Nýr dagur fullur af nýjum tækifærum það er svo magnað að fá að upplifa aftur og aftur nýjan dag, fá að skapa sér nýjar minningar. Fyrir það er ég þakklát.
Ég hef ekki alltaf verið þakklát fyrir nýjan dag, hér áður fannst mér nýr dagur vera upphaf að enn meiri erfiðleikum og leiðindum. Í dag er ég þakklát af því ég hef öðlast frið og fullvissum um að af mótlætinu læri ég og verð sterkari manneskja fyrir vikið.
Að ganga með honum syni mínum í gegnum líf fíkils hefur verið mikil lífsreynsla og oft mjög erfið en að sama skapi gefið mér sýn sem ekki allir öðlast. Hver kannast ekki við að hafa heyrt um aumingjana sem eru á götunni, rænandi og skítugir, gera hvað sem er fyrir næsta skammt. Þetta er lýsing á syni mínum, hann er ekki aumingi heldur fársjúkur af fíkn.
Hann fæddist um haust svo yndislega fallegur með mikið svart hár var rólegur og góður sem ungabarn. óx upp og var fjörugur strákpjakkur sem tók upp á ýmsu sem gaman er að rifja upp í dag: einu sinni hennti hann öllum nærbuxunum hennar ömmu sinnar út um eldhúsgluggan og þær voru fjúkandi um allt Seljahverfið lengi á eftir þá var hann fjöggra ára. Hann var ótrúlega skapandi strax sem krakki hafði unun af því að búa til heilu borgirnar úr legó, mála og hlusta á tónlist. Var fljótur til náms en í gaggó breyttist allt! Hann lenti í hrikalegu einelti og leið skelfilega í skólanum.
Þegar hann var þrettán þá missti ég hann fyrst, þá var hann byrjaður að reykja hass og ekki leið langt þar til sterkari efni komu til sögunar. Þar með var barátta upp á líf og dauða hafinn og stendur enn.
En í dag er hann inn á geðdeild í höndunum á fagfólki og fyrir það er ég þakklát. Ég vil trúa því að nú sé komið að því að hann losni úr klóm fíknarinnar og fái að blómstra og nýta sér hæfileika sína.
Það er mér svo mikils virði að sjá að hann og aðrir sem leiðast út í fíkniefnaneyslu og afbrot sem henni fylgja eru manneskjur en ekki aumingjar. Það er fjöldin allur af fólki þarna úti í neyslu misilla á sig komið en alltaf manneskjur sem eitt sinn voru börn sem glöddu foreldra sína og aðra í kringum sig. Innra með hverjum fíkli er manneskja með hæfileika sem ná ekki í gegn meðan fíkillinn er alsráðandi.
Mætum öllum í kærleika og munum eftir að öll eigum við eitthvað fallegt og gott í hjartanu þó það sjáist ekki utan á okkur.
Eigið góðan dag.
Kv.Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
'Eg er þér svo hjartanlega sammála
'Eg á tvo fíkla annan óvirkan hin virkan og oft fengið að heyra að þeir séu aumingjar
Þeir eru báðir góðar manneskjur sem eiga sér drauma eins og hver annar en hafa verið í afbrotum líka til að eiga fyrir næsta skammti.
Svo ég skil hvað þú ert að tala um öll þessi barátta,barátta upp á líf og dauða.
'Eg vona að sonur þinn nái sér á strik og fái að njóta sín í framtíðinni
Anna Margrét Bragadóttir, 22.12.2007 kl. 10:18
Knús fyrir daginn
kidda, 22.12.2007 kl. 10:31
Eigðu góðan dag mín kæra
Bryndís, 22.12.2007 kl. 10:39
Gott að hann er "inni".Takk fyrir þessar góðu færslur þínar. Afleiðing fíknar er eins margvísleg og við erum mörg.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:29
Það skiptir svo miklu máli finnst mér að sjá mennskuna í fíklunum, en það gleymist bara of oft!
Eigið góðan dag
Kristín Snorradóttir, 22.12.2007 kl. 12:11
Æi takk fyrir þetta... ekta jólaandi!! Eigið gleðileg jól!!
Huldabeib, 22.12.2007 kl. 14:57
Bestu kveðjur til þín
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 15:50
Það er ótrúlegt að fylgjast með baráttu ykkar allra og maður lærir mikið á því að sjá hversu sterk þú ert í þessari baráttu og það veitir Ragnari örugglega mikinn styrk til að komast á réttan kjöl.
Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni Gleðilegra jóla og vona að nú liggi allt upp á við. Þið eigið það öll svo sannarlega skilið.
Jólaknús
Halldóra nýja bekkjarsystirin
Halldóra Ingvars (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 16:51
Mikið er ég glöð að rekast á bloggið þitt! Ég hef gengið þessi spor að eiga son í neyslu í mörg ár og finnst alveg frábært hjá þér að skrifa um daglegt líf ykkar. Minn sonur fæddist seint um haust og var svo fallegt barn að ég gat horft á hann endalaust og trúði engu öðru en að hann myndi verða hamingjusamur einstaklingur í sínu lífi. Fjórtán ára hvarf hann inní fíkniefnaheiminn og þá upphófst martröð sem ég hefði aldrei trúað að gæti komið fyrir hann og fyrir mig og hvað lífið okkar gæti umturnast á stuttum tíma og aldrei orðið eins aftur.
Mig langar að fá að fylgjast með blogginu þínu, kannski deili ég minni reynslu að einhverju leiti á mínu bloggi, ég er svo nýlega byrjuð að blogga að ég hef lítið skrifað ennþá.
Maddý (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 18:25
Allir eiga von, líka fíkillinn þinn. Þetta er bara spurning um tíma og að reyna ekki að lifa fyrir hann, heldur að vera fyrir hann þegar hann (loksins) óskar eftir :-)
Bestu jólakveðjur til þín og þinna og ekki síst fíkilsins sem þjáist.
Madddy fær sömu óskir og ráð :-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2007 kl. 20:12
Kæra Kristín, það er svo sannarlega mannbætandi að lesa skrifin þín, þakka þér fyrir þau, þú ert hetja. Já ég skil svo vel það sem þú skrifar, og ég vona að allt erfiðið, andvökunæturnar og þessi mikla sorg sem fylgir því að eiga ástvin sem er fíkill, gefi okkur þroska sem við eigum eftir að njóta þegar fíklarnir okkar eru lausir úr þessari miklu óhamingju, og farnir að lifa gleðiríku og innihaldsríku lífi. Vona að þú eigir góða Þorláksmessu á morgun með hangikjötsilm og hæfilegu stressi, en það tilheyrir nú á þessum degi. Guð gefi að Ragnari gangi vel og ykkur öllum, kveðjur Gyða.
Gyða (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:38
Halldóra... takk og sömuleiðis, þú ert nú ekki ný bekkjasystir endalaust
Maddy.. velkominn hvenær sem er, það er nauðsyn að ná að líta lífið og tilveruna jákvæðum augum þrátt fyrir barráttuna.
Heimir... algerlega sammála þér við verðum að sýna fíklunum okkar kærleika og stuðning en þeir verða að heyja sína barráttu sjálfir til að losna úr klóm fíknarinnar.
Gyða... mér er nú bara farið að þykja vænt um þig
Kristín Snorradóttir, 22.12.2007 kl. 20:53
Baráttukveðjur..
Eygló , 22.12.2007 kl. 21:02
Kærleikur í baráttuna sem þið etjið kappi við!
Lífið er svo sannarlega þess virði að kljást við það, myrkur og birta eru mikilvæg gildi þess að vera.
Jólavkeðja!
www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 22:13
Hæ Kristín, þú ert algjör hetja. Frábært að sjá hvernig þú tekur á málunum, þú ert flott fyrirmynd og kennari. Guð að gefi þér og þínum yndisleg, friðar og kærleiks jól....
kær kveðja,
Kjartan
Kjartan Pálmason (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 23:10
ohhh Kristín þú ert bara yndislegust, Ragnar er heppinn að eiga þig sem mömmu og náttúrulega hinir gullmolarnir líka :-)
Njóttu augnabliksins
kveðja Elísabet og CO
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:48
Þú skrifar vel. Mig langar að vera bloggvinkona þín vegna þess að ég er sannfærð um að þú getur kennt mér margt. Bestu jólakveðjur.
Anna Einarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:37
ég verð þessi nýja til áramóta
Halldóra Ingvars (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 12:44
Vona að honum takist það í þetta sinn :) aldrei missa trúnna á honum hún hefur svo mikið að segja ,traustið kemur með tímanum
óska þér gleðilegra jóla
Ingibjörg, 23.12.2007 kl. 18:48
Þú ert svo mikið æði Kristín mín =)
Ótrúlega magnað að lesa bloggið þitt, maður öðlast nýjan kraft og meiri birtu í lífið :)
Hafið það sem allra allra best um jólin Stína mín :)
Knús og kossar.
Esther.
Esther :) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.