
Sirrý og Þóra Björg (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:06
Mikid er gott ad heyra ad allt gengur svona vel. Alltaf gaman ad fa godar frettir. Lika svo gaman ad fa frettir her af nemum sem eg hef unnid med a seinustu arum.
Thora: Yndislegt ad heyra fra ther! Thu kannski skellir a mig emaili einhverntiman vid taekifaeri!
Bestu Kvedjur a klakan fra Kanalandi...
Binnan, 1.2.2008 kl. 05:52
Kvitt, kvitt fyrir mig og knús á línuna
Kveðja Lilja Björk
Lilja Björk Birgisdóttir, 1.2.2008 kl. 13:58
Hæ,já árið 2008 er okkar ár.Netfangið hans Andra er: otes12@hotmail.com
Kossar og knús til ykkar Kristín,Ragnar Már , Sirrý og Þóra Björg
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.