Vanmáttur.

Mín er búin að sitja við tölvuna í allan dag og fylgjast með veðrinu og færð!

Hellisheiðin er lokuð og þar er óveður og það er alveg sama hvað ég kíki oft og bið mikið þannig er staðan. Er að spá í hvort minn æðri máttur sé að sýna mér vanmátt minn LoL Alla vega ég er algerlega vanmáttug gagnvart veðrinu og fæ því ekki breytt.

Ég hef lært það að mótlæti, hvort sem það er stórt eða lítið gefur manni kost á að sjá það jákvæða í tilverunni og ég trúi því að það verði bara enn skemmtilegra að heimsækja Ragnar næsta sunnudag Smile Hann verður bara flottari og kominn lengra í sínum bata þá.

Mig langaði að fá að faðma hana Þóru og senda hana með smá kærleika frá mér til Spánar en sendi henni kærleika í bæn og faðma hana þegar við sjáumst næst.... Hlakka til að fá kvitt frá henni þegar hún er komin á Spán Cool

Ætla núna að fara að nýta daginn í lestur skólabóka.

Kærleikskveðjur.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Stína,

leiðinlegt að þið gátuð ekki komist austur, en hei svona er lífið fullt af allskonar og bara gerist. Það verður bara ennþá betra að viku liðinni og sonur vor kominn í ennþá betra form.

Það er bara gott fyrir hann að æfa sig í að takast á við mótlæti, (ekki það að ég hafi ekki óskað þess að þið kæmust því ég veit hvað það er honum mikils virði og ykkur) því það er einmitt þegar maður verður fyrir því sem kemur í ljós hvort eitthvað hafi raunverulega breyst og maður lært eitthvað.

Kærleikskveðjur til þín og fjölskyldunnar

Guðbjörg

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:43

2 identicon

Hæ Stína,takk fyrir að senda mér myndina.Ragnar er ekkert smá sætur strákur.Algjört krútt  Leitt að þið komist ekki austur,en þið hafið myndina af þessum líka gullfallega dreng,sem þið getið verið stolt af.Þið horfið bara á hana á milli lesturs skólabóka.

Hlakka til að sjá ykkur á þriðjudag.

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Já það er bara þannig að hlutirnir eru eins og þeir eiga að vera og okkar að gefa eftir og taka því. Ég veit að eitt af því sem minn kæri sonur þarf að læra er að höndla mótbyr og nú hefur verið lagt fyrir hann verkefni sem hann getur nýtt sér til góða, það er að segja játa vanmátt sinn

Guðrún... Hlakka líka til að sjá þig á þriðjudag

Kristín Snorradóttir, 27.1.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Æji en leiðinlegt en það koma aðrir sunnudagar og nú verð ég að fara að telja niður aftur hehe...'Eg væri allveg til í að fá mynd af ragnari ný kliftum ef u átt hana Lígið er eintómt spurningar merki maður veit ekki hvernig morgundagurinn mun verða allveg 100% koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Allý mín mér vantar mail hjá þér svo ég geti sent þér mynd. Sendu mér mail, mailið mitt er hjá höfundarlýsingunni og ég sendi þér mynd til baka.

Knús

Kristín Snorradóttir, 27.1.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Takk Takk búinn knúserí knús

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 15:22

7 identicon

Sæl Kristín ég sit hérna með tárin í augum ykkar vegna....en ég veit að mamma og pabbi ætluðu að brjótast í gegn núna seinnipartinn vegna þess að þau voru að fara til að kveðja  hana og knúsa áður en að hún kemur út. En ég hef ekkert heyrt og veit ekki meira vona bara að þau hafi komist alla leið .....Og ég veit að hún Þóra mín hefur ekki verið minna vonsvikin því að hana hlakkaði til að hitta ykkur líka.

En eins og Guðbjörg segir ....þá verður meira gaman næstu helgi....

Kærleikskveðja og stórt knús til ykkar og takk fyrir falleg orð um Þóru mína

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:14

8 identicon

Kæra Kristín

Já við komumst alla leið í hálf-brjáluðu veðri austur og al-brjáluðu veðri suður þökkuðum fyrir að vera á stórum jeppa, en heimsóknin var þess virði við komum beint í kvöldmatinn, og borðuðum með heimilisfólkinu, og það verð ég að segja að hann Ragnar blómstrar alveg núna, hann lítur mjög vel út og var bara mjög hress og kátur, og þegar við gengum út að bíl fylgdi hann okkur og faðmaði þegar við fórum, það gladdi okkur að ein stúlkan spurði hvort við gætum ekki komið í heimsóknir áfram þó að Þóra væri farin ! Við áttum ágætt samtal við Ragnar sem þú værir ánægð með, ég segi þér það þegar við hittumst vonandi bráðlega, ræðum það seinna kveðjur frá Gyðu.

Gyða (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:12

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Gyða mín gott að heyra að þið komust austur til að kveðja  ég held ég geti skilið þessa stúlku sem vildi að þið hélduð áfram að koma því mér þykir orðið endalaust vænt um þig og þína. Kærlaikan sem þú sendir frá þér á þinn fallega hátt. Mikið er ég glöð að heyra að hann sonur minn fékk gott spjall, það er nokkuð sem hann græðir alveg ábyggilega á

Ég er sko meira en til í að hittast yfir góðum kaffisopa og spjalli og það fyrr en seinna. Verðum bara í mail sambandi með það, ég hef ágætlega rúman tíma þar sem ég er námsmaður og við námsmenn fögnum ætíð þeim tækifærum sem gefast til að hvíla bækurnar  Það er ekki alveg laust við að unglingurinn lif í mér en... hehehe

Kristín Snorradóttir, 27.1.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til þín Kristín mín, það hefur verið erfitt að komast ekki austur í dag. Það gengur vonandi eftir næsta sunnudag.

Ragnheiður , 28.1.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband