Verð að segja það að þessir fáu dagar sem liðnir eru af árinu eru eins og ævintýri.... hver dagur færir mér eitthvað gott. Kanski er málið bara að ég hef þurrkað rykið af sálinni og er farinn að veita því athygli
Ég átti stund með kærri vinkonu minni í gær. Bað hana afsökunar á þeim brotum sem ég hafði framið í okkar vináttu og það var alveg magnað.... ég er svo lánsöm að vera í prógrammi sem gefur mér að fá að ganga yndislega leið í lífinu.
Ég er alveg handviss um að þetta ár verður gott ár, kanski ekki erfiðleikalaust en gott. Málið er að erfiðleikar eru bara partur af lífinu og af þeim þroskumst við og lærum að tækla þá á þann hátt að þeir stjórni ekki okkar lífi.
Enn er mín í jólafríi og verður að játa að ég er farinn að bíða eftir að byrja í skólanum. Fara að kljást við eitthvað sem aðeins reynir á heilan og komast í rútínu. Svo er næsta önn mjög spennandi Því kellan er að fara sem skiptinemi, á gamals aldri. Ekki átti ég von á því að ég ætti eftir að gerast skiptinemi en svona er lífið skemmtilega gjöfult. Ég tek praktíkina í danaveldi.....það verður ævintýri að spreyta sig á því... tala reyndar ekki dönsku en trúi því að þetta verði ekkert mál.
Fékk símtal í gær frá einni sem er mér mjög kær. Sú var fyrir austan í götusmiðju og hafði séð minn og bar honum söguna vel það gladdi mitt móðuhjarta að heyra að hann er að vinna vinnuna sína þar.
Svo kom líka annað símtal og það var ekki minna skemmtilegt, jólaskreytingarbóndinn minn hafði skreytt svo smekkilega þetta árið að okkur var boðið að koma og taka á móti verðlaunum þess efnis Íslenska jólaskrautið okkar!
Eigið góðan dag.
Kv.Kristín
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að heira.Og gott að vita að dúlli sé að standa sig
Og til hamingju með verðlaunin..... meigi koma fleyri góðir dagar hjá þér, þú átt það skilið... kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 11:53
Frábær byrjun á árinu.Til hamingju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:47
æðislegt, eigið áfram góða tíma
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 4.1.2008 kl. 14:57
Til hamingju með þetta allt saman......árið byrjar vel hjá okkur ekki hægt að segja annað.
Knús til ykkar
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:14
Gott að heyra
Til hamingju með jólaskreytingahúsið, ætla að rúnta útí hverfi á morgun og skoða og gá hvort ég finn flottu skreytingarnar
híhí.
Kveðja úr mínu hverfi
Bryndís, 4.1.2008 kl. 19:44
hæhæ ofboðslega gaman að heyra að allt gengur vel :) til hamingju með verðlaunin;) og hafið það gott kær kv. við :)
Sara Rós (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:44
Vá. Mikið hlýtur jólaskrautið að vera geggjað
Væri hægt að lauma eins og einni eða fleiri myndum á bloggið ????
Er geðveikt mikil áhugamanneskja um flott jólaskraut
Til hamingju með þetta. Bara frábært. Megi árið 2008 færa ykkur allt það besta í heimi hér. Ragnar, jólin 2008 verða frábær í faðmi fjölskyldunnar og þú verður skreytingameistarinn ásamt þeim sem er sigurverari árið 2007


Blómið, 4.1.2008 kl. 20:48
Yndislegt!!! Og til hamingju með báðar góðu fréttirnar
Huldabeib, 4.1.2008 kl. 20:52
TIL HAMINGJU!!!!
Gott að heyra að stráknum þínum gengur vel, það er óendanlega dýrmætt
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 23:28
Til hamingju með þetta allt saman, sérstaklega hve vel gengur hjá Ragnari.
Ætlar stelpan að vera lengi í DK sem skiptinemi?
kidda, 5.1.2008 kl. 10:48
Takk
hummm.... Bryndís við erum búin að taka niður jólin hér....sorrý
en ætla að sjá hvort ég kann að setja inn mynd
Kidda... mín verður 6. vikur sem skiptinemi!
Kristín Snorradóttir, 5.1.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.