Gamla og nýja ég!

Hún hafði ekkert heyrt í honum í nokkra daga. Hugur hennar var stöðugt hjá honum, hvar er hann er hann búin að borða eitthvað er einhver að berja hann er hann yfirleitt á lífi? Þessar spurningar sóttu stöðugt að í huga hennar og óttinn var alsráðandi. Hún kipptist við í hvert sinn sem síminn hringdi og var bæði í senn að vona og óttast að það væri hann! En svo var það ekki hann heldur bara einhver að spyrja hvort hún hefði frétt eitthvað af honum, hvort hún ætlaði ekki að gera eitthvað, fara að leita eða bara eitthvað. Hún var að sprynga í þessum samtölum og þegar þeim lauk fór hausin aftur af stað, hafði hann borðað eitthvað þessa daga sem hann var búin að vera á götunni??? Hún hugsaði aldrei um það að hún hafði varla borðað nokkuð þessa daga, aðeins lifað á kaffi og tóbaki. Hún hafði barið sig niður með ásökunum og hugsað um að eina leiðin út væri að enda þetta ömurlega líf.

Hún er ég eins og ég var í fortíðinni, áður en ég gafst upp fyrir henni og fór að leita aðstoðar og fann mig Smile Ég hugsa vel um mig, búin að læra það að ég hjálpa engum með því að níðast á sjálfri mér, ég hugsa ekki um það hvort hann hafi borðað ef hann er á götunni ég veit að matur er það síðasta sem honum vantar þar..... en hann er ekki á götunni lengur og ég nýt þess að vita að hann borðar og þarf mat í dag. Ég nýt þess líka hafa fundið mig og er sátt við mig. Ég á yndislegt líf sem er fullt af góðum gjöfum, lífið mitt bíður mér upp á verkefni til að takast á við og ég er glöð yfir að hafa fengið að takast á við mörg erfið en þroskandi verkefni.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kidda (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Blómið

Blómið, 19.1.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

 þú ert æði

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.1.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Hæ Kristín, ég hef verið að lesa bloggið þitt í gegnum systur mína.  Mér finnst frábært hvað þú ert dugleg að blogga um þig og son þinn.  Við systur eigum móðir sem er í pillum og áfengi og vill vera, finnst þetta ekki vera vandamál hjá sér, það eru við sem erum e-h ruglaðar, spurninginn er hvenar hún tekur sinn síðasta sopa eða síðustu pillu????

Ég var bara kvitta hjá þér, haltu áfram að blogga og bið að heilsa syni þínu og auðvitað þér, kveðja Lilja Björk

Lilja Björk Birgisdóttir, 20.1.2008 kl. 10:50

5 identicon

Sæl Kristín.  Þetta eru góð skrif og nákvæmlega það sem fór í gegnum hugann á sínum tíma.  En ég veit að þú þarf ekki að hugsa svona í dag, því að þau eru á góðum stað börnin okkar og ég frétti af því að hann er að breyta miklu í nokkurs konar "make over" haha   En eigðu góðan dag í dag.

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk fyrir góðar kveðjur  Það er rétt hjá þér Sirrý, við þurfum ekki að vera eins og við vorum. Við höfum val um að sinna okkur eða ekki, hvort sem fíkillinn er í góðum málum eða ekki.... Það tekur mann bara tíma að komast á þann stað.

En þegar maður kemst á þann stað að ná sátt við að stjórna ekki fíklinum þá lærir maður að njóta lífsins.

Kristín Snorradóttir, 20.1.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Já þetta er frábært að geta tekið sig svona í gegn og þú átt ekkert annað skilið en að hugsa vel um sjálfan þig.. Það er sagt að fyrst verðuru að setja grímuna á þig svo börnin.... Eigðu góðan dag og bið að heilsa dúlluni koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:53

8 identicon

Já hann Ragnar þinn er sko að braggast, eftir að hann lét klippa sig,  hann er eins og nýr maður, flottur ungur maður með framtíðardrauma, ég hitti hann sem sagt í dag, er ég var að heimsækja mína kæru dótturdóttur, þau eru bataboltarnir á Brúarholti,, hress og kát þessar elskur, það var sól og mikil birta yfir Brúarholti í dag og ég vona að þannig verði framtíð þeirra ungmenna sem búa nú á Brúarholti, kv Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.1.2008 kl. 23:27

10 identicon

Man hvernig þetta var.Allt of ferskt enn þá hjá mér.Það er svo yndislegt að losna útúr þessu víti sem eitrið er.Gangi ykkur vel áfram.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband