Einn dagur enn.

Dagurinn í gær var bara góður. Náði að halda mig við hann og dagsplöninn. Upplifði mikin kærleika í gær, mér voru færðar góðar gjafir. Yndisleg vinkona mín mætti hér, reyndar á meðan ég þrammaði Smáralindina með dóttur minni, en ég sá þegar heim var komið að eftir mér biðu jólatúlipanar Smile elsku Heidi mín takk fyrir, ég er svo lánsöm að eiga þig sem vinkonu. Mér var líka send falleg bæn frá konu og sendi hennar mínar bestu þakkir fyrir hana. Í gærkvöldi átti ég svo frábæra stund með frábærri konu.

Kærleikurinn sem ég verð fyrir hér í kommentunum frá ykkur er einstakur að finna fyrir því að fólk sendir falleg orð og hugsanir er magnað.

Í morgun vakti mig síminn, það var sonurinn tíndi, vantaði að vita hvenær bráðaþjónustan á Vogi væri opnuð......Hann hljómaði ágætlega.... sennilega búin að fá skammtinn sinn þá er maður hressari....svo sjáum hvað hann gerir.....hann er allavega á lífi og það var gott fyrir mig að heyra í honum, ég hafði ekki heyrt neitt í tvo daga og það er alltaf erfiðast að heyra  ekkert.

En núna bíð ég bara og sé hvort hann leitar sér hjálpar eða ekki, það er ekki í mínum höndum ég vona svo sannarlega að hann finni ljósið og komi úr krumlu fíknarinnar og fái notið hversdagsleikans sem við hin málum oft gráan. En þegar maður hefur misst barn í heim fíknarinnar þá lærir maður að vera þakklátur fyrir þetta viðburðalausa venjulega líf. Líf með barni sem er fíkill er aldrei viðburðalaust, heldur skiptir um stefnu hratt.

Í dag hef ég fín dagsplön og ætla að halda mig við daginn.

Eigið góðar stundir. Kv.Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Já ég á góða að eins og þig  eigðu góðan dag, hlakka til á fimmtudag.

Knús á þig.

Kristín Snorradóttir, 18.12.2007 kl. 10:44

2 identicon

Vinar kaffisopinn er góður

Í dag!!

Díana (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:59

3 identicon

Hugsa alltaf til þín Stína mín....gangi þér og þínum vel!

Gleðileg jól

sjáumst svo eftir áramót :)

Drífa (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:18

4 identicon

Megi guð vera með þér og þínum yfir hátíðina og um ókomna framtíð.

Hafdís (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:02

5 identicon

Kæra Kristín, mikið er það gott að sonur þinn er sjálfur að hugsa um hjálp fyrir sig, hann er að átta sig, margur maðurinn sem blómstrar í dag, hefur verið á djúpum botni áður. Vona að þég gangi vel og Ragnari líka. Gyða

Gyða (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband