Viðkvæmar kúlur og fl.

Fór með strákahundinn minn til dýralæknisins í morgun! Hvutti yfir sig spenntur og ánægður með að fara á flakk ekki þótti honum síðra að hitta fyrir læknirinn enda konan með eindæmum skemmtileg.... en spurning hvort minn er eins glaður þegar dagurinn er yfirstaðin!! Það var jú verið að fjarlægja kúlurnar hans Whistling svo No more hormone.

Annars bara gott, ég er að vinna verkefni sem götusmiðjan lagði fyrir okkur foreldra, afleiðingarverkefni. Mér finnst þetta sniðugt verkefni opnar augu fíkilsins fyrir því að hann er ekki einn um að verða fyrir áhrifum af neyslu sinni. Legg mig fram við að gera þetta heiðarlega. Hef alveg tekið mér smá tíma til að skoða verkefnið og melta það en byrjaði í dag og gékk bara vel Smile

Nú svo er maður aðeins að byrja að fá upplýsingar um komandi önn í skólanum og mér líst vel á, fer strax í næstu viku í þrennt afar spennó; viðtalstækni, snemmtæka íhlutun og þroskamöt. Fyrir mín eyru er það bara áhugavert...

Allir í góðum gír, nema kannski karlhundurinn þreyttur og aumur á viðkvæmum stað!

Eigið góðar stundir.

Kærleikskveðja,Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi greyið snatinnKveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:26

2 identicon

Ég hugsa að það gleymist oft að á bak við fársjúkan fíkil getur verið niðurbrotin fjölskylda sem þarf ekki síður hjálp en fíkillinn.  Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn fárveikist ...

Knús

Maddý (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér madddy, það þarf sannarlega að sinna fjölskyldunum líka. Knús til þín Kristín mín, en ljótt að fara svona með hundgreyið, reyndar fór ég svona með köttinn minn fyrir mörgum árum hehehehe og skammaðist mín ekkert

Knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Sé fyrir mér GARÐKLIPPUR!!! Þetta kvenkyn!  Getur aldrei hangið í naríunum og alltaf þurfum við karlpeningurinn að gjalda fyrir á einn eða annan hátt

Björn Finnbogason, 10.1.2008 kl. 03:10

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Úfff.... svefnlaus nótt! Karlhundur með skerm sem hann rekur utan í allt og nærbuxnalaus tík berandi á sér bossan í allar áttir

Kristín Snorradóttir, 10.1.2008 kl. 09:09

6 identicon

Ææ, veit ekki hvort ég eigi að vorkenna þér eða hundum meira

Kidda (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:06

7 Smámynd: Leifur Runólfsson

Vorkenni greyið hundinum, þetta er meira hundalífið

Leifur Runólfsson, 10.1.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband