Dagur nr.1 árið 2008
Nýja árið byrjaði á gjöfum, fékk mail frá mæðgum sem hafa kvittað hér og voru þau bæði stútfull af kærleika. Takk fyrir það ekki amaleg byrjun á árinu.
Er búin að eiga rólegan og góðan dag, nostraði við fjölskylduna mína, var búin að útbúa hátíðar morgunverð áður en liðið vaknaði... sá morgunverður var reyndar um klukkan 13.30 en það er nú nýársdagur og um að gera að vakna úthvíldur og fínn.
Ég og ungarnir tveir erum alveg búin að vera á fullu í dag að hamast við að klára allt gotterí í húsinu svo auðveldara verði að snúa til hollari lífshátta ég verð að játa að þegar kemur að sælgæti þá er ég lítið skárri en fíkillinn minn, hef afar litla stjórn og endalaust mikin móral
Fyrsta blaðsíðan þi ársbókinni minni er notaleg og stefnan er að gera þær allar góðar.
Eigið góðar stundir og njótið þess að vera til.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár Kristín og til hamingju með foreldrahúsið.
Halla Rut , 1.1.2008 kl. 19:36
Takk fyrir það Halla mín
Kristín Snorradóttir, 1.1.2008 kl. 19:49
Flott fyrsta blaðið í ársbókinni. Notaleg og góð
Kidda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:49
Kidda...ég kemst ekki inná síðuna þína er læst úti! hélt við værum vinkonur...hehehe vildi bara láta þig vita.
Kristín Snorradóttir, 1.1.2008 kl. 19:53
gleðilegt nýtt ár stína mín og takk fyrir allt það gamla
Þurý (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:24
úps, gleymdi að opna allar læsingarnar......... sorry mín kæra
Kidda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:14
Gleðilegt ár. Gott að heyra að Ragga líði vel hjá Götusmiðjunni. Ég fylgist með baráttu ykkar úr fjarska og gleðst með ykkur þegar vel gengur.
þóra Pálsd (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:24
Notalegur fyrsti dagur ársins, vonandi verða þeir margir margir notalegir á þessu ári. Knús ..
Maddý (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:32
Kristín mín, ég vona að þessi fyrsti dagur á árinu sé vísir að góðu nýju ári hjá þér og þinni fjölskyldu
Þóra Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 23:43
Sæl Kristín....
Takk fyrir hlý orð í garð mín og mömmu minnar og mig hlakkar til að eiga meiri og pottþétt yndisleg samskipti við þig á nýju ári........
Blogg þitt hefur gefið mér mikið ....þó ég sé í sömu sporum og þú og við báðar með "englana" okkar hjá yndislegu fólki á Brúarholti, að lesa um það sem ég sjálf er að hugsa og upplifa og að vera ekki ein er gott, skrýtið að skrifa þetta en svona er það samt.
Takk fyrir mailin í dag. Ég er viss um að þetta ár verði gott fyrir okkur ÖLL.
Skilaðu kveðju til Díönu skólasystur ég veit að hún les þitt blogg líka en langar að koma því að hérna að hún er að gera frábæra hluti og að hjálpa mörgum. Til hamingju með nýja húsnæðið.
Þetta fyrsta blogg dagins er gott og vonandi að restin verði eins.
Kærleikskveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:18
megi allar blaðsíður í bókinni þinni verða ljúfar og góðar. Gott að vita að Ragnar sonur þinn er ánægður þar sem hann er, bið fyrir að allt gangi upp hjá honum og að hans bíði bjartari dagar.
Guðrún Jóhannesdóttir, 2.1.2008 kl. 14:05
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!! Gott að heyra að Ragnari líður vel hjá götusmiðjunni. Það er ósk okkar allra að hann nái sér út úr fíkninni og geti notið lífsins með okkur.
Ásta frænka (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:50
Gleðilegt ár og takk fyrir endurnýjuð kynni á árinu. Guð gefi þér og þínum góða frídaga og vímulausa framtíð fyrir son þinn.
Kær kveðja,
Kjartan
Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:56
Gleðilegt nýtt ár. Guð blessi ykkur . Það er frábært að byrja árið á þennan hátt.Knús og kveðjur til þíns stráks.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:05
Stína, komdu aftur og tékkaðu.
kidda, 2.1.2008 kl. 18:50
Kidda.... allt eins sé ekkert !
Kristín Snorradóttir, 2.1.2008 kl. 19:09
Tékkaðu til hliðar í bloggin mín og þar ættirðu að komast í athvarfið okkar
kidda, 2.1.2008 kl. 20:18
Las bloggið og finnst sorglegt hvað allt öskrar af meðvirkni. Ragnar er fíkill þegar hann er á götunni en prinsinn þinn þegar hann er í meðferð. Hann stjórnar líðan þinni og væntanlega fjöskyldunnar í botn. Gott að heyra að þú álítur þig hafa slitið strenginn - en skrifin bera það bara ekki með sér.
Ragnar þekkir ekkert annað en dóplifið og partur af því er að stramma sig af reglulega. Mamma hjálpar alltaf, í stað þess að láta hann um þetta og segja honum að hann megi hafa samband þegar hann hefur náði einu ári edrú! Ragnar er vondur maður samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum. Hann er sjálfum sér vondur, fjölskyldu sinni og ástvinum og því miður hefur hann skilið eftir sig eyðileggingu, sjúkdóma og brotin líf á för sinni um mannheima. Þú segir sjálf að þú getir engu breytt og berir enga ábyrgð. Hárrétt! Hættu þá að taka ábyrgðina, í hvert skipti sem dópistinn biður um hjálp. hann er fullfær um að brjótast inn og redda sér tugum þúsunda á viku - vilji hann komast í meðferð er hann fullfær um að koma sér þangað sjálfur líka.
móðir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:42
Þú þarna móðir, veistu hvað það er að vera móðir fíkils. Eða móðir yfirleitt.
Var búin að skrifa meira en ákvað að láta það vera. En þetta er eitt það ljótasta sem ég hef séð á netinu.
kidda, 2.1.2008 kl. 23:37
úfff til hvers er svona fólk að lesa svona blogg!!! Elsku Stína, sumt fólk á bara ekki að vera að tjá sig!!
En já gleðilegt ár og vona að allt gangi vel hjá ykkur
knús og kram Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.1.2008 kl. 00:44
Komment númer 18 sem einhver móðir skrifar finnst mér ekki alveg galið en,,,,, auðvitað á fíkillinn að koma sér í meðferð sjálfur á meðan hann getur staðið í lappirnar en svona er sjúkdómurinn, hann fer með fíkilinn lengra, þar til hann getur ekki hjálpað sér sjálfur lengur og þá er þeir sem eru frískir auðvitað tilbúnir að hjálpa honum til að fá hjálp, sumir hafa enga í kringum sig lengur, búnir að koma sér allsstaðar út, þeirra von er ekki mikil. Að eiga barn sem er fíkill er ekki bara klippt og skorið hvernig maður snýr sér í því, en almenn fræðsla er góð og stuðningur frá öðrum sem lent hafa í því sama og bara allur stuðningur í þessum aðstæðum er mjög þarfur og góður.
Maddý (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 01:13
Þetta er ljót, hrikalegt arg reið, Ragnar og aðrir fíklar þurfa á aðstoð að halda. Ekki förum við að henda manni út sem er með heilaskaða og er að gera alla vittlausa og það er greining á honum sem er geðklofi (er ekki að segja að ragnar sé það) og hann þarf sín lyf og segjum að hann hafi haft þessa geðveiki í 5 ár og búinn að gera margt vittlaust og svo ákað hann að leita sér hjálpar hmmmm á þá bara að loka á hann.... NEI fólk gerir það ekki. Mér finnst þetta eins með fíkla að hjálpa þeim þegar þeir koma..Það er gert í 12 sporinu og það eru margir sem eru að hjalpa fíklum sem vilja hjálpa sér sjálfir.Svo elsku Kristín mín þú stendur þig vel og ekki hlusta á svona neikvætt... vona að það skilst það sem ég á við:)
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 01:16
Kæra Kristín
Haltu þínu striki, njóttu þess að það gengur vel í dag, þessari "móður" sem skrifar comment no. 18 henni er vorkunn, hún er bitur og mikið reið, þeim sem ekki geta tekið þátt í gleði annarra yfir því er vel gengur er svo sannarlega vorkunn, þessi skrif koma til hennar aftur sem óhamingja.
Unga konan okkar hringdi í gærkvöldi og bauð okkur í heimsókn, um helgina á ákveðnum tíma, og mikið hlökkum við til !
Ég sendi þér hlýjar kveðjur og von um að allt gangi vel áfram. Gyða.
Gyða (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:26
Ég skora á þessa móður með nöðruorðin að koma undir nafni. Þetta þarf ekkert endilega að vera móðir, hvað þá kona, ætli þetta sé ekki bara komment frá klóni af Pétri Blöndal:)
Þarf varla að segja þér Kristín mín að taka komment nr. 18 ekkert persónulega.
Birgitta Jónsdóttir, 4.1.2008 kl. 12:46
Hæ besta! Á ekki til orð yfir komment no 18, það er eins gott að þessi mamma fái börnin sín eftir réttri uppskrift! Ætli henni finnist í lagi að henda nýja barninu sínu ef það fæðist ekki með réttan hárlit????? Svona fólk á að reyna að vinna í sínum málum áður en það fer að reyna að vinna okkar vinnu! 'Afram Kristín,
Þú ert bara FRÁBÆR!!! Hlakka til að hitta ykkur í Foreldrahúsum á nýju og betra ári, knús....Beta.
Beta Markúsar (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.