Ísland best í heimi...my ass

Við Ragnar mættum inná Vog rétt fyrir kl.10 í morgun og tilkynntum okkur, mér fannst undarlegt að konan í mótökunni var ekkert að taka niður kennitölu og nafn, eins og venjan er!

Settumst í annan hornsófan sem er á biðstofunni og biðum. Ráðgjafinn kom fram talaði við einn sem var nokkuð við skál og kom svo aftur fram, hljóp nokkrum sinnum framm og til baka en vindur sér að lokum að okkur og segir það gengur ekki í dag. Ég verð hissa á framkomunni og spyr hvort ekki sé venjan að taka fólk inn í viðtal? Svarið var ,, þetta gengur ekki í dag, en ég get svo sem talað við ykkur ef þið endilega viljið,,  Eins og hann væri að gera okkur einhvern svakalegan greiða!

Ég bendi honum á að eðlilegt væri að meta stöðuna á Ragnari hér væru við kominn þriðja daginn í röð og hann væri í betra standi enn í gær og sýndi vilja til að gera eitthvað í sýnum málum, benti honum á að þetta væri sjúkrahús og líf Ragnars væri að veði.

En fékk ég ,, þetta gengur ekki í dag,, Svo við stóðum upp og gengum út. Ég reið og Ragnar beygður, svei mér ef ekki er mál að skoða landslög.

Í almennum landslögum stendur að allir skulu eiga rétt á heilbrigðisþjónustu en sonur minn á ekki rétt á henni hjá tilteknu sjúkrahúsi í landinu. Sjúkrahús sem sérhæfir sig í fjölskyldusjúkdómnum alkahólisti/fíkn svara ekki kalli sjúklinga sem biðja um hjálp.

Ég veit alveg að hann sonur minn hefur farið margoft inn á Vog og í færri skipti en fleirri nýtt sér staðin til að hætta. En nú leitar hann eftir hjálp og hefur sýnt okkur það að hann vill hjálp, ef hann vildi hana ekki væri hann farinn héðan en ekki búin að hringja sjálfur austur og fá meðferð að afeitrun lokinni.

Mér finnst skammarlegt að fíkill sem vill hjálp sé ekki gripin á því mómenti og strax byrjað að vinna með hann. Fyrir utan að þessi framkoma sem við mættum í morgun sýnir ekki skilning á fyrirbærinu fjölskyldusjúkdómur, virðingarleysið fyrir mér sem móður var algert og ekki vottur af mannkærleika að finna.

Á síðustu sjö árum hef ég mætt mjög mörgu fagfólki sem vinnur með fíkla og hefur það almennt sýnt kærleika til mín sem móður, hans sem fíkils og skilning á fjölskyldusjúkdómshugtakinu.

Svo ég klikka út með: Ísland best í heimi.....my ass

Kv. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú bara gapandi af undrun...  Loksins þegar Ragnar er að koma dag eftir dag og er með viljan að vopni þá er bara sagt ekki í dag.
HVENÆR ÞÁ!!!!!  Er þetta ekki besta momentið.

Hugurinn er hjá ykkur  ...     kv.Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þetta er ísland í dag, heimur fíklana og aðstandenda þeirra.

Hvernig var með andlitsbaðið mín kæra?

Saknaði þín á þriðjudaginn.

Kristín Snorradóttir, 20.12.2007 kl. 13:10

3 identicon

Ég trúi þessu ekki, getið þið ekki farið aftur og neitað að fara nema hann komist inn ?  Fengið að tala við yfirmann ?  getum við sent tölvupóst eitthvert?  eigum við öll að koma og bíða með ykkur?  

Baráttu kveðjur

 Sesselja  

Sesselja (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: kidda

Ég er bara orðlaus en öskuill Fékk hann ekki einu sinni lyf vegna fráhvarfseinkennana?

Það er farið að styttast allverulega í það að við foreldrar verðum að fara að mynda samtök gegn heilbrigðiskerfinu, svo skrýtið sem það er nú. Verðum við að stofna neyðarathvarf fyrir fíklana okkar svo þau fái hjálp núna.

Megi þessi stofnum skammast sín

Knús á ykkur öll

kidda, 20.12.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vitið þið ég held að ég hafi misst trúnna á Vogi í morgun og vona bara að geðdeildin geti tekið hann´inn í fyrramálið, þar er þó fagleg vinnubrögð.

Tel að Vogur sé ekki hæfur til að afeitra hann með þetta viðhorf í gangi.

Sammála þér Ólafía: megi þessi stofnun skammast sín.

Kærlekur til ykkar allra

Kristín Snorradóttir, 20.12.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband