Jólablogg og smá sút!

Aðfangadagur runnin upp og jólasnjór yfir öllu, gæti ekki verið fallegra. Mín vaknaði um kl.8 í morgun við brothljóð, skýringin á þeim var að annar hundurinn á heimilinu fékk þá snilldar hugmynd að láta undan löngun sinni í snakk sem var í skál á eldhúsborðinu með þeim afleiðingum að skálinn fauk í gólfið og splundraðist út um allt. Svo dagurinn byrjaði á að þrífa upp glerbrot og snakk......

En fall er fararheill og mín fékk yndislega bók í skóinn, uppgvötaðu lykilin af lífshamingjunni með speki munksins sem seldi sportbílinn sinn. Þessi húsmóðir er svo stillt að hún fær í skóinn Smile

Annars er allt bara rólegt og notalegt, pakkaði inn gjöfum handa Ragnari sem ég fer með til hans á eftir, hann er enn jákvæður inná geðdeild, vonandi að sú stefna haldi áfram hjá mínum. Ég alla vega bið fyrir honum og kveiki ljós fyrir hann í gríð og erg.

Ég get nú samt ekki orða bundist yfir fréttinni í gær um að Vogur væri opin öllum sem vildu í meðferð yfir jólin....Ekki er hann opin fyrir minn son.... það er alveg klárt!

http://www.visir.is/article/20071223/FRETTIR01/71223026

Minn átti ekki skjól á Vogi.

En nú er ekki tími til að dvalja í einhverjum neikvæðum hugsunum, heldur í kærleika og gleði.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að friður jólanna lýsi yfir okkur öll. Heart

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér varð einmitt hugsað til sonar þíns þegar ég las fréttina með óbragð í munni !

Kær jólakveðja Kristín mín

Ragnheiður , 24.12.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Jólakveðja til þín.... mér flökraði bara yfir falsinu þegar ég las þetta.

Kristín Snorradóttir, 24.12.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Elsku Stína sama hér hugsaði til ykkar þegar ég las þessa frétt. Vona bara að allt gangi vel hjá Ragnari og að hann verði sáttur. Óska ykkur síðan ölum gleðilegra jóla og það verður gaman að hitta þig aftur á nýju ári.

Katrín Vilhelmsdóttir, 24.12.2007 kl. 12:55

4 identicon

Elsku Stína ég vil senda þér, Baldvini og krökkunum mínar bestu óskir um góð jól, ég óska ykkur þess að njóta kærleika, friðar og gleði. Fúsleiki og þakklæti eru góðar stoðir og enn betri lyklar

Mér þykir mikið vænt um ykkur

Jólaknús 

Díana (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:24

5 identicon


Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest.
Að fyrsta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.

Ástúð á andartaki,
auga sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.

Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
                            
Ú.R.

Gleðileg jól elsku stína

Kveðja Heidi

Heidi Hansen (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:26

6 identicon

Kæra stína og fjölskylda, óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Kær kveðja. Guðbjörg

Sjáumst í Götusmiðjunni.

Gudbjorg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 15:17

7 identicon

Sæl Kristín mín, ég samgleðst þér innilega að geta haldið gleðileg jól og vita af stráknum þínum í góðum höndum. Í gær þá hafði ég ekkert heyrt í dóttir minni í viku, ég vissi ekki hvort hún var lífs eða liðin eða hvar hún væri. Svo hringdi hún í gær og var þá á konukoti og ég fór þangað og náði í hana. Ég gjörsamlega brotnaði saman þarna, fegin yfir að sjá að hún væri í ágætum málum og fegin yfir því að ég fengi að hafa hana yfir jólin.

Ég er svo sæl og ánægð og það er yndislegt að jólin eru að koma, mér leið ekki svona í gær en .........eins og þú veist að þá er þetta svo mikil rúlletta :o)

Eigðu yndisleg jól........

Kv. Guðlaug

Guðlaug Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 15:28

8 Smámynd: Binnan

Gleðileg Jól Stína og fjölskylda. Gott að vita af Ragga á góðum og hlýjum stað yfir hátíðarnar.

Kveðja, Binna

Binnan, 25.12.2007 kl. 00:06

9 identicon

Elsku Stína og Baldvin.. ég er mikið búin að hugsa til ykkar og óska þess heitt og innilega að Ragnar væri enn í góðum gír.  Alveg æðislegt að allt sé eins og best getur verið.
Ég vil einnig senda ykkur fjölskyldunni bestu óskir um gleðileg jól.

Kærleikskveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 10:58

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gleðileg jól Kristín til þín og þinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2007 kl. 11:30

11 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vá sit hér með tárinn í auginum vegna þess kærleika sem ég finn frá ykkur.

Mér þykir ótrúlega vænt um ykkur og óska þess að þið hafið öll notið þess að eiga gott aðfangadagskvöld og eigið framundan góða hátíð og frábært nýtt ár

Jólakærleikur frá mér til ykkar

Ps. Heidi þú ert einstök vinkona, langar bara að þakka fyrir þetta fallega ljóð og segja þér að það er eitt það dýrmætasta sem hefur hent mig að kynnast þér og fá að njóta þinnar vináttu... love you kæra vinkona

Kristín Snorradóttir, 25.12.2007 kl. 12:00

12 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Elsku vina

Ég fékk einmitt bara ojjj tilfinningu þegar ég sá þessa frétt, ef hún hefði verið á MBL þá hefði ég sko linkað á hana og látið í mér heyra!!!!!   það eru sko EKKI allir velkomnir þarna inn og HANANÚ!!!

En að öðru, yndislegt að þú áttir góð jól og að Raggi sé enn jákvæður, hver dagur er sigur.

jájá og jólin komu þó svo að ég var ekki búin að gera allt sem ég ætlaði mér að gera hahaha

 kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.12.2007 kl. 13:20

13 identicon

Ég vona að Ragnar Már hafi það gott og að þessari baráttu hans sé lokið ég hugsa til hans á hverjum degi og bið fyrir honum...

kær kveðja Þóra Björg

Þóra Björg (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:51

14 Smámynd: kidda

Gott að heyra að gærkvöldið var gott

Vona að jólin verði fram ánægjuleg mín kæra

Jólakveðja

Kidda 

kidda, 25.12.2007 kl. 14:59

15 identicon

Kæra Kristín ég óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegrar hátíðar og vona að Ragnari gangi vel, við fengum að hafa barnabarnið okkar, sem reyndar skrifar no. 13 hér á undan, hjá okkur á aðfangadagskvöld og það var yndislegt hún er í góðum málum í dag, jákvæð og sér hlutina í öðru og réttara ljósi en áður, umvefur okkur kærleika og elsku sem hún á svo mikið af og hefur gefið svo mörgum af, kæra Kristín njóttu góðu dagana, þú átt það svo mikið skilið. ég hugsa til þín með samhug og hlýju kveðjur frá ömmu Gyðu.

Gyða (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 19:29

16 identicon

gleðileg jól, Stína mín

Þurý (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband