Nú er pressan að gera vart við sig! Endalaust mikill lestur og verkefnavinna en mín búin að setja sér upp vinnu skema og taka ákvörðun um að bæta ekki neinu á sig
Heyrði í syninum í gær.... hann alveg í svaka góðum gír, kominn með titilinn batabolti frá starfsfólkinu fyrir austan enda í flottum bata. Áttum yndislegt símtal þar sem við ræddum lífið og tilveruna, hann talaði um klippinguna sína og sagði að hann væri svo ánægður með að fíkla útlitið væri að hverfa..Spjölluðum líka um það að nú væri að styttast í að vinkona hans sem er með honum fyrir austan og er líka batabolti fer bráðum úr meðferðinni og til Spánar. Þar er söknuður en þau fá að senda hvort öðru e-mail 1. sinni í viku svo er aldrei að vita nema flogið verði yfir hafið seinna og vinkonan heimsótt Hann er spenntur fyrir sunnudeginum eins og við hin, það verður gaman að heimsækja hann. Ég er farinn að telja niður
Lifið heil og njótið.
Kærleikskveðja. Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært !
kveðja Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:29
Það verður gott að heimsækja hann og fá að sjá hann sjálfan en ekki fíkilinn afmyndaðan af sínum sjúkdóm.
Hafðu það gott Stína mín
Ragnheiður , 24.1.2008 kl. 13:16
já ég get ymindað mér að þetta verður spennandi á sunnudaginn.Það liggur við að ég sé að telja með hehe hugsaði í gær jæja nú fer að stitast í sunnudaginn og ég var ekki einu sinni í tölvuni ég var í búð.. svo að hugur minn er hjá ykkur og batabolta knús frá mér til dúllu koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 24.1.2008 kl. 13:26
Hæhæ já það verður mikill söknuður þarna veit ég á báða bóga það er klárt. Og þið erum meira en velkomin í heimsókn þegar þar að kemur og gaman að heyra að þau fá að vera í samskiptum með hjálp tölvunar. Við hérna biðjum að heilsa Ragnari og ég vildi að ég væri ekki svona langt í burtu svo að ég gæti komið líka að hitta ykkur, og fá súkkulaðiköku sem mér skilst að þau vinirnir ætli að baka á sunnudaginn ég verð að fá bita seinna.
Það eru ekki nema 3 dagar í þetta og 6 dagar í að prinsessan mín komi til Spánar í sólina.
Kær kveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:10
Hæ Stína,eigum við ekki bara að skella okkur til Spánar,til hennar Sirrýar og Prinsessunnar,með prinsana okkar í vor ?
Love you
Guðrún
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:30
Sirrý... Þetta er bara magnað... guð hvað ég skil þig að vera farinn að telja niður
Guðrún... Ég er sko til í að við skreppum saman með bataboltana okkar... hehehe... spurning hvort Sirrý vilji taka á móti hersingunni
Kristín Snorradóttir, 24.1.2008 kl. 18:06
Elsku Kristín og Guðrún það er ekki mál að taka á móti ykkur .....væri gaman að fá batabolta í heimsókn. það er hægt að finna húsnæði í hverfinu okkar ef við komumst ekki öll fyrir heima. Ég er að fara að flytja ég bara fæ mér stórt hús hahah Mig er nú bara farið að hlakka til
kveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:35
Múhaa... risastórt hús hehehehe
Kristín Snorradóttir, 24.1.2008 kl. 20:30
Mikið samgleðst ég þér Kristín mín og allri fjölskyldunni Þetta er auðvitað bara frábært að allt skuli ganga eins vel og raun ber vitni
Ragnar minn kæri. Ég þekki þig ekki neit nema af skrifum mömmu þinnar. Mín æðsta ósk þér til handa er að þér takist að auðnast sá áfangi að fíknin ráði ekki lífi þínu. Miðað við það sem ég hef lesið hér á blogginu hennar mömmu þinnar þá er það þín æðsta ósk líka.
Klukkar 23:00 verð ég og mínir synir (sem hafa fylgst með þér líka) hér sheima og biðja fyrir því að þér eigi eftir að takast allt það sem þú hefur sett þér sem takmörk í lífinu.
Batakveðjur frá
Berglind og fjölskylda
Blómið, 24.1.2008 kl. 21:46
gaman að heyra hve vel gengur
Sendi ykkur ljós og kærleik
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 23:25
Bíð spennt eftir að heyra hvernig sunnudagurinn verður
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:45
En hvað það er gaman og gott að heyra hvað gengur vel. Óska þér og honum alls hins besta.
Halla Rut , 26.1.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.