Lífsgátan!

Það er allt og ekkert að brjótast um í mínum haus núna. Skólinn kominn af stað og hversdagslífið gott, mér finnst gott að hafa reglu á ákveðnum atriðum og gott að hafa verkefni til að takast á við Smile 

Ég hef verið mjög upptekin af því hvað ég er lánsöm og hef mikið til að þakka fyrir. Lífið er uppfullt af skemmtilegum uppákomum og óvæntum erfiðleikum, þannig er því háttað hjá okkur öllum. Ég hef fengið ríflegan skammt af hvorutveggja Whistling þar liggur þakklæti mitt. Þakklæti fyrir að hafa fengið að takast á við erfiðleikana og þann þroska sem ég hef öðlast við það og fyrir þau ævintýri sem gleðja sálina og setja á mann broshrukkur, mér finnst broshrukkur yndislegar því þær eru merki um gleðina sem við hljótum og aðrar hrukkur eru krúttleg merki þroska Wink

Ég kláraði og sendi afleiðingarverkefnið fyrir helgina og er ánægð með hvað mér tókst að fara inná við og sækja minningarnar og skila þeim af mér í kærleika til hans sonar míns. Ég bíð spennt eftir að heyra frá honum þegar hann hefur tekist á við verkefnið, sjá hvernig það hreyfirvið honum. Það hreyfði við mér að vinna það, ekki á neikvæðan hátt heldur á þann hátt að það var gott að finna hvernig maður hefur þroskast við hvert högg og orðið hæfari til að takast á við hlutina og já þakklæti, ég fylltist þakklæti þegar ég var búin vegna þess að fyrir mig var þetta líka skoðun á mig sjálfa.

Ég er sátt, mjög sátt við lífið og þau verkefni sem það færir mér. Ég er sátt við fíkillinn minn glöð að hann er á góðum stað en fullmeðvituð um hvernig sjúkdómurinn er og ég hef ekki hugmynd hvað er framundan en núna er góður tími í dag og það er mitt að njóta dagsins. Ég nýt andartaksins, kærleikans og verkefna lífsins.

Njótið stundarinnar.

Kærleikskveðja.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Af fenginni reynslu er ég fegin að hafa ekki vitað hvað framtíðin bæri í skauti sér. Ég er á því að betra sé að fá hlutina óvænt í hausinn. Þá verður maður að díla við þá. Það er að vísu erfitt , lífið mitt, en þetta er það sem ég fékk úthlutað greinilega.

Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 17:05

2 identicon

Sæl Kristín.  Já margt hefur maður lært á þessari reynslu það er klárt, þroskast fullt.  En niðurtalning er hafin á þessum bæ eftir stærstu gjöfinni !!!  Gott að þau eru að gera góða hluti það var komin tími til.

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:29

3 identicon

Er maður ekki að læra svo lengi sem maður lifir. En af hverju ég þarf að læra þetta og hitt sem ég hef kannski engann áhuga á að læra í lífinu er eitthvað sem ég þarf að læra til að þroskast.

Gott að heyra að allt er í góðum gír hjá ykkur

Kidda (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Þakklæti fyrir að hafa fengið að takast á við erfiðleikana og þann þroska sem ég hef öðlast við það" ......... er eins og talað frá mínu hjarta. 

 

Anna Einarsdóttir, 17.1.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Það sem drepur mann ekki,stirkir mann... Eða svo er sagt..gott að þú sért brosandi knús og kossar Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 00:30

6 identicon

Hæ hæ..

Mér líst svo vel á þig og þína að það er magnað :)

Áfram Kristín !

Áfram Ragnar !

Áfram Götusmiðjan !

Ég elska ykkur öll !

Lifið heil !

Kærleikskveðjur og knús

Guðrún

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband