Hamingjutár!

Sit hér og leyfi hamingjutárum að trilla niður kinnarnar og innra með mér er þakklæti og gleði.

Ragnar minn var að hringja í mig og það var yndislegt símtal, hann var skýrari og greinilega líður mjög vel hjá þeim í götusmiðjunni. Við vorum að tala um allar þær góðu kveðjur sem við höfum fengið hér og greinilegt að það skiptir hann miklu máli að þeir sem til hans þekkja skilja eftir kveðjur hér.

Svo fyrir hans hönd og mína takk fyrir stuðninginn InLove

Það er svo ótrúlega magnað hvað lítið símtal getur orðið dýrmætt, svo dýrmætt að vita af barninu sínu á góðum stað og sáttu.

Mikil tilhlökkun að fá næsta símtal Cool

Gleðilegt ár til ykkar allra.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég ánægð að heyra þetta Kristín mín. Gleðilegt ár og ég vona að það muni innihalda mikla hamingju og innri frið. Takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, hlakka til að kynnast þér betur á nýju ári.

Birgitta Jónsdóttir, 31.12.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Bryndís

Gott að heyra Kristín og megi næsta ár vera gott fyrir ykkur öll, pottþétt að næsta símtal verði gott  *veitþaðsko*

Áramótakveðja frá mér, sem ætlar að vera í fötum í kvöld   þó að það sé náttfatatilefni, híhí

Bryndís, 31.12.2007 kl. 16:43

3 identicon

Yndislegt að heyra þetta!  Áramótakveðja til ykkar allra ...

Maddý (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Birgitta... sömuleiðis ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnst þér og hlakka til frekari kynna.

Bryndís... takk og ég treysti á trú þína  að næsta símtal verði betra.

Maddy...takk fyrir góða kveðju.

Kristín Snorradóttir, 31.12.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mínar bestu óskir um gleðilegt ár 2008, Kristín, Ragnar og fjölskylda. 

Þú getur þetta Ragnar.... þú getur þetta. 

Anna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 17:12

6 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Frábærar fréttir Stína mín. Gott að heyra að Ragnari líður vel og vona ég að þið öll sömu munuð hafa það gott yfir áramótin og að nýja árið verði upphafið að betri og bjartari tímum.

Katrín Vilhelmsdóttir, 31.12.2007 kl. 18:51

7 identicon

Elsku Stína , ég óska þér og þínum gleðilegs árs - takk fyrir jólin þau voru yndisleg :)

Bestu kveðjur til Ragnars ! 

Agnes (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 03:49

8 Smámynd: kidda

Frábært að heyra þetta Megi nýja árið færa honum og ykkur gæfu og hamingju

kidda, 1.1.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kristín Snorradóttir, 1.1.2008 kl. 15:31

10 identicon

Kæra Kristín

 Ég samgleðst þér svo hjartanlega með þetta símtal, ég þekki þessa tilfinningu svo vel, þessa djúpu tilfinningu sem fær hamingjutárin til að trilla og maður man bara þessar góðu tilfinningar og sorgin fer aðeins í felur um stund, og vonandi koma þeir tímar í bráð að við getum andað léttar og treyst því að allt fari að ganga hjá börnunum okkar. Mér fannst mjög gott að tala við mína í gærkvöldi og hún sagði að allt væri á góðri leið hjá þeim á Götusmiðjunni, allt gert til að létta þeim áramótin. ég sendi þér góðar kveðjur Gyða.

Gyða (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 16:42

11 identicon

Elsku fjölskylda gleðilegt nýtt ár og megi Guð og hans englar gefa ykkur gleðilegt ár. Gott að Ragnari dúllu líður vel byð að heilsa honum og megi hann halda í vonina og ljósið.Guð veri með honum og ykkur. Vona að það sé í lagi að ég sniglist hér öðru hverju og skilji eftir kv til dúllu (sá að vísu að hann kann að meta það) kæ kv Alexandra

alexandra (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:18

12 identicon

Það er yndislegt þegar vonin kemur aftur hjá fíklinum. Falleg færsla og knús til ykkar á nýju ári

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband