Manngæska og Götusmiðjan.

Ég er hamingjusöm vegna þess að það er mikla manngæsku að finna og málefni Foreldrahúsa er í öruggri höfn Smile Mínar bestu þakkir til allra þeirra sem komu að því að leysa úr húsnæðisvanda Foreldrahúss, þetta er stór gjöf til okkar sem búum í samfélaginu. Það er þörf á starfseminni og verður þörf í framtíðinni, því miður sér maður ekki fyrir sér að Ísland verði fíkniefnalaust en með starfsemi eins og Foreldrahús rekur verða foreldrar og fíklar sterkari í barráttunni við fíkniefnafjötrana.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item184188/

Þessi linkur lýsir þeirri manngæsku sem til er og finnst mér eigandi hússins mögnuð manneskja og vill óska honum/henni alls hins besta um ókomna tíð. Ég er reyndar sannfærð um að eigandinn á eitthvað gott framundan því í hvert skipti sem við gerum eitthvað gott þá fáum við það margfalt til baka.

Ragnar minn fór austur í Götusmiðju í gær, það var yndislegt að hitta fyrir starfsfólkið þar. Ég hef nú nokkrum sinnum hitt það áður þar sem hann var mikið hjá þeim þegar hann var yngri. Mér fannst gaman að koma og sjá hvað þau eru búin að gera staðinn huggulegan og finna þann góða anda sem er hjá þeim. Ragnar minn varð nú aðeins fyrir sjokki þegar hann var upplýstur um reglur staðarins. heheheh. en mér finnst þær flottar!

Svo nú er bara að sjá hvað minn maður gerir, hvort hann tekur þeirri leiðsögn sem honum bíðst eða ekki, það er í hans höndum. Það var alveg ótrúlegt magn af lyfjum sem hann var sendur með austur og ég hef verið að hugsa um það hvort yfirleitt sé hægt að vinna með hann vegna lyfja, veit svo sem að einstaklingur sem er að koma úr svona neyslu eins og hann þarf lyf til að styðjast við en þetta var heilt apótek og minn ekki mjög skýr Woundering 

Annars er mín bara í flottum gír, þarf reyndar að ná sér úr átgírnum. Finnst ég vera hálfgert bjúga þegar ég vakna vegna þess hversu sokkin ég er af áti á söltum og reyktum mat, ekki bætir úr allt konfektið sem laumast inn fyrir munn og á mjaðmir...hummm

merkilegt hvað maður sleppir sér um jólinn, en nú ætla ég að fara að gíra mig úr átinu á þessu óholla og fara að borða hollt og reyna að standa upp úr sófanum og hreyfa mig Wink

Bókinn sem ég er að lesa er frábær,, uppgvötaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn,, Mæli með henni við alla.

Eigið góðan dag og njótum þess að sýna hvort öðru kærleika, það er svo gott.

Kv.Kristín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að hann er kominn í Götusmiðjuna, vonandi tekst honum þetta núna. Held að það sé ósköp eðlilegt að hann þurfi mikið af lyfjum, svo eru þau smá saman tekin út svo það er nú ekkert víst að þetta verði svo mikið eftir meðferð.   En ekki er hann að sjá um að taka lyfin sín?  er honum ekki skammtað miðað við læknisráð?

KNÚS OG KRAM ég þarf líka að fara að koma mér á fætur og gera eitthvað í mínu áti :-)

kv Elíabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 28.12.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: kidda

Gott að heyra að hann sé kominn austur. Krossa fingur fyrir hann Ætla samt að vona að hann sjái ekki um að skammta sér lyfin sjálfur.

Þetta voru frábærar fréttir af Foreldrahúsinu, hef grun um hver eigi gömlu rúgbrauðsgerðina en ætla að ath það betur. 

Smá forvitni, hvernig eru reglurnar í Götusmiðjunni?  

Mikið vildi ég að ég væri búin að troða í mig nammi, hef bara enga lyst á því. Ekki einu búið að opna Nóa.

Knús fyrir daginn

kidda, 28.12.2007 kl. 12:34

3 identicon

Frábært að heyra að Ragnar sé farinn austur.  Kannski sé ég hann þegar ég fer á fund strax eftir áramótin.  Já það eru allt öðruvísi reglur í Götusmiðjunni núna en áður, en samt góðar reglur.  Mætti samt vera smá meira að gera hjá krökkunum.  Minn kvartaði mest yfir því.  Samt flottur staður með góðu starfsfólki.

Bið að heilsa þér gella.

p.s  Ætli við verðum ekki bara eins og tvær útblásnar rúllupylsur eftir hátíðarnar..púfffff.

Birgitta (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Nei sem betur fer fá nú fíklarnir ekki að stýra sinni lyfjagjöf sjálfir, það yrði nú skrautlegt

Reglurnar hjá götusmiðjunni eru skotheldar og mín trú er sú að þannig þurfi það að vera....Ólafía kem betur að þeim í athvarfinu okkar

Birgitta... vona að þú sjáir minn og þinn þegar þú ferð austur, við rúllum svo saman í pylsugerfi í næstu grúbbu.... knús á þig

Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sendi mínar bestu óskir um að nýtt ár boði nýtt og betra líf fyrir Ragnar og þar með alla hans fjölskyldu. 

Anna Einarsdóttir, 28.12.2007 kl. 16:13

6 identicon

Það er mjög þekkt að þegar fíkill í harðri neyslu verður edrú kemur þunglyndi. Það þarf ekki alltaf að meðhöndla það með lyfjum en oftast er það nú samt svoleiðis. En það góða er að þetta er lang oftast tímabundið ástand. Þegar edrútíminn lengist og batinn verður betri og lífið í þokkalegu jafnvægi geta flestir hætt á lyfjum. Viðtalsmeðferðir virka fínt ásamt eða án lyfja. Frábært að heyra af þínum "kút". Og Foreldrahús,frábært.Ég fer bara í væmnikast.En mig grunar hver standi á bakvið þetta og óska viðkomandi alls hins besta í lífinu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:36

7 identicon

Gangi ykkur allt í haginn. Það er rétt hjá þér, fólkið í Götusmiðjunni er frábært og þar er pottþétt gott að vera :-) Frábært að heyra með Foreldrahús, griðarstaður sem ÞARF að eiga góðan samastað. Aftur: Gangi ykkur sem allra allra best !

Kv Mamma 

Mamma (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:36

8 identicon

Hæ duglegust, gott að vita af Prinsinum fyrir austan, nýtt ár nýtt líf, það er draumur minn. Hlakka til að hitta ykkur í Foreldrahúsum á nýju ári. Vertu dugleg að borða mat og nammi, þetta er eini löglegi tíminn til þess. Gleðilegt ár Kveðja, Beta

Beta (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:41

9 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

Æ,,enn frábært að vita af Ragnari þar,þekki hann littilega,eins föður hans. Götusmiðjan er frábær,,bjargaði syni minum á sínum tíma. Guð gefi ykkur gleðilegt nytt ár. Kv

Bergþóra Guðmunds, 28.12.2007 kl. 16:55

10 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Já það er gott að vita af honum þar, en betra að vita að hann er þreyttur og uppgefin, það gefur manni von um að nú taki hann leiðsögninni.

Beta....ég hef verið svo dugleg að borða að það verður belgur sem mætir í næstu grúbbu... gleðilegt ár skvísa.

Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 17:02

11 identicon

Hæ elskan.æði æði:)

Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 17:35

12 Smámynd: Leifur Runólfsson

Hæ hæ Stína frænka

Vona að jólin hafi verið ánægjuleg, gott að heyra að Ragnar sé kominn austur í Götusmiðjuna. Vona að þið öll eigið gleðilegt ár.

Kveðja

Leifur Runólfsson, 28.12.2007 kl. 19:50

13 Smámynd: Blómið

Mkið finnst mér frábært að lesa að jólin hafi verið þér góð kæra vina.   Ragnar verður að finna hjá sjálfum sér hvað hann vill.   Hann er í bænum margra og vonandi hafa þær tilætlaðann árangur.   Þið eruð frábær  

Blómið, 28.12.2007 kl. 22:26

14 identicon

Sæl Kristín og takk fyrir að deila með okkur hvernig það er að takast á við lífið og tilveruna þegar einhver úr fjölskyldunni er svona veikur.  Mér finnst það gefa mér nýja sýn á lífið og meta allt mun betur þegar ég les um hvað aðrir eru að takast á við....TAKK ! 

Ég rakst bara á síðuna þína þegar ég sá fyrirsögnina á þessari færslu.  Ég hef enga reynslu úr þessum heimi sem betur fer og mun vonandi aldrei....  En ég hef hitt hann Mumma þar sem við Herbalife dreifingaraðilar höfum nú 2 ár í röð safnað pening til að styrkja Götusmiðjuna.  Mikið líst mér vel á það sem þau eru að gera þar....það er að mér sýnist öðruvísi en þetta "týpíska" en það sem mér líkaði mest var að þar er hver og einn metinn að verðleikum og meðferðin sniðin að þörfum hvers og eins...en ekki bara "eins og bókin" segir til um eða "kerfið".....

Vonandi verður þetta bara "it" fyrir son þinn og hann losni við þessa ánauð fyrir fullt og allt.  Mér finnst frábært að lesa um hvað þú ert dugleg að passa uppá sjálfa þig og hin börnin...algjörlega nauðsynlegt !

Gangi ykkur vel í baráttunni ykkar !

Kveðja, HÁS

HÁS (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband