Létt í hjarta og full af þakklæti.

Inn fór hann jákvæður og sýndi fullan vilja á að gera vel. Vonandi heldur hann þeirri stefnu, ég ætla að trúa því að þetta gangi Smile ég er reyndar búin að fá eitt símtal þess efnis að hann sé ósáttur við lyfjagjöfina hjá læknunum, en læt fagfólkið um að díla við hann.

Nú er bara jólaundirbúningur og dekur Wink Mín byrjaði að þrífa þegar hún kom heim eftir að skutla drengnum á geðdeildina, setti frostrósir í cd og tuskan á loft. Létt í hjarta og þakklát fyrir að líf sonarins tók þessa stefnu.

Eigið góðan dag og þakkir fyrir stuðningin.

Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Núna er manni létt hef fulla trú á að honum takist þetta núna.

Vona að við skemmtum okkur báðar vel í jólaundirbúningnum

Knús

kidda, 21.12.2007 kl. 16:14

2 identicon

Sendi þér hlýjar kveðjur og samgleðst þér svo hjartanlega, og vona að allt gangi eins stefnt er að,  Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk

Ólafía... við skemmtum okkur vel, njótum jólanna og því sem þeim fylgir.

Kristín Snorradóttir, 21.12.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært að heyra, sendi til þín hlýjar kveðjur og haltu áfram að njóta jólanna :-)

 kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Íris Fríða

Ég sendi sterka strauma til þín.

Var með syni þínum í skóla í Mosfellsbæ og þykist kannast við þig, hvort það sé úr Snæland Video eða einhverju öðru er ég ekki komin með á hreint.

Skrif þín eru ákveðin og góð, frábært að þú "feisar" málin kalt, lifir ekki í draumaheimi. Margir foreldrar mættu taka þig til fyrirmyndar.

Jólakveðja. 

Íris Fríða , 22.12.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband