Sýnum hvort öðru virðingu.

Þannig er lífið að ekki líkar öllum við alla, mér líkar ekki við alla og öllum líkar ekki við mig... mjög einfalt.  Ekki satt?

Eitt hef ég þó tamið mér það er að sýna öðru fólki virðingu og mæta náunganum af kærleika, vera heiðarleg og koma fram sem ég öllum stundum.

Ég er þakklát fyrir þær kveðjur sem ég fæ hér og hef verið svo lánsöm að fá góðar kveðjur og frá fólki sem kemur fram undir nafni, en í kvöld fékk ég komment sem mér þótti óþarflega ljótt í garð sonar míns.

Ég get á engan hátt ætlast til að allir skilji sjúkdóminn fíkn en ég get beðið fólk að sleppa því að koma með beiskju sína í garð þeirra sem berjast við sjúkdóminn í kommenti hér.

Eigið góða daga.

Kærleikskveðja. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

kidda, 3.1.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Knús

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.1.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

las kommnet nr 18? við síðustu færlsu. Hvað er að hjá fólki sem gerir svona? ég skil það ekki.

Sannarlega vona ég að þessi "móðir" þurfi ekki að fara í sporin þín kæra Kristín mín. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.1.2008 kl. 00:56

4 identicon

Maddý (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Dísa Dóra

Því miður vantar oft virðinguna í samskipti fólks og sérstaklega oft verður maður vör við slíkt í netheimum.  Það er eins og fólk telji sig geta sagt hvað sem er á netinu þó það segði aldrei slíka hluti við persónuna sjálfa ef viðkomandi stæði augliti til auglitis við hana.

Komment 18 finnst mér sýna dómhörku og reiði og segir meira um þann sem það skrifar en þig.

Knús 

Dísa Dóra, 3.1.2008 kl. 08:35

6 identicon

Ég á ekki til eitt einasta orð yfir hvað þessi MÓÐIR sem hún þykist vera getur verið köld.  Móðureðlið er bara það sterkt í okkur flestum að við viljum hjálpa börnunum okkar þegar þau sýna vilja í það er eitthvað við það að athuga.  Að ætlast til þess að einhver segi við barnið sitt hafðu samband þegar þú ert búin/nn að vera edrú í EITT ár, eitt ár er LANGUR tími fyrir einstakling hvort sem hann er barn, fullorðin, edrú eða ekki.  Kuldinn sem er í þessu commenti er ótrúlegur.

Elsku Kristín haltu áfram að blogga um þig og þína það veitir mörgum styrk og þar á meðal mér.  Ég óska Ragnari alls hins besta og góðum bata og hann verði stekari og sterkari með hverjum degi. 

Kærleikskveðja

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:06

7 identicon

Mér likar alls ekki illa við þig - þekki þig ekkert, en af skrifum þínum finnst mér þú manneskjuleg, dugleg og kærleiksrík.  Ég ber virðingu fyrir þér sem móður - og jú, hef verið í þínum sporum.

Þú opnaðir þessa síðu þar sem þú ert oft óvægin - hef lesið það sem aðrir myndu kalla "dómhörku" í garð Vogs og annarra opinberra yfirvalda. Ég fór á síðuna þína frá link á síðu Vímulausrar æsku og vonaðist eftir heiðarlegri og heilbrigðri umræðu um málefni fíkla og aðstandenda þeirra.  Ég las allt bloggið þitt í einu - það byrjar með linkum á opinbera umræðu og skoðunum þínum á þeim málum almennt, en upp á síðkastið hafa færslur orðið mjög persónulegar og fylgst er með nánast daglegum barningi fíkilsins/"prinsins",  nafngreindum Ragnari og gjörðir hans stundum tíundaðar - og alltaf eru ljós áhrifin á þína liðan. 

Þegar boðið er upp á athugasemdir við umfjöllun um persónulega líðan og hvernig mæður eiga að taka á málum fullorðinna barna sinna sem eru fíklar, hef ég greinilega að einhverju leyti aðrar skoðanir en þú og fyrst að þetta er síða sem aðrar fíklamæður skoða væntanlega vegna linksins frá Vímulausri æsku, fannst mér ástæða til að setja hana fram.  Það eru fleiri að berjast við meðvirknina en þú og mér finnast það ekki rétt skilaboð að stökkva alltaf til þegar fíkillinn hringir (mamma, nú er ég til í að komast af götunni) og gagnrýna svo Vog eða opinbera aðila þegar þeir eru ekki jafn snöggir til  - með öðrum orðum, því ég er ósammála!!  Það felst ekkert óheiðarlegt eða illa innrætt í því, þvert á móti.

Ég er líka ósammála því að orð mín um Ragnar séu ljót eða fordómafull, fólk er það sem það gerir og aðrir eiga um sárt að binda vegna gjörða hans og það að hann eigi duglega, góða og heiðarlega aðstendur gerir hann ekki betri - eða aðstandendur verri!  Hann ber ábyrgð á gjörðum sínum, ekki sjúkdómurinn, ekki þú eða fjölskylda hans og allra sýst opinberir aðilar.  Maðurinn hefur sannarlega verið vondur sjálfum sér og öðrum - líka öðrum sonum og dætrum.  Er óheiðarlegt að segja það?  Bloggið lesið í einni lotu hljómaði eins og drengurinn væri að færast í englatölu, það væri sjúkdómurinn og vondir opinberir aðilar sem bæru ábyrgð á því sem hann gerði.  Ég berst daglega við að gleyma því EKKI að fíklar bera ábyrgð á því sjálfir hvar þeir eru í lífinu eftir að á fullorðinsár er komið og þetta misbauð mér. Sem móðir skil ég samt að það er vont að heyra að einhver þarna úti eigi um sárt að binda vegna Ragnars og ég biðst afsökunar á að hafa hreyft við tilfinningum þínum vegna þess.  Þú átt svo sannarlega ekki að gjalda fyrir það.

Óska þér hins besta í baráttunni við sjálfan þig og lofa að troða þér ekki um tær aftur!

móðir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:51

8 identicon

Mig langar að svara í nokrum orðum athugasemdum frá "móðir".  Frá 2.1. og 3.1. Mér er málið skylt þar sem Ragnar er fóstursonur minn og hefur verið frá 5 ára aldri.  Þú segir "fullyrðing" að Ragnar þekki ekkert annað en dóplífið og partur af því er að stramma sig af reglulega. Rangt, það get ég fullyrt þar sem ég hef verið samferða honum í gegnum lífið, ekki þú. Það hafa komið stundir þar sem við höfum átt góðar stundir og hann verið edrú. Þetta eru dýrmætar stundir og hvorki þú né aðrir fá að sverta þær með röngum fullyrðingum og sleggjudómum.  Skýrðu út fyrir mér "vondur maður samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum" Ragnar hefur marga góða kosti en líka slæma og því miður hafa slæmu kostirnir oft vinninginn. Þú ritar í fyrri færslunni að hann sé prinsinn þegar hann er í meðferð fíkill þegar hann er á götunni.  Nokkuð til í því vegna þess að þegar fíklarnir okkar eru í meðferð verðum við að reyna að mótivera þá og sýna þeim fram á að þeir eru flottar "manneskjur" þegar þeir eru í lagi. Þegar Ragnar kýs það að vera í neyslu þá veit hann það að hann getur ekki haft samneyti við fjölskylduna, honum er vísað á dyr. Hins vegar tel ég það rétt og lái mér það hver sem vill að stundum þurfum við að veita hjálp og trúðu mér að oft veit maður ekki hversu langt maður á að ganga í þeim efnum.  Ég veit nokkuð vel um ferðir fíkla um "mannheima" og brotnar fjölskyldur. Hef ég meðal annars látið hirða Ragnar af lögreglu, þar sem hann kom með fíkniefni inn á heimilið og eftir það var honum vísað af heimilinu. Ragnar hefur aldrei og mun aldrei fá að vera í neyslu inni á okkar heimili. Við höfum alltaf gert hann ábyrgan fyrir gerðum sínum og jafnvel þegar meðvirknin var sem mest. Við höfum alla tíð gert honum grein fyrir að hann einn ber ábyrgð á sínu lífi og hann er eini maðurinn sem getur breytt því.  Þú segir í seinni færslunni að þú vonaðist eftir heiðarlegri og heilbrigðri umræðu um málefni fíkla. Gott komdu þá fram án þess að vera með fullyrðngar og sleggjudóma um hluti sem þú veist ekki um.  Ég veit ekki um neitt foreldri sem á barn í neyslu þar sem það hefur ekki áhrif á líðan foreldrana og systkyna, ég segi þá væri eitthvað mikið að ef svo væri. Mér finnst það í góðu lagi að ýta stundum við hinu opinbera varðandi málefni fjölskyldna fíkla. Er hér kannski komin ástæða skrifa þinna, þe gagnrýnin á Vog, ég spyr?  Tek það fram að margt er gott í þínum skrifum og oft gott að koma með annan vinkil á umræðuna, en aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kærleikskveðja til þín. Baldvin

BV (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 18:40

9 identicon

Takk fyrir skemmtilegt og gefandi blogg Kristín.  Í framhaldi af umræðunni hér að framan og við síðustu bloggfærslu hef ég eftirfarandi til málanna að leggja.  Stuðningur fjölskyldu við fíkil þegar hann ákveður að taka sig á og fara í meðferð skiptir geysilega miklu máli og getur haft úrslitavald varðandi árangur í meðferðinni eða hvort hann fer yfir höfuð í meðferð.  Sá sem skynjar að hann á öruggt og traust bakland fær meiri mótivasjón til að standa sig í meðferðinni af því að hann/hún hefur að einhverju að hverfa öðru en götunni eftir meðferð.  Það er mikilvægt til árangurs að einstaklingur hafi að félagsneti að hverfa eftir meðferð sem ekki einkennist af vímuefnanotkun - gefur auga leið.  Stuðningur foreldra við barn sitt þegar það vill fara í meðferð hefur þess vegna bæði samfélagslegt og persónulegt gildi.  Meðvirkni eða ekki meðvirkni - það er árangurinn sem skiptir máli.  Vegni ykkur vel.

Björk (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Elsku Kristín mér fynnst þú standa þig vel og ég lít upptil þín... mér fynnst gott að lesa það sem að þú hefur að skrifa.... Hver veit (Guð forði mér frá því og mínum yndislegum börnum) að ég fari í þín spor.Veit að börnin mín eru ung en það er svo mikið um alkóhólisma í minni ætt að það er sorglegt annar hver maður alki:( Stundum hugsa ég um þetta og það hræðir mig að börnin mín séu/verða alkahólistar.(sumir fæðast með hann og sumir ekki mín skoðun)En að lesa hér eftir þig og hvað þú hefur verið að gera og ganga í genum hjálpar mér..Takk takk kveðja Allý og byð að heilsa dúlluni:)

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 23:59

11 Smámynd: Blómið

Kæra Kristín og fjölskylda.  Manni er eiginlega orðavant við að lesa commentin frá "móður"  Þar sem hún segist vera í sömu stöðu og þið þá er henni ekkert að vanbúnaði með að blogga um sína reynslu, eins og þú hefur verið að gera Kristín, og koma þar á framfæri sínum skoðunum á því hvernig henni finnst best að halda á málum.  Það er nefnilega mjög mismunandi hvernig fólk bregst við aðstæðum sem upp koma.  Haldið bara áfram að vera eins frábær og þið hafið verið í þessari baráttu kæra Kristín og fjölskylda, og Ragnar, einn dagur í einu og framtíðin brosir við þér

Blómið, 4.1.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Björn Finnbogason

Einn gærdagur i einu, er meira en nóg oft á tíðum úr fortíðinni fyrir hvern sem er.  Þér hefur verið gefin gjöf-lífgjöf!  Það getur verið að þér finnist þú ekki eiga neitt líf, en þú átt tíma!  Sum okkar hafa dáið fyrir það hvað við töldum okkur vera sérstök eintök af mannkyninu, öðrum tókst að öðlast líf.  Það sem við segjum og gerum er ekki allt sem við erum.  Í AA ef við fylgjumst með og hlustum kemur í ljós að hvaða eymdardrullupolli sem við komum úr, er alltaf einhver sem hefur synt í sama polli, sloppið lifandi frá því og öðlast líf.  Megi lífið leika við ykkur, öll fjölskyldan á það skilið.

Björn Finnbogason, 4.1.2008 kl. 01:39

13 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Lífið leikur við mig í dag. Það á ég sjúkdómnum að þakka. Það er einmitt málið ég hef fengið að njóta þess að feta 12.spora göngu og það er yndislegt ferðalag þar sem maður lærir að njóta andartaksins og finna sátt.

Mennirnir eru misjafnir og lesa misjafnlega úr rituðu máli en við verðum líka að bera virðingu fyrir því að ekki eru allir á sama stað.

Ég vil ekki dæma þessa móður, ég efast ekki um að hún hefur gert sitt besta í sínum aðstæðum, við foreldrar reynum oftast að gera okkar besta.

Ég elska hann son minn og eins og Björn segir réttilega þá er það lífgjöf ef hann losnar úr viðjum fíknar og fetar AA leiðina, en hann þarf að gera það, það er hans vinna. Ég get einungis stutt hann með kærleika og það geri ég.

Ég hef ekki tekið þátt í hans fíknilífi eins og fram kom í kommenti mannsins míns og hef vísað honum út á þeim stundum en þá hef ág líka elskað hann og upplifað sársaukan sem fylgir því að vísa barni sínu á dyr. Líf mitt hefur haldið áfram þrátt fyrir það.

Ég er stolt af því að vera mannleg

Kristín Snorradóttir, 4.1.2008 kl. 11:03

14 identicon

Sæl ég hef verið að lesa skrif þín hérna og verð bara að segja að þú ert frábær.

Ég hugsa til ykkar og bið og vona að sonur þinn nái að feta rétta braut.

Linda (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband