Vogur,geðdeild og heim!

Ekki komst hann inn í dag. Á Vog mættum við kl.10 og það var bara nei, varla hlustað á það að hann ætti meðferðarpláss að afeitrun lokinni né að hann væri að biðja um hjálpina sjálfur þar sem hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki meira. Spurning hvort ekki þurfi aðeins að endurskoða þennan stað, ég skil landslög þannig að öllum skuli veita heilbrigðisþjónustu og þetta á að teljast sjúkrahús en það eina sem ég veit um sem hefur leyfi til að setja deyjandi sjúkling út á götu!

Brenndum á geðdeildina kl.11 þar máttum við bíða í klukkutíma en mættum þar skilningi og fengum að lokum það svar að á föstudaginn væru góðar líkur á að hann kæmist í innlögn. Svo nú er hann heima og við bíðum eftit föstudeginum. En við ætlum nú að mæta aftur í fyrramálið á Vog og sjá hvaða móttökur við fáum þá.

Svo nú er staðan þannig að hann vill enn fá hjálp en hvort það dugir til föstudags er erfitt að segja. Fíkill er jú fíkill.. ég bara bið og vona.

Ætla á fund í kvöld og ná mér þar í andlega næringu Smile Bóndin verður hér heima á fíkla vaktinni og svo tek ég morgundaginn. Vonum að það gangi allt upp.

Kv.Kristín

PS. takk fyrir bænirnar og yndislegu kommentin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elskuleg...ég vil senda þér stuðningskveðju..hitt setti ég í athvarfið okkar.

 x 5000

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 20:37

2 identicon

Kæra Kristín, sendi ykkur baráttukveðjur, ég veit hvernig það er að bíða með barnabarninu sínu bæði á Vogi og á Geðdeildinni klukkutímarnir eru lengi að líða og maður veit aldrei hvort fíkillin endist til að bíða þar til komið er að honum, og oftar en ekki gefist upp á langri biðinni sem er óskiljanleg, þar sem fársjúkir einstaklingar eiga í hlut. En ég bið þess að sonur þinn komist inn einmitt núna þegar hann þráir það svo mikið SJÁLFUR,  mín er enn í meðferð og gengur vel þessa dagana, guði sé lof. kveðjur Gyða.

Gyða (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Huldabeib

Gott. Ekki missa vonina því hún heldur í ykkur báðum lífið!! Ég bið fyrir ykkur

Huldabeib, 20.12.2007 kl. 00:40

4 identicon

VON

Guð hann gaf mér nýja von

Með gleði vil ég þiggja

Sendi mér minn kæra son

Mun aftur upp hann byggja

 

Orustan strax hún hefst

Þú vill hana heyja

Saman stöndum það er best

vonin skal aldrei deyja

 

Ég trúi því það takist nú

læt mig um það dreyma

Sterk og sönn er mín trú

henni skalt aldrei gleyma

 

Guð hann gaf þér þennan dag

þitt er hann að nýta

Nú er stundin nú er lag

gamalt ei skal sýta

 

Þetta er til þín Ragnar minn, ég veit þú lítur hérna reglulega inn á síðuna hjá móður þinni. Takk fyrir indælt kvöld hérna á fíklavaktinni, takk fyrir heiðarleikann. Ég veit þetta tekst núna, kærleikskveðja Pabbi.

PS. Hold is off (Þetta er fyrir þá sem það skiljaLögga)

 

 

Pabbi (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 01:17

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

hér streyma tár, yndislegt ljóð sem skýn í gegn umhyggja og ást.  Elsku fjölskylda gangi ykkur vel á morgun

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.12.2007 kl. 02:31

6 identicon

Þið eruð bara falleg Mikið er gott að fylgjast með ykkur blómstra og gott að fá góðar fréttir af þér Raggi. Ég sendi mínar óskir um að vilji Guðs nái fram að ganga í lífi ykkar allra og mig langar að segja að ég gleðst mjög yfir að Hold is off

Díana (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 08:52

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Vonin er yndisleg, oft hefur hún dofnað og orðið aðeins örlítil týra. Vonin gefur okkur trú, trúnna á að hlutirnir fari vel og án hennar er lítils að vænta því ef ekki er trú á það góða í tilverunni þá er ekkert.

Ég deili voninni með manninum mínum, nú förum við Ragnar uppá Vog með þá von að hann komist inn. Sjáum hvað gerist. Læt ykkur vita.

Kristín Snorradóttir, 20.12.2007 kl. 09:03

8 identicon

Baldvin þú ert alger snillingur....  ég er hálf snöktandi hérna í vinnunni.
Þetta er svo beint frá hjartanu... umhyggja, ást og kærleikur.

Ég vona svo innilega að Ragnar fái inn í dag. Það bara verður að gerast.
Gangi ykkur vel.

kveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:16

9 Smámynd: kidda

Vona svo innilega að Ragnar komist inn núna

Ljóðið er svo yndislegt,  beint frá hjartanu og svo mikill kærleikur í því

Vona að allt gangi vel í dag.

Knús til ykkar allra

kidda, 20.12.2007 kl. 09:37

10 Smámynd: Bjarnþóra María Pálsdóttir

Sæl Kristín.  Hef fylgst með þér í þessari baráttu.  Kynntist Ragga lítillega þegar hann átti langan góðan tíma í fyrra.    Vona og bið til guðs að hann nái að stíga upp úr hyldýpinu og öðlast frelsi frá fíkninni.  Guð veri með ykkur og megið þið njóta ljóss og friðar um hátíðarnar.

Kveðja

Þóra Pálsdóttir 

Bjarnþóra María Pálsdóttir, 20.12.2007 kl. 10:58

11 identicon

Sit hér með tárvot augu...

Elsku Stína ég bið með þér nú og vona að dyrnar standi honum opnar núna...vona að þið fáið lausn nú fyrir helgina...

sendi þér þúsund knús og þúsund kossa sem ég veit að duga skammt í þessu mótlæti en þar sem þú ert ótrúlegasta kona sem ég hef nokkurn tímann kynnst þá veit ég að þú stendur sterkari sem nokkru fyrr eftir eftir þetta allt saman....

krossa putta

Þín Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:03

12 identicon

Gangi ykkur vel, kveikti á kertinu sem þú gafst mér Stína, bæði í gærkvöldi og fyrrakvöld og sendi ykkur kærleika!

kv. Sesselja

Sesselja (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband