Hef átt yndislega daga, aðfangadagur var frábær allir slakir og svo snjóaði svo fallega, litli snáðinn minn brosti í hring og kallaði mamma komdu og sjáðu það verða hvít jól. Annars er hann þessi elska búin að vera lasinn með hita og höfuðverk, leiðinlegt þegar flensan tekur upp á því að heimsækja 10. ára stráka á aðfangadag
kúturinn var ekki alveg í gírnum og slappleikin svo mikill um kvöldið að hann bara opnaði pakkana og brosti en hafði ekki orku í að prófa þá.
Heimasætan mín var alsæl með allar gjafirnar og getur nú með góðu móti opnað snyrtivöruverslun svo mikið af fííniríi fékk hún. Hún ilmar svo yndislega og er svo fín og falleg að það er ekki annað hægt en að njóta þess að taka þátt í prinsessu gírnum hennar.
Bóndin kíkti uppá geðdeild á aðfangadagskvöld til að hitta Ragnar en engin Ragnar þar! Hann hafði verið sendur niðrí Fossvog í lungnamyndatöku með sjúkrabíl vegna þess að hann var svo slappur og með hraðan púls. Bóndin fór niðrí Fossvog og hitti þar prinsinn, þar sem hann hélt á símtóli og var að fara að hringja heim... þeir áttu góða stund á meðan beðið var eftir sjúkrabíl til að flytja hann aftur á geðið.
Það fara í geng gleði og sorgar tilfinningar þegar ég hugsa til hans Ragnars míns. Gleði yfir því að hann er inná geði að þiggja aðstoð og tilhlökkun hans yfir að fara austur í Götusmiðjuna, viljan til að hætta og að hann lifir. Sorg vegna þess að sonur minn rétt tvítugur er svo illa farinn líkamlega vegna neyslu fíkniefna að það svíður. Lifrin er orðin slöpp, lungun léleg, mettuninn léleg og hausin illa farinn. Ég vona að nú takist honum með þeirri góðu hjálp sem bíðst að snúa blaðinu við...... ég veit að hann á ekki langan tíma eftir í neyslu og hann veit það sjálfur.
Ég sjálf fékk yndislegar kærleikskveðjur og gjafir. Takk allir fyrir það Ég á frábæra fjölskyldu og flotta vini, mjög lánsöm kona.
Þessi lestrarhestur fékk 4.bækur þessi jól...þar af eina frá Ragnari englar dauðans eftir Þráinn Berthelsson, Hlakka til að lesa hana en mér þótti vænst um kortið sem fylgdi gjöfinni þar sem hann skrifaði,, fyrirgefðu mamma hvernig árið er búið að vera höfum það næsta betra, ég elska þig,, Það þótti mér vænt um. Ég elska þig líka Ragnar minn og ég vona svo sannarlega að næsta ár verði sameiningarárið okkar
Ég var snortin vegna hlýjunar sem voru í athugasemdum við síðustu færslu og mig langar að segja við ykkur frábæra fólk. Takk fyrir mig það er heiður að fá þessi fallegu komment frá ykkur. Megi kærleikur lýsa ykkar veg það sem eftir er.
Kv. Kristín.
Bloggvinir
-
lindalea
-
agustg
-
birgitta
-
skelfingmodur
-
olafia
-
kojak
-
supermamma
-
alexandra-hetja
-
annaeinars
-
binnan
-
salka
-
gelin
-
madddy
-
disadora
-
blomid
-
katja
-
hallarut
-
mammzan
-
leifsi
-
disag
-
thorasig
-
kiddat
-
birnarebekka
-
bergrun
-
huldastefania
-
skjolid
-
liljabjork
-
fifudalur
-
annabugga
-
strunfridur
-
ellasprella
-
beggagudmunds
-
gunnlaugurstefan
-
laufherm
-
bifrastarblondinan
-
birtabeib
-
austfjord
-
saethorhelgi
-
halo
-
mammann
-
fanneyunnur
-
skruddulina
-
anitabjork
-
cakedecoideas
-
tungirtankar
-
berglindnanna
-
olofanna
-
joninaros
-
smm
-
vefritid
-
saedishaf
-
adhdblogg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
velkomið
ég vill bara trúa því að Ragnar hafi rétt fyrir sér í skrifum á kortið til þín. Það er alltaf til von
Jólakærleikskveðjur
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.12.2007 kl. 23:44
Ég er búin að lesa allt bloggið þitt og ég verð að segja þér að ég hefði getað skrifað mest af því sjálf. Við erum ekki einar í þessari reynslu, svo sannarlega erum við fleiri, bæði mömmur og pabbar og systkyni og frænkur og frændur, allir ganga í gegnum einhvern pakka í kringum fíkilinn. Eitt sem þú skrifar um get ég ekki sagt að ég hafi sömu sögu að segja, ég hafði lítinn sem engan stuðning frá fjölskyldu minni. Fíkni og geðsjúkdómar eru flokkaðir sem aumingjaskapur í minni fjölskyldu og svoleiðis aumingjaskap skal fela. Þetta eru auðvitað fordómar sem koma af fáfræði og kannski má segja að þeir sem taka þá afstöðu að loka augunum fyrir sjúkdómum af þessu tagi séu með ákveðinn sjúkdóm sjálfir. En ég gat ekki hugsað á þann hátt á meðan þetta gekk yfir og var yfirkomin af sorg og hræðslu. Ég leitaði til Foreldrahússins og þar fann ég loksins skilning, þegar ég kom í fyrsta skipti var ég svo niðurbrotin af skömm því ég taldi þetta allt saman vera sjálfri mér að kenna, móttökurnar voru ótrúlegar, ég hafði verið svo frosin og hrædd en þarna sat ég grátandi meira að segja og hlustaði bara á sögu af öðrum ungling í svipaðri stöðu og minn unglingur var í og himinninn hrundi ekki þótt ég segði nokkur orð um stöðuna hjá okkur. Þetta var fyrsta heimsóknin mín í foreldrahúsið og áttu þær heimsóknir eftir að verða margar.
Takk enn og aftur Kristín fyrir þína frásögn af daglegu lífi ykkar og gangi ykkur vel á morgun ... einn dag í einu ....
Maddý (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 00:59
Elsku Stína, gleðilega birtuhátíð. Fullkominn tími til að fagna og styrkja það bjarta og góða sem í mannshjartanu býr. Ég og litla fjölskyldan mín áttum dásamlegan aðfangadag eins og svo oft áður. Jólaandinn eru hugarástand sem við ættum að temja okkur dag hvern, alltaf:) Það hefur verið afar gefandi að fá að kynnast þér og ég vona að Raggi muni blómstra á gamla vinnustaðnum mínum. Þar er fullt af góðu fólki sem getur án efa kveikt í neista batans innra með honum. Sé þig vonandi á fundi í kvöld... Risastórt og hlýtt jólaknús frá mér til þín og þinna.
Birgitta Jónsdóttir, 26.12.2007 kl. 10:12
Já jólin er tími kærleika og ljóss.
Birgitta.... mér fannst svo mikið um orð þín á síðasta fundi þetta með að allir dagar gætu verið spari, svo ég ákvað að setja það inn í forritið mitt og njóta þess að hafa jól allt árið, það verður verkefni mitt í framtíðinni.
Ragnar á góða að í Götusmiðjunni og ef hann velur að taka þeirri leiðsögn sem fólkið þar vill gefa honum veit ég að hann nær bata og fetar hina yndislegu 12.spora leið.
Spariknús á okkur allar.
Kristín Snorradóttir, 26.12.2007 kl. 10:30
Það snart mig að heyra að það hefði verið farið með Ragnar í myndatöku á aðfangadagskvöld. Hefði eiginlega frekar átt von á því að þar sem hann er ,,fíkill" að hann verið látinn bara bíða.
Jólaknús til ykkar allra
kidda, 26.12.2007 kl. 11:12
Gott að heyra að það eru góðar fréttir af ykkur
Svo sannarlega ertu lánsöm kona
Díana (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 15:37
Það er magnað að fylgjast með vilja hans. Ég fékk svona símtal snemma í sumar...heillandi strákgormur sem tók sig til að hughreysta móður sína og útskýra hvaða leið hann ætlaði næst. Hann var alveg heill í þessu símtali og það féllu mörg tár eftir það.
Honum entist ekki aldur til að ljúka verkinu en hann var byrjaður og það veit ég. Það hefur verið huggun í sorginni.
Kærleikskveðja til þín og þinna
Ragnheiður , 26.12.2007 kl. 15:47
Frábært að allt sé á réttu róli
Ég var sjálf í mikilli neyslu meira og minna fram að 29 ára aldrinum, en 5 árum seinna er ég öll að koma til að flestu leyti,hann sonur þinn á mjög góða möguleika að vera frískur og ánægður.Líkaminn lagast með tímanum.Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.12.2007 kl. 16:20
Kæra Kristín, það er gott að heyra að Ragnar er enn að vinna að markinu, ekki búinn að gefast upp, er enn í hlyju rúmi og með gott fólk sem er að hjálpa honum, njóttu þess að hvíla þig og lesa bækurnar þínar, njóta jólanna og fjölskyldunnar þinnar. Okkar engill er komin aftur í meðferðarheimilið og er að vinna í sínum málum, og í dag er hún ákveðin í því að botninum hafi verið náð, og nú sé allt bara uppávið. Gott mál og við erum bara vongóð og njótum þess. guð gefi að unga fólkið okkar læknist og sjái með eigin augum hve lífið getur verið yndislegt og framtíðin óskrifað blað fyrir framan þau, þau ráða hvað þau skrifa . Hlýjar hugsanir og bænir til ykkar allra kveðjur amma Gyða
Amma Gyða (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 23:59
Elsku Stína og fjölskylda.Gleðilega hátíð.Frábært ef að Ragnar er á leið í Götusmiðjuna. OG EKKI BÚINN AÐ GEFAST UPP :)Ég er bara veik heima með höfuðverk og tannpínu, ekki gaman,en Andri er í góðum gír,sækir fundi 0g er kominn með vinnu :) .Vona svo innilega að allt gangi vel hjá ykkur.
1000 kossar og knús til ykkar allra
Guðrún Harðard
Guðrún Harðard (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:30
Stína mín sjáðu þennan link http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item184188/
Þetta vil ég þakka þér og þinni baráttu fyrir foreldrahúsi. Óskaplega er þetta góður maður/kona sem gerir svona, bæði innréttar það á sinn kostnað og slær af leigunni
Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 23:52
Ragnheiður... þarna er manngæska á ferðinni og mín er svo hamingjusöm að þetta er öruggt....
Guðrún .... love you to.
Kristín Snorradóttir, 28.12.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.