Síðasti dagur jóla en ég er búin að pakka jólunum niður og heimilið komið í hversdagsbúningin. Þetta hafa verið frábær jól og áramót, alla vega fyrir okkur mannfólkið á heimilinu. Hundarnir verða fegnir þegar flugeldasýningar kvöldsins eru búnar og þögnin tekur við
Karlhundurinn minn hann Hemmi er alveg búin að fá nóg af sprengingum og hans litla hjarta getur ekki mikið meira. Þegar verið er að hleypa honum út þarf orðið að kasta honum út því hann vill á engan hátt fara út í geðveikina og eiga von á sprengingu á meðan hann pissar Hann hefur grennst vegna þess að hann hleypur hér húsið á enda og leitar af skjóli undan sprengingum mannana.
Tíkin mín hún Bóla er nú öllu eldri og lífsreyndari. Henni er illa við lætin en hefur vit á að hjúfra sig í fangið á einhverjum og leita öryggis þar. Hikar ekki við að fara út því hún er Íslendingur og geltir bara á móti sprengjunum
Það hefur verið sprengt hér nánast alla daga frá áramótum svo mínir hvuttar sofa ábyggilega í viku eftir að allt fellur í dúnalogn.
Mig er nú farið að hlakka til að fá inn ramma hversdagsins enda ríkir alger óregla á heimilinu hér sofa allir langt fram eftir degi og vaka fram á nótt. Borða eins og matarbirgðir heimsins séu að klárast og liggja í sófanum að horfa á eitthvað innantómt efni sem situr ekki einu sinni eftir. Svo gott mál þegar mannskapurinn þarf að vakna sjö og mæta í skólan átta til að virkja heilan
Ég á reyndar viku eftir í fríi en hana ætla ég að nota til að klára þessa einu bók sem ég á eftir af þeim bókum sem ég fékk í jólagjöf, er nú langt kominn með hana. Englar dauðans... sem sonur minn gaf mér...hrikaleg bók...góð en lýsingarnar í henni svakalegar! Svo bara að undirbúa mig fyrir skólann
Í kvöld ætlum við að loka jólunum með vinafólki og borða góðan mat, fara á brennu og flugeldashow.
Eigið góðan dag.
Kv.kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mikil óslöp er ég nú þér sammála að fara að pakka niður jólunum og hleipa hverstagsleikanum inn Þetta er oðið gott af áti og nammi hehe.Hafðu það sem allra best í dag byð að heilsa dúllu.... og skemmtu þér í kvöld með vinafólkinu..... knús og kossar kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 12:48
svo sammála þér, ég hef alltaf reynt að lengja jólin aðeins og dregið að taka niður jólin, ENN ég ætla að gera það að mestu í kvöld. Hlakka til í næstu viku þegar börnin fara í skóla og ég fer að undirbúa BAið
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:05
Ég ætla að njóta þess í kvöld að gera það sem ég geri venjulega á aðfangadagskvöld, lesa bók, hafa laufabrauðið við hendina og hafa kveikt á öllum lömpum og kertum. Bókin sem verður lesin í kvöld er einmitt Englar dauðans. Eða Aska ef ég verð búin að fá hana að láni. 'A morgunn tekur svo við þetta venjulega.
kidda, 6.1.2008 kl. 14:57
Ég fékk bókina The Secret í jólagjöf og hef verið á leiðinni að skila henni og fá einmitt þessa bók Englar dauðans, ég vona að ég sé ekki orðin of sein að skila henni, kannski tekst mér að skrölta á morgun með hana. Ég þarf ekki að taka jólin niður að þessu sinni því þau komust aldrei upp en í kvöld ætla ég að hella mér uppá hátíðarkaffi til að reyna að halda mér vakandi smá stund
Maddý (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:43
Venjuleg rútína er svo góð og hverdagsleikinn er líka svo góður eftir jólin.Svo styttist nú í páskana hehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.