Hundalíf og tölvufrí!

Tók mér aðeins frí frá tölvunni, fannst hún vera farinn að hafa aðeins of mikið vald á mínu lífi svo ég skellti mér í tölvuafeitrun og er öll miklu frjálsari LoL

Hundur heimilisins þessi sem var að missa kúlurnar sínar er aldeilis búin að reyna allt hvað hann getur til að rífa upp saumana. Hann er búin að mölbrjóta tvo skerma og á þessari stundu er verið að hanna á hann smokk til að klæða hann í. Ekki séns að hann mölvi smokkinn en ég hef nú grun um að hann bara éti hann Grin

Heyrði í syninum í gær og alveg hreint frábært hljóð í honum, mikið gott. Minn er batabolti eins og er og ég svo sannarlega nýt þess að vita af honum á góðu stað og í góðum gír. Hlakka til að fara austur og heimsækja hann.

Byrjuð í skólanum og hann leggst vel í mig, þetta varður töff önn þar sem hún er bara 9.vikur og ætlunin að klára tvo 5.eininga áfanga með stæl.

Annars er ég bara stútfull af þakklæti og gleði. Við mér blasir á hverjum degi eitthvað sem ég get þakkað fyrir og það er óendanlega góður staður til að vera á. Máttur sporanna er mikill.

Eigið góðan dag.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Verð nú að viðurkenna að ég hafði pínu áhygjur af þér því sá þig ekkert hér inni En það er gott að vita að allt gengur vel og þér líður vel og að ragnari dúllu líður vel byð að heylsa honum.. Það er gott að taka sig stundum frí frá tölvuni maður getur allveg dottið inn í hana úff.. Og tek undir það að máttur sporana er mikill.. knús og kossar Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 15.1.2008 kl. 13:51

2 identicon

Mikið er ég fegin að sjá færslu frá þér var farin að hafa áhyggjur eins og Alexandra af þér og þínum.  Til hamingju með BATABOLTANN ekki leiðinlegt þegar þau fá þessa viðurkenningu.  Ég var svo stolt þegar mín fékk þessa nafnbót. Gott að þú ert frjálsari eftir tölvufríið.

 Kærleikskveðja Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Hehehehe... stelpur mínar takk fyrir umhyggjuna en ég fullvissa ykkur um að ég er stór og sterk  Jamm ég gaf honum batabolta titil eftir samtal okkar í gær, það var svo gott samtal  Knús og kram

Kristín Snorradóttir, 15.1.2008 kl. 16:44

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:43

5 identicon

Gott að sjá að þér líður vel Kristín og ég samgleðst þér svo hjartanlega með það hve Ragnari gengur vel, nú spjara þau sig bataboltarnir okkar !

Með björtum og hlýjum kveðjum frá Gyðu.

Gyða (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Ragnheiður

Gott að hann er vel stemmdur hann Raggi, ég er ofsalega ánægð með það.

Mínir hundar losnuðu við kúlurnar 2006 og voru með svona skerma..það kom smá sprunga hjá öðrum en annars skemmdust þeir ekki neitt. En rosalega voru þeir fegnir þegar þeir losnuðu við þá. 

Það er ágætt að hvíla sig á tölvunni

Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kolla! tveir áfangar næstu 9.vikur svo 5.ein í vettvang eftir það......svo mér finnst þú ætla að taka þetta með trompi.

Kærleikur á okkur öll.

Kristín Snorradóttir, 15.1.2008 kl. 21:55

8 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Æðislegt að heyra hvað gengur vel, eigum örugglega eftir að rekast á hvora aðra í skólanum, verð að vinna að b.a. næstu vikurnar :-)

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband