Dagurinn tók skyndilega breytingum! Götubarnið mitt hringdi aftur um 11 leitið í morgun, þá að athuga hvort við myndum skutla honum inná Vog, hann hafði farið þangað um morguninn kl.9 og átti að mæta aftur um kl.13 til að ath. hvort hann kæmist inn. Við sóttum hann í ónefnt hús og buðum honum upp á mat áður en við renndum með hann á Vog en á Vogi var svarið nei ekki í dag þú getur reynt aftur á morgun....Ég veit að það er ekki fullt á Vogi... en hvað um það, hann hringdi austur í götusmiðju og þar fær hann pláss að lokinni afeitrun
En vandin er að fá afeitrun... brenndum niðrá geðdeild þar var ekkert að hafa í dag en hann fékk tíma hjá ráðgjafa í fyrramálið. Svo planið er að mæta á Vog kl. 10 og ef ekki fæst inn þar þá á geðdeildina kl.11 ef ekki fæst inn þar, veit ég ekki hvað skal gera
En allavega hann var með okkur í dag og er hér heima núna búin að sofa síðan um sex, fær að vera hér í nótt og við styðjum hann á morgun við að reyna að komast inní afeitrun.
Mitt mat er að það er uppá líf eða dauða að grípa hann, hann er núna að leita eftir aðstoð og þá er helst andartakið að grípa fíkilinn til að ná að motivera hann. En þetta kemur í ljós á morgun ég bara bið að lausn komi og hann fái að ganga inní ljósið og njóta lífsins edrú.
Hann er að kalla á hjálp, vona að kerfið svari því kalli.
Ég bið þá sem geta að biðja með mér um að lausn komi
Okkur hjónum létti mikið við að sjá hann í dag, finnum fyrir uppgjöf en hvort hún er nægjanleg vitum við ekki en við vonum að nú sé hún kominn. Hann var svo skelfilega veikur þegar við sáum hann síðast að við áttum bæði von á því að það næsta yrði andlátsfregn og vorum bæði svo fegin að við höfðum átt kærleiksrík samskipti við hann. Mér finnst gott að vita af honum sofandi hérna hjá okkur, hann er öruggur og mér er ákveðið létt.
Dagurinn er búin að vera fínn, fór í foreldragrúbbuna mína sem var bara góð eins og alltaf enda ekkert nema flott fólk í henni, kröftugt og yndislegt fólk. Svo er líka svo einstök manneskja sem leiðir grúbbuna að þetta getur aldrei orðið annað en snilldin ein. Hef verið frekar þreytt eftir að ég kom heim, eflaust spennufall og léttir við að vita um soninn.
Eigið góðar stundir, ég krossa puttana í von um að hann komist í afeitrun og svo í meðferð og hina frábæru 12.spora leið.
Kærleikskveðjur. Kristín
Bloggvinir
- lindalea
- agustg
- birgitta
- skelfingmodur
- olafia
- kojak
- supermamma
- alexandra-hetja
- annaeinars
- binnan
- salka
- gelin
- madddy
- disadora
- blomid
- katja
- hallarut
- mammzan
- leifsi
- disag
- thorasig
- kiddat
- birnarebekka
- bergrun
- huldastefania
- skjolid
- liljabjork
- fifudalur
- annabugga
- strunfridur
- ellasprella
- beggagudmunds
- gunnlaugurstefan
- laufherm
- bifrastarblondinan
- birtabeib
- austfjord
- saethorhelgi
- halo
- mammann
- fanneyunnur
- skruddulina
- anitabjork
- cakedecoideas
- tungirtankar
- berglindnanna
- olofanna
- joninaros
- smm
- vefritid
- saedishaf
- adhdblogg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Stína og fjölskylda
Mikið er gott að vita af honum í foreldrahúsum. Ég bið þess að góður Guð grípi inn í aðstæður ykkar núna og komi með lausn á hans málum. Ef það er eitthvað sem ég get liðsinnt ykkur með á morgun þá er ég aldrei lengra í burtu en eitt símtal. Vona að þið fáið góða næturhvíld.
Guð geymi ykkur
Lilja
Lilja Þorsteinsdottir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:21
Gott að vita af honum heima og vona svo sannarlega að hann fái einhversstaðar inn á morgun.
Endalaust mikið knús til ykkar elskurnar
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 19.12.2007 kl. 01:36
Guð ég vona að hann fái inn einhversstaðar fljótlega.
Það væri æðisleg jólagjöf til ykkar ef hann kæmist inn fyrir jólin og væri
í góðri meðferð um hátíðarnar.
Hefði alveg viljað vera með ykkur og grúbbunni í gærkveldi enda bara æðislegegt fólk upp til hópa.
Þið hjónin standið ykkur ein og hetjur.
Birgitta (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:09
Mikið eru þetta góðar fréttir, að hann sé kominn með viljann. Viljinn helst vonandi áfram. Það væri mikill léttir fyrir ykkur ef hann kæmist í afeitrun strax í dag.
Miðað við hvað mér léttir að vita af þessu þá get ég skilið ykkar líðan
Knús til ykkar allra
kidda, 19.12.2007 kl. 10:01
Andsk... afhverju er ekki hægt að kippa þeim inn um leið og þeir brotna og biðja um það ?
Afhverju er ekki hægt að bregðast við um leið ?
Man þegar ég varð að bíða heima með minn tjúllaðann eftir að það losnaði pláss í neyðarvistun, allt í fári heima og sá yngsti flúinn að heiman..
Bestu kveðjur til þín Stína mín og ég vona svo sannarlega að kerfið opnist fyrir þínum dreng
Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 13:02
Mikið vona ég að hann komist inn á morgun.
Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.