þetta ár hefur bæði verið eitt erfiðasta ár í lífi mínu en jafnframt það gjöfugasta!
Við fjölskyldan höfðum átt 8.mánuði saman þar sem hann var edrú og var bara flottastir, allir nutu þess og samveran var yndisleg. Hann hafði öðlast allt okkar traust og stóð vel undir því, en fíknisjúkdómurinn er sterkur og 22. desember fékk ég símtal þess efnis að hann væri útúr dópaður á vinnustað sínum.
Í upphafi þessa árs var sonur minn sem sagt nýlega fallinn og ég dvaldi í lengstu lög í afneitun, vildi ekki sjá hvernig staðan var í raun og veru. Reyndi eftir bestu getu að sannfæra mig um að hann væri bara eitthvað illa stemdur og það liði hjá. Ég vildi á engan hátt trúa því að hann væri kolfallinn, ég vissi að hann féll 2.dögum fyrir jól en vildi svo innilega trúa því að það væri ekki meira.
Einn morgun gat ég alls ekki vakið hann, hann var grár og haggaðist ekki sama hvað ég hristi hann um kl.15 kom maðurinn minn úr vinnu og ég var þá sannfærð um að Ragnar minn væri með svona skelfilega flensu en þegar maðurinn minn hafði farið inn til hans og leitað og kom fram með plastpoka þar sem þrjár notaðar sprautunálar voru og efni þá varð mín að stíga út úr afneituninni og horfast í augu við að barráttan var hafinn að nýju. Þetta var í janúar og við vísuðum honum út, því ekki er hægt að vera með virkan fíkil á heimili og það er óendanlega sárt að vísa barninu sínu út.
Í byrjun febrúar leitar hann til okkar og vill komast í meðferð, hann fékk að vera hér heima á meðan beðið var eftir plássi á Vogi. Það voru ellefu erfiðustu dagarnir sem hafa verið hér heima á þessu ári. Daginn sem hann fór inná Vog kom ég mér í samband við Foreldrahús sem er stærsta gjöfinn mín á þessu ári.
Á þessum sjö árum sem Ragnar minn hefur verið í neyslu hef ég unnið með sjálfa mig og notið þar góðs með aðstoð fagfólks, en þegar hann féll þarna þá féll mín uppbygging líka. Með góðri leiðsögn ráðgjafa og annara í Foreldrahúsum var ég fljót að ná tökum á mér, en það kom eingöngu vegna þess að ég vissi sem aðstandandi að ég varð að gefast upp og þiggja leiðsögn.
Margir erfiðir og hræðilegir hlutir hafa gerst í lífi sonar míns, hann lenti á gjörgæslu og var vart hugað líf í þrjá sólahringa vegna of stórs skammts. Ég komst í gegnum það með æðruleysi og þeirri fullvissu að það væri ekki í mínum höndum hvernig færi, ég bað fyrir honum, það gerðu það reyndar mjög margir í kringum mig. Smátt og smátt komst hann á lappir en var nú ekki búin að vera fótafær nema rétt um tvo daga þegar hann útskrifaði sig og fór beint á götuna og hélt áfram. Þá lærði ég það að þó fíkill snerti hlið dauðans er það ekki endilega það sem verður til þess að hann hættir neyslu.
Skömmu seinna fékk ég símtal þess efnis að hann væri að fara á Litla Hraun og ég upplifði léttir já mörgum kann að finnast það undarlegt en fyrir mig var það léttir að vita af honum þar frekar en útá götu.
Það var leitast eftir því við mig hvort ég vildi koma fram sem móðir og segja sögu mína, ég þáði það ekki til að öðlast frægð og frama heldur vegna þess að ég tel mikilvægt að svipta þennan sjúkdóm hulunni. Feluleikur er besti vinur fíknarinnar og með feluleiknum nær fíknin að þrífast, ég vildi líka að þeir sem eiga fíkla vissu um þá frábæru aðstoð sem Foreldrahús hefur fyrir okkur.
Ég fékk góð viðbrögð eftir að ég kom fram opinberlega, margir þökkuðu mér fyrir að segja sögu mína, margir hringdu og vildu vita meira um Foreldrahús svo ég svo sannarlega uppskar. Mér er þó minnistætt ein ummæli sem ég fékk þau voru þannig að mér hefði nú ekki gengið svo vel að bjarga syni mínum svo til hvers að leita aðstoðar. Málið er að það er ekki í mínum höndum að bjarga syni mínum, ég get bara bjargað mér og sýnt honum syni mínum kærleika og stutt hann þegar hann er tilbúin til að byggja upp nýtt líf án fíkniefna.
Líf hans hefur verið stormasamt, ég hef fengið hann til baka núna á seinni hluta ársins, þegar hann var í meðferð inn á Hlaðgerðarkoti þá áttum við yndislegar vikur saman og það er ómetanlegt að halda í þær minningar en hann hefur líka dansað línudans við dauðan og er nú kominn á síðasta snúning ef hann ætlar að halda áfram í neyslu. Sem stendur er hann hjá Götusmiðjunni og von mín er sú að hann taki leiðsögn og að við fáum að njóta þess að hann komi til baka.
Mitt líf hefur verið fullt af gjöfum, ég hef eignast ómetanlegan kærleika frá starfsfólki Foreldrahúsa og fengið hvatningu þar til að halda áfram á minni braut í lífi og námi, ég hef fengið að kynnast frábærum foreldrum sem eiga börn í neyslu það er ómetanlegt að fá að deila lífi með þeim, ég hef verið leidd í hendurnar á einstakri trúnaðarkonu í alanon og fengið að njóta þeirrar yndislegu ferðar sem sporin 12 eru. Við fjölskyldan hér heima höfum aldrei verið samhentari og börnin mín tvö hér heima eru sterkari, stúlkan mín blómstrar eftir sjálfstyrkingarnámskeiðið sem hún naut hjá Foreldrahúsum og sonurinn fer strax eftir áramót.
