Á meðan það er líf er von!

Á meðan það er líf þá er von. Setning sem ég gjarnan hlýjaði mér við þegar sonurinn var sem verst farinn. En það er staðreynd að þetta er satt. Ég hef stundum þurft af öllu afli að blása lífi í vonina en ég hef aldrei leyft henni að deyja.

Í dag uppsker ég... Minn er í flottum bata, lyfin hafa verið að fjúka og Ragnar minn að stíga fram fyrir fíkilinn sem er að kveðja. Fékk óvænt sendar myndir af honum frá einni konu sem er mér orðin mjög kær, reyndar tveimur... mæðgum. Hann var svo bjartur og fallegur á þeim og það sem mér þótti best var að fíkla útlitið er farið, hann er búin að klippa sig stutt og er svo herralegur og fínn. Mér fannst frábært þegar hún systir hans horfði á myndirnar og sagði brosandi,, mamma hann er eins og þegar hann fermdist svo bjartur og fallegur,, Henni fannst hann eins og áður en hann byrjaði í neyslu.

Mikið fannst mér það gott að sjá systur hans fá vonina aftur, hún hafði nefnilega gefist upp á henni og misst alla trú á að það væri til meðferð sem gæti hjálpað honum, en núna er hún ákveðin í að koma með að hemsækja hann. Já okkur hlakkar öll til á sunnudag þá fáum við að heimsækja hann. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem okkur hlakkar til að heimsækja hann þegar hann er í meðferð. Ég hef ekki hitt hann í 4 vikur en ég hef heyrt mikla viðhorfsbreytingu í símtölum okkar. Fyrstu símtöl gáfu til kynna að minn ætlaði nú svona að taka stöðuna á þessu öllu en svo hafa þau þróast í þá átt að hann er sáttur og líður betur með sjálfan sig.

Mér finnst mitt líf fullt af gjöfum í dag og ég fá skemmtileg tækifæri í lífinu. Skólinn er mjög áhugaverður núna og nóg annað um að vera..... hehehe.... algert umbylting frá langa jólafríinu nú fer mig að vanta klukkustundir í sólahringinn.... en bara af því það eru mörg skemmtileg og ják´væð verkefni í gangi.

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las nokkrar færslur með kökk í hálsinum, ég kannast við kvíðann og hræðsluna og svo vonina sem maður fær með góðum fréttum Gangi ykkur vel.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:44

2 identicon

Hæhæ. Já það er gaman að sjá breytingu á Ragnari Má á þessum myndum það er alveg rétt og lítur vel út.  En ég sá það að þegar ég var búin að senda þér að mamma var líka að þvi  við vildum bara gleðja þig og lofa þér að sjá hvað hann er flottur. Og mikið gaman að það var til að systir hans fékk vonina á ný.  Ég skil vel að þig er farið að hlakka til að hitta hann. Hafðu það sem best þar til næst

Kær kveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gaman að hitta þig áðan skvís, þú lítur líka vel út

 leist þér ekki vel á skellibjölluna mína haha

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Sirrý mín þið gerðuð meira en að gleðja, þið gáfuð henni dóttur minni stóra gjöf

Elísabet... sömuleiðis gaman að sjá þig,,, dóttir þín er bara flott stelpa

Kristín Snorradóttir, 21.1.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Sæl Kristín. Ég vil aftur þakka þér fyrir skrif þín á blogginu og mér finnst þú kjörkuð kona að leyfa okkur að skyggnast inn í ykkar heim

Gangi þér og þínum vel

Þóra Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: Ragnheiður

En frábært og það sem er frábærast í þessu eru þessar góðu mæðgur sem senda þér myndirnar. Fólk eins og þær skiptir svo miklu máli. Ég hef einmitt rekist á ótrúlega gott fólk undanfarið. Merkilegt fólk sem áttar sig ekki á hversu mikið það gleður mann.

Kær kærleikskveðja til þín og mikið gleðst ég innilega með þér.

Ragnheiður , 21.1.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Mikið var gaman að lesa þessa færslu svo gott að hann Ragnar þinn er að koma svona rækilega til baka. Bið Guð um að styrkja hann og ykkur öll á þessari leið.

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 22:37

8 identicon

hæ skvís.
Það væri gaman að sjá hjá þér breytinguna á syninum.  Ég sá hann örugglega svona viku eftir að hann fór á Götusmiðjuna svo breytingin er örugglega mikil
Æðislegt að tilveran sé svona björt og skemmtileg.

 Bið að heilsa í kotið.

kv.Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:06

9 identicon

Það er alveg meiriháttar að heyra þessar fréttir og gott hjá þessum mæðgum að senda þér myndir.

Það er munur að græða stundum heilan sólarhring eins og ég gerði um daginn verst ég kann ekki uppskriftina alveg til að hún virki.

 Knús

Kidda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

gegjað að það gengur vel og mikið langar mig að sjá nýja Ragnar ættli hann sé ekki orðinn extra dúlla núnaEn það er gott að þér líður vel og ykkur öllum og byð að heilsa extra dúllu koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 01:59

11 Smámynd: Helga skjol

Æðislegt að lesa þetta um son þinn.ég er búin að fylgjast lengi með og alltaf gleðst maður jafnmikið þegar vel gengur hjá þér og þinni fjölskyldu,því miður þekki ég aðeins til þessa ferlis þar sem fósturdóttir mín er búin að vera í sömu sporum og sonur þinn,en heyrðu takk fyrir að samþykkja mig sem blog vin.

kær kveðja Helga. 

Helga skjol, 22.1.2008 kl. 15:31

12 identicon

Þessar fréttir ylja fleyrum en þér.Þær ylja mér líka.Ég er móðir 3 fíkla.Tvö eru á frábæru róli í dag. Ég einmitt hékk á þessu á meðan það er líf þá er von og ÞAÐ ER RÉTT.Kannski hittumst við einhvern tíma en fram að því kveðja til þín stráks og bata kveðjur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Bryndís

Rosalega gott að heyra þetta Kristín mín

Kærleikskveðja, Bryndís

Bryndís, 22.1.2008 kl. 19:26

14 Smámynd: Leifur Runólfsson

Hæ hæ

Gott að heyra að allt sé á góðum vegi. Annars er allt gott að frétta héðan.

Kveðja

Leifur Runólfsson, 22.1.2008 kl. 19:43

15 identicon

Sæl Kristín, bara að kvitta fyrir heimsókn og segja þér að við hlökkum til að hitta þig á sunnudaginn og ég veit að bataboltarnir okkar taka vel á móti okkur, það er svo gott að faðma þá, ég hlakka til, og mikið gladdi mig að sjá að dóttir þín fékk nýja sín á málin, kveðjur Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:44

16 identicon

Sæl Kristín,eða Stína stuð

Frábærar fréttir,ég vona svo innilega að allt gangi svona vel áfram,

.Gaman að heyra lika frá Sirrý og Gyðu mömmu/ömmu með myndirnar.

Er að fara að sækja minn á fund

Oh,er ekki lífið dásamlegt ?

Sé ykkur í Héðinshúsinu á afmælisfundi annað kvöld

Ætlar einhver að koma með köku?

Love you

Guðrún

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:30

17 Smámynd: Binnan

Gott ad heyra ad allt gengur vel. Eg sa Ragga i Gotusmidjunni adeins adur en eg for, en eg nadi ekki ad sja nyju klippinguna, var degi of snemma! Bid ad heilsa honum thegar thu serd hann! 

Kvedja fra USA...   

Binnan, 22.1.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband