Ég er þess fullviss að Gandhi hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um að kærleikur væri besta vopnið!
Þannig er staðan hjá mér að sonur minn hringdi í gær og hann er á alveg dásamlegum stað.... algerlega... ég var ekki viss um stund hvort þetta væri hann sem talaði... en jú þetta var hann sonurinn sem hefur verið tíndur í fíklinum, hann er að ná í gegn og ég er þakklát fyrir það og nýt þessa andartaks OK... þið eruð eflaust að hugsa hvað kemur þetta kærleikanum við? jú máttur kærleikans er mikill, þegar ég fór að tækla hann með kærleika í stað reiði þá gat ég lokað á hann og sagt á sama tíma ég elska þig og á enga von heitari en að þú komir úr fíkninni... auðvitað fann ég til, ég er jú sem betur fer mannleg og partur af mennskunni eru tilfinningar og það eru sárar tilfinningar sem fylgja því að sjá á eftir barninu sínu í heim fíknar.
Það var samt svo miklu verra þegar ég var á þeim stað að loka í hörku og frysti tilfinningarnar og reyndi eftir bestu getu að vera ekki mannleg. Það var verra fyrir okkur bæði. Því í hvert sinn sem ég sagði ég elska þig en þú verður að fara.... þá stráði ég inn kærleikskorni sem nýtist barninu mínu til að muna að til er ást og betra líf.
Vá máttur guðs er mikill.... ég veit það...ég nýt þess að eiga þessa stund í núinu með honum syni mínum því hún er óendanlega dýrmæt... hvað sem morgundagurinn gefur okkur.
Kærleikurinn lifi.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Kristín. Það er yndislegt að lesa skrifin þín. Gott að heyra að Ragnar er að koma til baka.
Kærleikskveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:49
Þetta þarf ég að læra betur
Frábært að heyra að enn sé allt á réttri leið
Kidda (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:53
yndislegt að heyra, hlakka til að fylgjast áfram með :-)
KNÚS á ykkur
kv Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 18.1.2008 kl. 00:52
Falleg færsla.
Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 01:14
Já, mikið er ég sammála. Máttur kærleikans er alveg magnaður
Birna Rebekka Björnsdóttir, 18.1.2008 kl. 01:39
falleg færslan þín, og frábært að Ragnar skuli vera á réttri leið. Bið fyrir ykkur og alveg sérstaklega honum
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 01:41
Þetta er gegjað ekkern nema það.Og frábært að Ragnar dúlla sé á réttrileið bið að heilsa honum.. koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 09:57
Dásamlegt að sjá þig blómstra í kærleikanum. Eins og stendur í Búddískum fræðum: lótusblómið er hve fegurst og stærst ef það fær að nærast á sem mestum skít og gruggi:) Þjáninginni fylgir sú blessun að maður verður fær um að elska, verða djúpvitrari og umburðarlyndari. Alas: betri mannvera.
Birgitta Jónsdóttir, 18.1.2008 kl. 10:38
Bara féll í stafi og fór mörg ár til baka við að lesa þessa færslu. Þegar ég var "yngri". Þegar ég fermdist þá fengum við þvílíkt mörg vers sem við gátum valið úr til að fara með við ferminguna. Ég valdi mér versið um kærleikann, og það hefur fylgt mér síðan.
Kærleikurinn
Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt,
trúir öllu,
vonar allt,
umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi
Blómið, 18.1.2008 kl. 21:39
Ég er svo ánægð fyrir ykkar hönd Góða helgi
Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:53
Sæl Kristín, yndislegt að lesa skrifin þín, og ég gleðst svo innilega með þér, við erum líka í skýjunum hér á bæ, og ég má til með að segja þér, að ég hringdi austur í vikunni og þá höfðu allir verið úti að leika sér í snjónum og gert nokkur snjóhús og leikið sér eins og börn, algerlega gleymt sér um stund, og fundu hve það er frábært að vera edrú og anda að sér heilbrigðu íslensku lofti. Þau eru bataboltar og ég held að það sé góður hópur núna fyrir austan, og það gengur mjög vel, þegar ég hringi þá fæ ég kveðjur frá nokkrum ungum myndarmönnum sem eru þar !! ekki slæmt, og nú förum við á morgun í heimsókn, stoppum reyndr stutt því annað barnabarn á 2ára afmæli og þar verða amma og afi að sjálfsögðu að mæta, já það heilmikið að gera hjá ömmu og afa sem eiga 6 yndisleg barnabörn. Gangi þér vel Kristín mín og njóttu þess að allt gengur vel í dag. kv. Gyða
Gyða (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:14
Mig langar að þakka blóminu fyrir að skrifa þetta vers, mér finnst það með þeim fallegri.
Kristín Snorradóttir, 19.1.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.