Ég hef eignast yndislegt líf og mig sjálfa.
Ég hef ákveðið að strengja eitt áramótaheit og það er að halda áfram að bjarga sjálfri mér og treysta æðri mætti fyrir honum Ragnari.
Ég ætla að trúa því að hann nýti sér leiðsögn þeirra í götusmiðjunni.
Njótið síðustu daga ársins og munið að nýtt ár er eins og bók með auðum síðum sem við fáum að skrifa okkar líf á.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar kveðjur til þín og þinna. Þú stendur þig vel. Það þarf gríðarlegt átak til að halda heilli fjölskyldu saman í svona hremmingum, ár eftir ár. Og rússibanaferðin gerir það ekki auðveldara þó að það hljóti að vera gott að öðlast trú inn á milli. Ég óska þér og fjölskyldu alls hins besta og bið þess að árið 2008 verði ykkar gæfuár.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 16:52
Takk, fyrir frábær skrif á blogginu þínu. Ég óska þér og þínum alls hins besta á nýju ári
Þóra Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 17:01
Kæra Kristín þakka þér fyrir skrif þín hér þau hafa verið mér mikil hvatning ég fékk annan fíkilinn minn heim um jólin en hin þurfti ég að senda á spítala hann er að vísu ekki í neyslu en mikið veikur samt. Að lesa um æðruleysi þitt og baráttuhug hefur hvatt mig áfram og sýnt mér að ég er svo sannarlega ekki ein og að allt er hægt einnig minnt mig á að fíklar eru hið besta fólk inn við beinið og mikilvægi þess að njóta góðu stundanna með þessum elskum. megi nýtt ár færa ykkur fjölskyldunni birtu og yl og Ragnari heilsu að nýju.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 29.12.2007 kl. 17:15
Takk fyrir frábærar færslur.Sagan þín er sagan mín.Þakka þér fyrir að benda öðrum á foreldrahús.Ég fór þangað fyrir mörgum árum síðan en notaði svo AA og Alanon sem virkuðu fínt fyrir mig. Og reyndar viðtalsmeðferð. Takk fyrir árið og njótið nýs árs. Guð blessi þig og þína.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:20
Takk fyrir fallegar kveðjur, það er eitt af því sem þetta ár hefur fært mér, fallegar stuðningskveðjur frá ykkur bloggurum og öðrum sem skilja eftir hlý orð hér á síðunni minni.
Kristín Snorradóttir, 29.12.2007 kl. 19:58
hraðflug hér inn elskan mín. Yndisleg færsla full vonar og birtu...þú segir sögu okkar allra
Ragnheiður , 29.12.2007 kl. 20:25
Líst vel á þetta áramótaheit, held ég geri sjálf svona áramótaheit.
Sammála Röggu hér að ofan með annað.
kidda, 29.12.2007 kl. 21:04
Gott ad vita ad Raggi er komin austur i Gotusmidjuna,thad verdur gott ad sja andlitid a honum fyrir austan thegar eg sny aftur til vinnu. :) Bestu kvedjur, Binna
Binnan, 30.12.2007 kl. 06:34
Sæl Kristín.
Óska þér og þinni fjölskyldu og Ragnari alls hins besta á nýju komandi ári sem kemur með vonir og væntingar fyrir okkur öll. Ég þekki þetta allt vel því að dóttir mín er einmitt núna í Götusmiðjunni hjá því yndislega fólki sem er þar. Og ef Guð lofar þá sameinumst við á ný á nýju ári semkemur með sínar væntingar og vonir sem ég vona að standist fyrir okkur öll.
Kærleikskveðja
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 08:54
Takk fyrir skrif þín hér - þau hafa sýnt mér mikið.
Til hamingju með þinn árangur og ég óska þess að næsta ár færi þér og þinni fjölskyldu gæfu og gengi.
Dísa Dóra, 30.12.2007 kl. 11:13
takk fyrir skrifin þín hérna og að kynna okkur sem ekki þekkjum, þennan heim. Megi nýtt ár færa þér drenginn þinn aftur, gleði og hamingju í ríkum mæli
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.12.2007 kl. 20:26
Kæra Stína ! takk fyrir frábær skrif og gangi þér og þínum sem allra best á nýju ári, sjáumst í forleldrahúsi. Kveðja Sesselja
Sesselja (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 08:58
Ég óska þér gleðiríks nýs árs og vona að heillastjörnur skíni okkar kæru börnum ( barnabarni mínu) á nýju ári og þeim takist að losna úr viðjum fíknar og óhamingju, og sjái framtíðina björtu, sem er óskrifað blað, en þau eru með penna til að skrifa á sitt blað, alla sína drauma og það er þeirra og engra annarra að láta þá rætast, þau eru búin að lifa af miklar hremmingar og nú er kominn tími til að fara aðra leið en þau hafa verið á undanfarin ár, nýja og bjarta leið. Ég vona að þau beri gæfu til að nýta sér alla þá góðu hjálp sem þeim stendur til boða hjá Götusmiðjunni, og við, aðstandendur, höldum áfram í Foreldrahúsi. Guð gefi þér og fjölskyldu þinni góð áramót og gott nýtt ár. Gyða
Gyða (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:51
Gleðilegt ár Elsku Stína og fjölskylda.
Ragnar er á góðum stað,það veit ég :)
Guð gefi þér og fjölskyldu þinni gott nýtt ár.
Kærar kveðjur frá hamingjusömu fjölskyldunni:)
Guðrún Harðardóttir
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.