Ýmsar minningar hafa komið upp í huga minn við að vinna afleiðingarverkefnið fyrir hann son minn.... Ég hef sveimað um í huga mínum yfir þessi sjö ár sem hann hefur verið fastur í ´fíkninni og það var ekki laust við að tilfinningarnar færu af stað. Nokkur tár trilluðu við þær minningar sem voru hvað sárastar
Núna kemur í huga minn fallegur lítill drengur sem var fullur af orku og þótti gaman að bralla eitt og annað. Mér er það minnisstætt þegar hann var um sex ára og var heillaður af Turtles skjaldbökum sem lifðu í holræsakerfi og börðust við ill öfl. þá var það nú oftar en ekki að við fundum hann úti að leika Turtles í holræsisröri sem var opið í hverfinu okkar, skítugur, illa lyktandi en alsæll með að hafa fundið þennan einstaka Turtles stað hann hafði fjörugt ýmindunarafl og gat séð þessar hetjur sínar í hverju sem var.
Einu sinni þegar hann var snáði spurði hann undurblítt hvort við gætum haft krókódíla í matinn, ég hló og sagði að það væri ekki hægt því að krókódílar væru ekki til á Íslandi. Hann hélt því staðfastlega fram að hann hefði borðað krókódíla hjá ömmu sinni. Ég spurðist fyrir um þennan krókódílamat hjá móður minni og hún brosti og upplýsti mig um að hann hefði ekki viljað smakka svið fyrr en hún sagði að þetta væru krókódílar og þá hefði hann borðað heil ósköp af bestu lyst. Yndislegt
Svo alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti tíndist hann í heimi fíknarinnar!
Nú við að rifja það upp, kíkja inní reiði, sársauka og fleiri tilfinningar finn ég söknuð, söknuðinn til litla drengsins sem lék sér sem Turtles og borðaði krókódíla og var svo ljós og fallegur.
Ég vona svo heitt og innilega að hann rati út úr fíkninni og fái að sjá hvað lífið í sinni einföldu hversdagsmynd er gefandi.
Njótið hversdagsins.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil vel hvernig þér líður við að gera verkefnið. Mér fannst þetta rosalega erfitt þegar ég gerði þetta fyrir minn.
Bestu kveðjur Birgitta
p.s ég er ekki ennþá búin að panta tímann góða...
Birgitta (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:13
Hummmm.... ég get nú lánað þér síma því þú ert alveg að renna út á tíma
Kristín Snorradóttir, 10.1.2008 kl. 16:17
Turtles já ég man eftir því.Mínir strákar áttu Turtles galla.hahaha Ég þekki þessar minningar,sumar betri en aðrar en okkar minningar og þess vegna svo dýrmætar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:52
Ég er bara að kvitta fyrir heimsóknina, ég var að tala austur áðan og fékk kveðjur frá syni þínum, allt gengur vel í sveitinni. kveðjur Gyða
Gyða (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 17:09
Gyða... Hann sagði mér frá faðmlaginu og þótti vænt um það
Alfa... Flott hugmynd, geymi hana og hrindi í framkvæmd þegar réttitíminn kemur
Kristín Snorradóttir, 10.1.2008 kl. 20:04
Góðar kveðjur til þín Stína ! gott að það gengur vel, og Birgitta núna pantar þú tíma, þú átt það skilið !
Baráttukveðjur
sjáumst í foreldrahúsi,
Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:49
Æj minningarnar eru svo notalegar að hlýja sér við en stundum rífa þær upp sársaukann....Kær kveðja elsku Stína mín
Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 20:54
Já það er gott að eiga góðar minningar sem maður getur hugsað til þegar að manni líður illa.Og mér fynst þetta gegjað verkefni hef alldrey heirt um þetta ætti að vera á fleyri stöðum... byð að heylsa dúllu koss og knús kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 23:00
Bráðsniðugt að skýra sviðin krókódíla ...
Gangi þér vel með verkefnið þitt Stína mín, knús ...
Maddý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 00:40
Góðan og blessaðan daginn elsku kristín.
Gaman að lesa um Ragnar og Turtles:)
Andri minn var nefnilega líka alveg með Turtles á heilanum, svona 4-5 ára krútt.
Mín þurfti að lesa bókina um þá á hverju einasta kvöldi,en þegar ég var komin með smá leið á bókinni eftir nokkurn tíma fór ég að reyna að sleppa úr svona blaðsíðu og blaðsíðu.En það þýddi nú lítið.Andri kunni nefnilega bókina utan af og sagði: mamma, þú gleymdir blaðsíðu! Spurning um að fara á stúfana og athuga í leikfangaverslunum, hvort ég finni ekki 1 Turtleskarl ! Minn verður nefnilega 18 ára á miðvikudaginn:)
Elska þig líka ;)
P.s Er að fara að klára að lesa bókina mína eftir hann Einar Má Guðmundsson,- Rimlar hugans. Virkilega góð bók :)
Hafið það gott
kveðja
Guðrún H
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:54
kærleiksknús til þín kæra bloggvinkona og ljós til Ragnars
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.